Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Page 11
Hrun þorskstofnsins í Barentshafi: Umræður í Noregi um vandann lærdómsrikar - segir Friðrik Pálsson forstjóri SH ur aflinn sigið niður á við, og síðustu vertíðir hafa verið með eindæmum lélegar. Þorskurinn sem hrygnir við Lofoten elst upp í Barentshafi, sem nær frá Noregi til Sval- barða og Frans Jósefs lands í norðri og austur til Novaja Semija. Vertíðin við Lofoten endurspeglar því velgengni þorsksins í Barentshafi. Árið 1983 kviknaði mög sterkur árgangur þorsks í Bar- entshafi. Árgangarnir sem á eftir komu virtust einnig vera þokkalegir. Norskir fiskifræð- ingar spáðu því árið 1985 að afli færi vaxandi og unnt yrði að veiða 8-900 þúsund tonn árið 1990. Útgerðarmenn bjuggu sig undir að mæta þessum mikla afla, ekki skyldi standa á þeim. Strax vorið 1987 kom í Ijós að ekki var allt meö felldu. Þorsk- urinn var horaður og miklar selavöður gengu upp að norsku ströndinnni í ætisleit. Sú skýring var gefin í Noregi að loðnustofninn hefði verið of- veiddur og þvi hefði þorskurinn ekkert að éta. Norskir fiskifræðingar lögðu til að þorskkvótinn yrði minnk- aður, og þeir héldu svo áfram að leggja til minni og minni þorskkvóta ár frá ári uns þeir lögðu til, ásamt alþjóða haf- rannsóknaráðinu í október sl. að kvóti Norðmanna í Barents- hafi yrði skorinn niður í 100 þús- und tonn. Hvað hafði gerst? Ekki vantaði skýringar og þær voru hefðbundnar. Talað var um ofveiði, rányrkju, smá- fiskadráp og breytt skilyrði í hafinu. Einnig var sett fram til- gáta um að sprengingar hefðu drepiö fisk. Jakob Jakobsson forseti Alþjóða hafrannsóknar- áðsins sagöi í blaðaviðtali: „Ég tel ofveiði og röskun vistkerfis- ins miklu liklegri orsakir hruns Vnelde torsken t0rSkfvetanStérkare enn rentsha\öt. v,ovforsk.- WsSToSfs*- 81 “ SSenrSeUo»8»»<.S™ sitt VeTtStkonsum vart dobtö fA sstaf-o-grgs: ÍSSSÍ Aoooi 1 KM- sunfí i-2ár. VÍKINGUR 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.