Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Síða 9
GRÍMSSON UM ÞYRLUMÁL
sem dómsmálaráöherra að
það er meira en að segja það
að kaupa slík tæki og reka þau.
Það kostar upphæðir sem
samrýmast ekki þeim vanda-
málum sem við er að glíma í
ríkisfjármálum. Jafnvel þótt
menn gætu komið sér saman
um að slíkt verkefni hefði for-
gang, er ég ekki farinn að sjá
önnur verkefni víkja þar á móti.
Mér sýndist því, eftir allmikla
íhugun að hér væri mjög erfitt
um vik, þrátt fyrir mikinn vilja í
landinu.
Þá þarf að sjálfsögðu að
svara þeirri spurningu, hvernig
eigi að koma slíku máli í fram-
kvæmd.
Við höfum átt mikið og gott
samstarf við björgunarsveit
Varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli, sem mjög oft hefur komið
til aðstoðar i neyðartilvikum og í
reynd höfum við reitt okkur á þá
sveit að verulegu leyti. Við get-
um hinsvegar ekki stólað á
hana nema að litlu leyti og þar
að auki er hennar starfsemi
eingöngu á Keflavíkurflugvelli.
Við þau skilyrði sem nú eru
að skapast í heiminum og með
auknu samstarfi milli þjóða,
hefur mér sýnst að það væri
mjög vel mögulegt að koma á
víðtækara samstarfi á sviði
björgunarmála á Norður-Atl-
antshafi. Ég held að menn
muni minnka starfsemi á sviði
varnarmála, sem hefur verið í
verulegri útþenslu á norður-
hveli jarðar á undanförnum ár-
um og áratugum, og þá skap-
ast áreiðanlega lag til þess að
leggja aukna áherslu á örygg-
is- og björgunarmál.
Það er ekki, að mínu mati,
hægt að ætlast til þess að ís-
lendingar einir annist björgun-
ar- og öryggismál á því stóra
hafsvæði sem er í kringum ís-
land. Þar eiga margar þjóðir
hagsmuna að gæta og ég hef
fundið fyrir áhuga nokkurra
manna á auknu samstarfi á
þessu sviði. Ég tel því eðlilegt
að leita samstarfs við okkar
helstu nágrannaþjóðir, ekki síst
innan Atlantshafsbandalags-
ins, og koma upp sameiginlegri
björgunarsveit, sem annaðist
björgunarstarf á þessu stóra
hafsvæði. Ég er þá með það í
huga að sameina það starf
sem fer fram nú á okkar veg-
um, á Keflavíkurflugvelli og fá
til liðs aðrar þjóðir, sem hér
eiga einnig hagsmuna að
gæta, t.d. Norðmenn, Þjóð-
verja, Breta og jafnvel Frakka,
svo einhverjir séu nefndir.
Einnig er það svo með vaxandi
samstarfi milli austurs og vest-
urs að vel getur farið svo að við
munum sjá fram á aukið sam-
starf við Sovétmenn á þessu
sviði. Þótt það sé ef til vill fjar-
lægt í dag, þá eru orðnar svo
miklar breytingar nú á síðasta
ári að slíkt gæti orðið áður en
langt um líður.
— Hvernig eróskamyndin
í þínum huga af búnaði og
staðsetningu slíkrarsveitar?
— Ef vel ætti að vera þyrfti
góð björgunarsveit að vera
staðsett á Keflavíkurflugvelli, á
Austurlandi, á Vestfjörðum og
hugsanlega á Norðurlandi. Ef
mynda ætti gott öryggisnet, þá
er það að mínu mati ekki gert
nema tvær til þrjár þyrlur yrðu
staðsettar utan höfuðborgar-
svæðisins, sem mundu þájöfn-
um höndum þjóna hver á sínu
svæði og vera varatæki ef á
þyrfti að halda annars staðar.
— Ertu þá með meðalstór-
ar, eða kannski stórar þyrlur
í huga á þessum útstöðvum,
ef gert er ráð fyrir að höfuð-
stöðvarnar yrðu á Keflavík-
urflugvelli?
— Útaffyrirsig hef ég enga
sannfæringu um hverskonar
tæki það ættu að vera, en ég tel
að það ættu að vera að ein-
hverju leyti þyrlur af fullkomn-
ustu gerð. En hvort þær þyrftu
allar að vera það, læt ég ósagt.
— Hefurðu kostnaðartöl-
ur að fara með í þessu sam-
bandi?
— Við höfum lauslegar at-
huganir Landhelgisgæslunnar
á því hvað þyrla af fullkomn-
ustu gerð kostar. Mig minnir
það vera á milli sex og átta
hundruð milljónir. Það liggja
líka fyrir athuganir á reksturs-
kostnaði, sem er mikill. En ég
er þeirrar skoðunar að það sé
eðlilegt að við leitum eftir þátt-
töku nágrannaþjóða okkar og
samstarfsaðila innan Atlants-
hafsbandalagsins, í þessu
verkefni.
— Er það óhjákvæmilegt,
ef það á að takast?
— Ég tel það bæði eðlilegt
og óhjákvæmilegt, miðað við
þann mikla kostnað sem við
horfum fram á. En i sjálfu sér
má segja að við íslendingar
höfum burði til að byggja upp
slíkt björgunarstarf, en hér er
um það háar tölur að ræða að
það mundi koma niður á öðrum
verkefnum ríkisins og ég sé
ekki að menn séu tilbúnir að
fallast á það. Ég sé heldur ekki
að það sé nokkur grundvöllur
fyrir aukinni skattheimtu í land-
inu um þessar mundir.
— Þú nefndir hér að fram-
an að þú hefðir orðið var við
áhuga manna á þessu sam-
starfsverkefni. Er sá áhugi
innanlands, eða hefurðu
rætt þetta á víðari vettvangi?
— Ég hef bæði rætt þetta
við mína félaga í þinginu og það
er áhugi fyrir því þar að flytja
slíkt mál inn á Alþingi. Jafn-
framt hef ég heyrt í mönnum frá
öðrum þjóðum, sem hafa sýnt
slíku máli áhuga. Þannig tel ég
þetta ekki úr lausu lofti gripið.
— Megum við kannski
vænta þess að um þetta
komi fram þingsályktunartil-
laga á næsta þingi?
— Ég veit að það eru þing-
menn með slíka tillögu í undir-
búningi.
Ef vel ætti að vera
þyrfti góð
björgunarsveit að
vera staðsett á
Kefla víkurflugvelli,
á Austurlandi, á
Vestfjörðum og
hugsanlega á
Norðurlandi.
VÍKINGUR 9