Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Qupperneq 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Qupperneq 56
Fréttaskýring Hcr oó nú Páll Magnússon fréttamaöur Fersk- fiskút- flutn- ingur í gámum 56 VÍKINGUR Hverjir græða — hverjir tapa? Þetta er flóknari spurning en virðast kann í fyrstu, en áöur en viö reynum aö svara henni skulum viö lita á nokkrar staöreyndir. Gifurleg aukning hefuroröið á þessum útflutningi siðustu árin, eins og sjá má á eftirfarandi töflu: Útflutningur á ferskum fiski ígámum Meðfiski- skipum 1982 1.300 tonn 35.043 tonn 1983 7.046 - 34.970 - 1984 12.688 - 35.329 - 1985 32.690 - 37.802 - Þarna kemur sem sé fram, að útflutningur á ferskum f iski i gámum, hefur meira en 25-faldast á siðustu fjórum árum, og bara á milli áranna 1984 og 1985 jókst hann um nærri 160%. En taflan segir okkur lika, að útflutningurinn i gámum hefur ekki leitt til samdráttar i siglingum fiskiskipa með afla, eða með öðrum orðum: gámaflutningarnir eru hrein viðbót við útflutning íslend- inga á ferskum fiski. Viö þetta bætast svo flutningar með flugi, en þeir skipta litlu máli i heildardæminu — hafa rétt skrifðið yfir eitt þúsund tonn siðustu árin. Ef viö litum á gámaflutning- ana eina, þá námu þeir nærri 6% af öllum botnfiskafla, sem á land kom i fyrra. En hvaða fiskur er fluttur út ferskur? I grófum dráttum er skiptingin þessi (gámar og fiskiskip): Þorskur 40% Ýsa 14% Ufsi 5% Karfi 20% Grálúða 5% Skarkoli 11% Annað 5% Þetta eru sem sé stærðir og staðreyndir, en reynum þá að henda reiður á kostum og göllum. Hagur útgerðarmanna og sjómanna af þessum útflutn- ingi virðist nokkuð augljós: þeir fá einfaldlega helmingi meira fyrir fiskinn með þvi að flytja hann beint út i gámum, heldur en ef þeir seldu hann i frystihúsin á hefðbundinn hátt. Að visu hafa sjómenn i mörgum tilfellum verið hlunn- farnir i þessum viðskiptum, þannig, að innlendir fisk- kaupendur hafa borgað venjulegt „innanlandsverð" fyrir fiskinn, en siðan flutt hann sjálfir út í gámum og fengið tvöfalt verð ytra. Þetta hefur einkum gerst þegar fiskverkandinn á útgerðina líka, samanber deilur sjó- manna við Granda h.f.. En hvað um það, að öðru jöfnu græða útgerðarmenn og sjómenn. Þeir sem tapa eru hins vegar fiskverkendur og fiskvinnslufólk. Hinir fyrr- nefndu standa uppi með van- nýtt framleiðslutæki, en hinir síðarnefndu með minni vinnu, og minni tekjur. Tökum dæmi af Vest- mannaeyjum. Þaðan voru flutt út i fyrra um 4.700 tonn af ferskum fiski, eða yfir 10% af öllum botnfiskafla, sem á land kom. Og samfara þessu dróst yfirvinna í frystihús- unum mjög saman, varð raun- ar litil sem enginn, og tekjur fiskvinnslufólksins snar- minnkuðu frá þvi sem verið hafði. Þetta má segja á annan hátt: Árstekjur fiskvinnslu- fólksins minnkuðu um sem svarar einum mánaðarlaun- um, þvi fiskurinn, sem fluttur var út í gámum samsvaraöi eins mánaðar vinnu rúmlega 600 starfsmanna i fiskvinnslu í Vestmannaeyjum. Grundvallarspurningin er þó þessi: hvað er hagkvæm- ast fyrir sem flesta i sem lengstan tima? Og áöur en hægt er að svara þessari spurningu verður að svara tveimur öðrum: 1) Neysluvenjur á Vestur- löndum hafa breyst þannig, að krafan um aö matvörur séu ferskar er að verða rikjandi. Þýðir þetta, að samfara bættri flutningatækni, sé frysting á fiski að verða meira og minna úrelt, og islenskur sjávarútvegur verði að laga sig að þvi? 2) Töluverður hluti af þeim ferska fiski, sem viö flytj- um út, er fullunninn í fisk- vinnslustöðvum ytra. Hvernig stendur á þvi, aö islenskir fiskverkendur geta ekki borgað nema helming af þvi verði, sem útlendir starfsbræður þeirra borga fyrir sama fisk? Það þarf meiri spámenn en mig til að svara þessum sþurningum, en framtið sjávarútvegs á Islandi er komin undir réttum svörum. Páll Magnússon.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.