Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 14
Ólafur K. Pálsson fiskifræöingur Kjartan G. Magnússon stærðfræðingur 14 VÍKINGUR UM FÆDUTENGSL ÞORSKS OG LODNU Á ÍSLANDSMIÐUM Á undanförnum árum hafa farið fram allum- fangsmiklar rannsóknir á fæðu þorskstofnsins hér við land, einkum með tilliti til mikilvægis loðnu í fæðunámi hans. Rannsóknir þessar hafa verið sambærilegar hvað varðar umfang og aðferðir síðan 1980. Lengi hefur verið Ijóst að loðna er langmikilvægasta æti þorsksins. Áætlað hefur verið að hlutdeild hennar í heild- arfæðunni sé 35-40% að jafnaði yfir árið. Á vissum árstímum er vægi loðnu þó mun hærra eða allt að 80%. Er það einkum að vetrarlagi þegar loðnan gengur til hrygningar meðfram landgrunnsbrúninni fyrir norðan land og aust- an. Meginmarkmið fæðurann- sókna síðustu ára hafa verið af tvennum toga: Annarsvegar að skýra fæðuvistfræðilegt sam- spil þessara stærstu fiskstofna á íslandsmiðum, þorsks og loðnu. Hinsvegar að meta áhrif þessara fæðutengsla með tilliti til nýtingar okkar á þessum efnahagslega mikilvægu stofn- um. Þeim gögnum sem nú liggja fyrir hefur verið safnað á tveim- ur árstímum síðan 1980, þ.e. í mars 1980-88 og í október/nóv- ember 1980-83,1985 og 1988. í heild eru þetta um 17 þúsund magar. Mánaðarát þorsk- stofnsins 1980-86 Á grundvelli gagna um magainnihald er hægt að reikna meðalát fisks af tiltekinni stærð á tímaeiningu, að gefn- um tilteknum forsendum um meltingarhraða fæðunnar. Samkvæmt því er átið háð fæð- umagni í maga fisksins, lengd hans, og hitastigi sjávar, og er því lýst með eftirfarandi jöfnu: Át=2.6(L/40)1.15 1.09 T-6 S g/ dag þar sem L er lengd fisksins, T hitastig sjávar og S er fæðu- magn í maga fisksins. Niðurstöður útreikninga á mánaðaráti þorskstofnsins í heild og fyrir helstu flokka bráð- ar eru sýndar á 1. mynd. Heild- arát stofnsins var í hámarki árið 1980, um 300 þúsund tonn á mánuði, en minnkaði síðan ört og náði lágmarki 1982-83,130- 160 þúsund tonn. Átið óx síðan mjög ört upp í 250-290 þúsund tonn árin 198586. Augljóst er af 1. mynd að át þorsksins á loðnu fylgir heildar- átinu mjög náið í flestum tilvik- um. Þó er loðnuátið tiltölulega lítið í október 1980, þegar þorskurinn át karfaseiði þess í stað í stórum stíl. Sama á við um nóvember 1985 þegar smá- karfi og smáþorskur voru á matseðlinum í talsverðu magni. Át þorsks á rækju er oftast minna en 15 þúsund tonn á mánuði, en mest í október 1982 (52 þús. tonn) og í mars 1985 (38 þús. tonn). Át á dýrasvifi og botndýrum er tiltölulega litlum sveiflum háð. Átið á dýrasvifi er yfirleitt 10-18 þúsund tonn á mánuði og botndýraát þorsks 4-10 þúsund tonn. Tengsl loðnustofns og loðnuáts þorsks Þær miklu breytingar sem fram hafa komið í heildaráti og loðnuáti þorsks á undanförnum árum eiga væntanlega rætur að rekja til breytilegs ástands loðnustofnsins á þeim tíma. Bergmálsmælingar á stærö loðnustofnsins hafa verið gerð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.