Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Side 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Side 59
ALÞJÓÐLEGAR FRÉTTIR ÚR PACIFIC FISHING VANUATU. íbúar Vanuatueyju sem er í hita- beltinu noröur af Nýja-Sjálandi veiða mikið af griðarstórum krabba sem nefnist kókóshnetu krabbi og er um 5 kg að þyngd. Krabbi þessi lif- ir á landi og klifrar i kókospálmunum, enda er hann leggjalangur, skreflengd allt að 63 sm.. Kókoshnetukrabbinn er vinsæll matur meðal ferðamanna sem sækja eyjarnar heim. Nú virð- ist stofninn vera minnkandi og hafa ibúarnir leitað til ástralskra liffræðinga til að rannsaka krabbann. Mjög lítið er vitað um hann liffræði- lega og hvað sé hæfileg stofnstærð. KÓNGA KRABBI. Siðustu tölur um afla sýna að 1861 tonn voru komin á land i Alaska i lok október. Meðal þyngd var 2,33 kg á móti 2,36 kg i fyrra eða aðeins minni. Verð upp ur skipi varfrá 5,50 kr./kg, og upp i 6,40 kr./kg. Allmikill munur er á verði krabba sem Ameriskir fiski- menn veiða og krabba sem Rússar selja i Bandarikjunum, t.d. er heildsöluverð á 20 stykkjum af einum stærðarflokki krabba veidd- um af Bandarikjamönnum 262 kr. en kosta 246, ef krabbinn er innfluttur frá Rússum. Verðið á ameriska krabbanum er skráð verð og viðurkennt er aö hann er ekki allur seldur á þvi verði. LAX. 1985 var met laxveiði i Alaska og veidd- ust 138,7 milljón laxar. Mikið hefur einnig aflast i British Columbia (Kanada). Hinn 12. október var aflinn þar orðinn 3,1 milljón fiskar á móti 1,8 milljón fiskum á siðasta ári. Litil hreyf- ing er á markaðnum fyrir frystan lax. Kaupend- ur i Evrópu halda að sér höndum vitandi það að miklar birgðir eru i Bandarikjunum af frystum laxi svo að búast má við verðlækkun. Stærsta tegund af Kyrrahafs laxi (chinook) selst alls ekki eins og er þar sem Evrópumarkaður af reyktum laxi er yfirfullur af norskum laxi. I lok september 1985 voru birgðir af frystum laxi i Bandarikjunum 32.400 tonn, en voru 26.800 tonn í ágúst og í lok september árið 1984 26.000 tonn. RÆKJA. Rækjuvertiðin á vesturströnd Bandarikjanna sem lauk 31. okt. sl. endaði illa þvi siðasta hluta vertíðarinnar komust bátar vart á sjó vegna veðurs. í septemberlok voru 6200 tonn komin á landi í Oregon á móti 2100 tonnum i september 1984. Svipuð aukning var i Washington en þar hafði verið landað 3750 tonnum i lok september 1985 á móti 1500 tonnum á sama tima árið 1984. í Kaliforníu var búið að landa um miðjan október sl. 1400 tonn- um á móti 650 tonnum á sama tima árið 1984. Á öllu veiðisvæðinu var stærðin 180 — 220 stykki i kilógrammi, sem þykir mjög gott. Verð upp úr skipi hélst óbreytt alla vertíðina eða 29,40 kr. kg. SVERÐFISKUR. Verkfallið i Kalíforniu sem hófst i kringum 8. okt. sl. stóð til 21. október. Fiskimenn vildu fá 168 kr. lágmarksverð fyrir kílógrammið. Verkfallið hófst þegar verð upp úr skipi fór niður í 113 kr. á kg. Sumar vinnslu- stöðvar fóru þó aldrei niður fyrir 147 kr.. I lok mánaðarins var fariö aö gæta þurrðar af sverð- fiski i Kaliforniu og verð byrjað að hækka. Til Kaliforníu kom þá fiskur frá Flórída og var seld- ur 163 kr. kg, en fiskur veiddur i Kalíforníu gekk á 189 kr. kg fob.. TÚNFISKUR. Innflutningur til Bandarikjanna af niðursoðnum túnfiski i vatni var orðinn 82000 tonn 11. október sl. sem er 18000 tonn- um eða 29% meira en árið 1984. Þetta er 85% umfram innflutnings kvótann sem er 44000 tonn og náðist i mai sl.. Öldungardeildarþing- maðurinn Don Young frá Alaska ætlar að beita sér fyrir því að tollur á niðursoðnum tunfiski i vatni og oliu verði sá sami. Nú er 35% tollur á túnfiski i oliu en aðeins 6% i vatni þangað til kvótanum er náð, en þá hækkar hann í 12,5%. Túnfiskur frá Thailandi niðursoðinn i vatni er skráður á 966—1050 kr. kassinn en túnfiskur framleiddur i Bandarikjunum er skráður á 1134 — 1428 kr. kassinn. VÍKINGUR 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.