Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Page 41
A skipi og bíl... eins og viö lesum um i frá- sögnum frá fyrri hluta aldar- innar. Hann var á miðjum aldri og tveir kunningjar hans sátu á kössum framan viö borðið, þegar konan min kom inn og spurði eftir dömubindum. Hann varð skolli vandræða- legur, leit til vina sinna svo- litið rjóður og þeir kimdu. Hann svaraði engu en teygði sig undir borðið eftir plast- poka og fór með hann inn á lager á bakvið. Hann kom aftur með pokann og benti konunni að koma að borð- endanum fjærst vinunum og sneri pokaopinu frá þeim, þegar hann bað konuna að kíkja ofan i pokann og segja sér hvort það væri þetta sem hún átti við. Það var greini- lega erfitt verk að afgreiða ókunna konu með þessa vöru, hafandi vinina kímileita að áhorfendum. En ekkert erfiði er of mikið fyrir Fær- eying, ef hann getur oröið öðrum að liði. Svo framarlega sem tilfinn- ing fyrir fegurð lands og lífs vakir enn með ykkur, skuluð þið skreppa með bilinn ykkar til Færeyja og þið munuð lifa daga, sem þið gleymið ekki — þvi lofa ég. Enn er eitt ósagt, sem er þess virði að sjá, byggingar- list Færeyinga. Kannski er ég að bulla eitthvað þegar ég tala um „byggingarlist", af þvi að ég hef ekki lærdóm til aö ákveða hvað er list í þvi efni, en mérfinnst skemmtilegt að sjá hvernig Færeyingar blanda saman nýja og gamla timanum í byggingarstíl sin- um. Þar eru margar nýjar fallegar byggingar, hótel, verslanahallir og Norræna húsið, sem mynda eina sam- stæða heild með gömlu hús- unum. í þvi efni, eins og mörgu örðu, þóttu mér Fær- eyingarsnjallir. Önnur lönd Að fara til útlanda er íslend- ingum ekki nýnæmi lengur. Við þekkjum orðið flestar helstu sólarstrendur Suður- Evrópu, erum málkunnug hótelþernum og barþjónum og höfum flutt sumar matar- venjur þjóðanna sem þar búa heim með okkur. Þar aö auki hafa margir íslendingar upp- götvað að i útlöndum er margt annað að sjá og reyna en sand og sjó. Til dæmis hefur Noregur uppá ótrúlega fegurð aö bjóða, á sænskum vegum er hreinn unaður að aka og Danir eru ... tja, Danir eru þekktir að ýmsu sem lokkar að þeim ferðamenn. Auðvitað er fáránlegt að ætla sér að lýsa i stuttri grein öllu því sem hægt er að sjá og njóta á Norðurlöndum i ferð af þessu tagi. Möguleikarnir eru næst- um ótæmandi og á hverjum stað er eitthvað heillandi, sem maður hefur ekki kynnst áður, jafnvel þótt reyndur ferðamaöur sé. Ég leyni því ekki að Noreg- ur heillar mig meira en nokkurt annað land. Fegurð landsins er meiri en ég hef séð i öðrum löndum. Stund- um er sagt að Osló sé stærsta sveitaþorp í heimi og með þvi er gefið i skyn að þar sé borgarmenning á lágu stigi. Það má vel vera rétt, en ég spyr: hvað á þjóð sem býr i landi eins og Noregi að gera með borgarmenningu? Enda nota flestir Norðmenn fritima sina utan borganna. Auðvitað er hægt að ferð- ast um Norðurlönd i þægileg- um hópferðabil með góðum leiðsögumanni. Þá fær maður greinagóðar upplýsingar um merka staði, og man þær allt þangað til komiö er á næsta stað. En maður skynjar landið á annan hátt þegar ferðast er á eigin vegum, stoppað þar og þegar svo ber viö aö horfa og forvitnast hjá heimafólki um það sem vekur forvitni. Svona ferð er ekki hægt að lýsa, hana verður að reyna. Við ætlum aö fara aftur. Höfnin í Hanstholm. Þangaö fara þeir meö bilana sína sem ælta aö aka suður um Evrópu. Svo framarlega sem tilfinningin fyrir fegurö lands og lífs vakir enn meö ykkur, skuliö þiö skreppa meö bílinn ykkar til Færeyja og þiö muniö lifa daga, sem þiö gleymiö ekki — þvílofa ég. VÍKINGUR 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.