Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Page 37
í fjórða lagi sagði sérviska min mér að mér mundi liða betur undir stýri á minum eigin bil, sem ég þekki og fell- ur vel við, og ber ekki ábyrgð á gagnvart öðrum en okkur hjónum, heldur en annarra eign, sem ég þekki ekki og skaþar mér svolitið óöryggi vegna þess að ég veit ekki hvað allt smáa letrið á bak- síöu samningsins þýðir. Við ákváðum að fara I fríið á okkar bil, með Norröna til Færeyja og Noregs og sömu leið til baka. Við sjáum ekki eftirþvi. Sjóferðin Við fórum að heiman á sunnudagsmorgni, eins og fyrr var frá sagt, og ókum norðurleiðina austur á firði. Við tókum okkur tvo sólar- hringa i þann hluta ferðar- innar og fórum um borð I Norröna á Seyðisfirði fyrir hádegi á þriðjudegi. Veður- guðið skartaði sínu bliðasta og, eins og allir vita, er allt gott á íslandi þegar sólin skín. Allir voru í góðu skapi, tollararnir brostu og meira aö segja fólkið í biðröðinni brosti og klukkan rúmlega tólf skreið Nörröna út sþegilsléttan fjörðinn, áleiðis til þess óþekkta og eftirvæntingin kitlaöi i magann. Norröna er, að þvi er mér hefur verið sagt, sæmilega nýtiskuleg ferja, og hún er a.m.k. með þeim skárri sem ég hef ferðast meö. Þar um borð eru ágætir barir og þar var margan þyrstan landa að finna, eftir að þeir höfðu feng- ið sig sadda af fegurð náttúr- unnar. Meginþorri farþeg- anna kúröi þó i sólstólum á sóldekki mestan hluta þessa fyrsta dags á sjónum, enda sólskin og sþegilsléttur sjór þann dag allan. Reyndar vor- 1 brúnni á Norröna, skipstjóri og vakthafandi stýrimaöur hafa auga með tækjunum Yfirvélstjóri á sínum stað. Amaliel Knudsen Petur Höjgaard Olavur Hovsgarð skipstjóri yfirvélstjóri veitingastjóri

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.