Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Síða 14
Ólafur K. Pálsson fiskifræöingur Kjartan G. Magnússon stærðfræðingur 14 VÍKINGUR UM FÆDUTENGSL ÞORSKS OG LODNU Á ÍSLANDSMIÐUM Á undanförnum árum hafa farið fram allum- fangsmiklar rannsóknir á fæðu þorskstofnsins hér við land, einkum með tilliti til mikilvægis loðnu í fæðunámi hans. Rannsóknir þessar hafa verið sambærilegar hvað varðar umfang og aðferðir síðan 1980. Lengi hefur verið Ijóst að loðna er langmikilvægasta æti þorsksins. Áætlað hefur verið að hlutdeild hennar í heild- arfæðunni sé 35-40% að jafnaði yfir árið. Á vissum árstímum er vægi loðnu þó mun hærra eða allt að 80%. Er það einkum að vetrarlagi þegar loðnan gengur til hrygningar meðfram landgrunnsbrúninni fyrir norðan land og aust- an. Meginmarkmið fæðurann- sókna síðustu ára hafa verið af tvennum toga: Annarsvegar að skýra fæðuvistfræðilegt sam- spil þessara stærstu fiskstofna á íslandsmiðum, þorsks og loðnu. Hinsvegar að meta áhrif þessara fæðutengsla með tilliti til nýtingar okkar á þessum efnahagslega mikilvægu stofn- um. Þeim gögnum sem nú liggja fyrir hefur verið safnað á tveim- ur árstímum síðan 1980, þ.e. í mars 1980-88 og í október/nóv- ember 1980-83,1985 og 1988. í heild eru þetta um 17 þúsund magar. Mánaðarát þorsk- stofnsins 1980-86 Á grundvelli gagna um magainnihald er hægt að reikna meðalát fisks af tiltekinni stærð á tímaeiningu, að gefn- um tilteknum forsendum um meltingarhraða fæðunnar. Samkvæmt því er átið háð fæð- umagni í maga fisksins, lengd hans, og hitastigi sjávar, og er því lýst með eftirfarandi jöfnu: Át=2.6(L/40)1.15 1.09 T-6 S g/ dag þar sem L er lengd fisksins, T hitastig sjávar og S er fæðu- magn í maga fisksins. Niðurstöður útreikninga á mánaðaráti þorskstofnsins í heild og fyrir helstu flokka bráð- ar eru sýndar á 1. mynd. Heild- arát stofnsins var í hámarki árið 1980, um 300 þúsund tonn á mánuði, en minnkaði síðan ört og náði lágmarki 1982-83,130- 160 þúsund tonn. Átið óx síðan mjög ört upp í 250-290 þúsund tonn árin 198586. Augljóst er af 1. mynd að át þorsksins á loðnu fylgir heildar- átinu mjög náið í flestum tilvik- um. Þó er loðnuátið tiltölulega lítið í október 1980, þegar þorskurinn át karfaseiði þess í stað í stórum stíl. Sama á við um nóvember 1985 þegar smá- karfi og smáþorskur voru á matseðlinum í talsverðu magni. Át þorsks á rækju er oftast minna en 15 þúsund tonn á mánuði, en mest í október 1982 (52 þús. tonn) og í mars 1985 (38 þús. tonn). Át á dýrasvifi og botndýrum er tiltölulega litlum sveiflum háð. Átið á dýrasvifi er yfirleitt 10-18 þúsund tonn á mánuði og botndýraát þorsks 4-10 þúsund tonn. Tengsl loðnustofns og loðnuáts þorsks Þær miklu breytingar sem fram hafa komið í heildaráti og loðnuáti þorsks á undanförnum árum eiga væntanlega rætur að rekja til breytilegs ástands loðnustofnsins á þeim tíma. Bergmálsmælingar á stærö loðnustofnsins hafa verið gerð-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.