Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Side 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Side 50
Friörik Indriöason. skrifaöi Einarsson teiknaöi ,,Sko máliö er, gamli minn, aö ég hefekki komiö heim ítvo daga. Kerlingin er örugglega oröin skapstirö og ég ætla aö blíöka hana meö nýrriýsu“. 50 VIKINGUR Trillukarl í smoking Stefni trillunnar ktýfur spegilsléttan sjóinn i átt aö hafnarmynninu iReykjavík. Vorsólin hefurreist sig upp á sjóndeildarhringinn. Engin hlýja fylgir enn geislum hennar er þeir glampa í haffletinum og lýsa upp veöurbariö andlit trillukarlsins um borö þarsem hann horfir mót þeim út fyrir stefni trillunnar. Trillukarlinn er aö koma úr netjavitjun. Hásigld trillan ber rýrum afla vitni. Taktfastir smellir gamallar diselvélar trillunnar er eina hljóöiö sem rýfur morgunkyrröina utan hafnarmynnisins. Þegar trillan skriöur inn úr mynninu drukknar vélarhljóöiö iys og þys hafnar- innar. Trillukarlinn legguraö bryggju fyrirneöan kaffi- stofuna á Grandagaröi. Hann bindur trilluna viö meö rólegum og yfirveguöum handtökum. Hellir sérsíöan kaffi íplastmál úrmáöum hitabrúsa. Dyrnará kaffistofunni opnast og út stígur smók- ingklæddur herramaöur á miöjum aldri. Þrútinn í andliti og reikull í hreyfingum. Hann kemurauga á trillukarlinn þarsem hann vermir lúnar hendur sín- ar á plastmálinu. Herramaöurinn ranglar í átt aö trillunni. Staönæmist á móts viö stefni hennar. „Sæll gamli, má þjóöa þérofurlitla þrjóstbirtu út i kaffiö?" segir herramaöurinn óstyrkrí röddu, rámri afáfengi og ofmiklum tóbaksreyk. „Ætli þaö“ svarar trillukarlinn rólegri röddu og viröir smókinginn fyrírsérmeö ihugulu augnaráöi. Herramaöurinn tekur silfursleginn vasapela innan úr smókingnum og sýpur drjúgt af honum. Þurrkar sér um munninn á jakkaerminni og ropar ánægjulega. „Þetta er ekkert slor skal ég segja þér. Þetta er fimm stjörnu koníakk" segir herramaöurinn og roparaftur. „Þetta ersama eöalviniö og þjóöhöfö- ingjar fá sér gjarnan eftir kvöldmatinn. Ertu viss um aöþú viljirekki dramm útíkaffiö?" „Fyrstþetta ersvona velmektugt vin verö ég aö segja eins og karlinn á krossgötunum hér áöur" segir trillukarlinn og dregur seiminn á siöasta orö- inu. „Hvaöa karl?" spyr herramaöurinn áttavilltur. „Aö sjaldan hef ég flotinu neitaö" heldur trillu- karlinn áfram og réttir fram plastmáliö. Þaö tekur herramanninn ofurlitla stund aö átta sig á því aö boöi hans hefur veriö tekiö. Um leiö hýrnar yfir honum og hann klöngrast um borö í trilluna. Hellir vænum slurk í máliö hjá trillukarlin- um og sest svo niöur á bauju ímiöri trillunni. „Fimm stjörnu koniakk, þaö held ég nú. Drekk ekki annaö gamli minn" segir herramaöurinn um leiö og hann fær sér annan trillukarlinum til sam- lætis. „Þetta vín hefur veriö íréttum félagsskap" segir trillukaríinn eftiraö hafa sopiö úrmálinu sinu. „Ha, já. Heyröu gamli minn ég á raunar erindi viöþig...“byrjarherramaöurínn. „Mér er illa viö aö ókunnugir menn eigi viö mig erindi" gripur trillukarlinn rólega fram í. „Sko þetta er mjög einfalt..." reynir herramaö- urínn aftur. „Raunar er mér illa viö aö nokkur eigi viö mig erindi" grípur trillukarlinn aftur fram í og brosvipr- urmyndastíkringum góölátleg augu hans. „Svona nú gamli minn. Hérna fáöu þérannan út í kaffiö" segir herramaöurinn. „Ég ætlaöi bara aö kaupa afþérfisk." „Minir fiskar veröa seint metnir til fjár þegar svona sjakkettklæddir sómamenn eins og þú eiga i hlut" segir trillukarlinn og nú nær brosiö niöur i munnvikin. „Heyröu gamli minn, veistu hver ég er?" spyr herramaöurinn höstugur og hálfrís upp af bauj- unni. „Alveg örugglega einn gildasti máttarstólpi þjóöfélagsins" svarar trillukarlinn. „En ekki segja mér nafniö. Ég er svo óglöggur á nöfn. “ „For helvede, ég vildi bara kaupa af þér fisk" segir herramaöurinn gramur. „Og svona velmæltur á danska tungu, ja sei sei“ svarar trillukarlinn og réttir plastmáliö fram aftur. „Kannski aö ég þiggi einn til vinur. “ Þaö hýrnar aftur yfir herramanninum og hann helliröörum slurk íplastmáliö hjá trillukarlinum. „Sko máliö er, gamli minn, aö ég hefekki komiö heim í tvo daga. Kerlingin er örugglega oröin skapstirö og ég ætlaöi aö blíöka hana meö nýrri ýsu“ segir herramaöurinn. „Já ég skil. Þú ætlar sem sagt aö kaupa þér fyr- irgefningu meö nýjum fiski" segir trillukarlinn og sýpurá koniakkinu sinu. „Já, efþú vildir vera svo vænn aö selja méreins og tvær ýsur mundi þaö þjarga miklu af heimilis- friönum." „Ekki þykir mér þaö dýrkeypt fyrirgefning, vinur" brosir trillukarlinn. „En frelsarinn fyrirgaf jú fleirum en einum sjakkettklæddum meö nokkrum fiskum." „Ha, frelsarinn. Hvaö kemurhann þessu viö?" „Ekkert vinur, ekkert. “ Herramaöurinn tekur aftur fram vasapelann og sýpur af honum. Réttirhann svo til trillukarísins. „Nei takk, vinur. Tveir eru nóg fyrir mig svona fyrirhádegiö." „Jæja" segir herramaöurinn og stingur pelan- um aftur inn á sig. „Getum viö ekki gengiö frá jœssu strax?" „Þessi fiskur hérna hleypur nú ekki langt úr þessu" segir trillukarlinn rótega.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.