Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Page 26
Guðbjartur
Gunnarsson
stýrimaöur
tók saman.
Aðalsteinn Th. Gísla-
son, öðru nafni Blá-
steinn.
26 VÍKINGUR
BLÁSTEINN
KVEÐUR
Maður er nefndur Aðalsteinn Th. Gíslason. Af mörg-
um betur þekktur undir nafninu Blásteinn. Aðal-
steinn er fæddur 22. júní 1918. Hann byrjaði sjó-
mennsku á mótorbátnum Braga frá Njarðvík 1933 en
1936 fór hann á togara og eftir það er hann á togur-
um til 1960. Þá réðst hann til Ríkisskipa og var báts-
maður á strandferðaskipunum til 1976, utan eitt og
hálft ár sem hann var hjá Eimskip. 1976 fór hann í
land og varð þá verkstjóri hjá Ríkisskipum, en er nú
hættur störfum. Aðalsteinn er maður vel hagmæltur
og man ég það, er ég var á togara í kringum 1960, að
oft var vitnað í hann af þeim sem þekktu, ef einhverj-
um varð það á að reyna að hnoða saman vísu. Og
alltaf var eins og hrifning væri í rómnum þegar
minnst var á Blástein og kveðskapinn hans. Hann
hefur haldið kveðskap sínum til haga og á orðið tals-
vert safn á skrifuðum blöðum frá ýmsum tímum.
Ekkert af kveöskap Aöal-
steins hefur verið gefiö út, utan
smá kver sem vinur hans, er
vann í prentsmiðjunni Guten-
berg, stalst til aö prenta í 30
eintökum. Tókst þeim félögum
aö selja upplagiö svo dygöi fyrir
drykkjarföngum eina nótt.
Þegar ég skoðaði lítinn hluta
af safni Aðalsteins varö mér
fljótlega Ijóst að sá á kvölina
sem á völina. Erfitt er aö velja
og hafna, þegar velja skal sýn-
ishorn skemmtilegra kvæöa til
birtingar og plássiö er takmark-
aö. Þaö sem hér birtist getur því
aöeins orðið lítið sýnishorn af
kveðskap sjómannsins Aöal-
steins Th. Gíslasonar um starf-
iö, landið og lífsviðhorf.
Helsta tómstundaiöja Aöal-
steins gegnum árin er aö yrkja.
Þaö fer því vel á því aö byrja á
hugleiðingum hans um þá iðju:
Föndrið mitt
- 9. des. 1957
Skáldapenna varla veld ég.
Vísur mínar eru, held ég
alltof klúrar fyrir fólk,
er fordast drykki nema mjólk.
Samt ég bara yrki ennþá
ódinn klúra, svo að menn þá,
sem ei vilja Ijóðin líta
láti vera þau að nýta.
Ég tel mig ekki vera verri
venjulega, en kirkjuknerri,