Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Side 29
LJÓÐAÞÁTTUR
Skórnir slitna
- 24. apríl 1979
Geng ég enn á gömlu skónum,
er gaf mér Drottinn í eina tíð.
Lítið þó væri af grundum
grónum,
geta þeir dugað enn um hríð.
Ég arka svona til æviloka.
Það eyðist sólinn, en komi gat,
klerkar á mína kistu moka
og kistan geymir hið slitna fat.
Guðinn iætur svo kannski
klossa
karlinn hafa á nýjum stað.
Þar sem sólir bjartar blossa
og blómin spretta. Já, svo
er það.
En karlinn veit að klerkar Ijúga,
þó karlinn trúi á annað líf.
En ekki á stað þar sem englar
fljúga
og aldrei kemurnein hryðja stíf.
En á líf, þar sem ennþá vaxa
allar jurtir, sem maður þarf,
fisk má veiða og líka laxa
og lýjast áfram við daglegt
starf.
Lífsviðhorf
- 30. sept. 1972
Ég trúi ei framar á gull eða glys,
það gagnslítið reynist með
lýðum.
En trúin á landið ei fýkur
sem fis,
þó fari þar stormur með hlíðum.
í æsku ég tignaði girndir
og glaum.
Á Guð ekki trúði, né landið.
Nú veit ég að slíkra ævi er aum
og ókleift að sleppa við
grandið.
Að tigna það illa en gleyma
þér Guð,
er glæpur sem vont erað skilja.
Og þó að ég komist enn
stundum í stuð
við staup, ég grunda þinn vilja.
Gömul vísa
um góðan mann:
Fíll að kröftum, fráneygur.
Fús til verka, hraður.
Öllu mætir ódeigur,
Einar bræðslumaður.
SAMÁBYRGÐ ÍSLANDS Á FISKISKIPUM
LÁGMÚLA 9,128 Reykjavík. Pósthólf 8320
Sími 681400, Telex 3163 Samins IS, Telefax 84645
Starfssvið Samábyrgðar:
Afla- og veiðarfæratryggingar
Slysatryggingar sjómanna
Skipatryggingar
Rekstur Aldurslagasjóðs fiskiskipa
Abyrgðartryggingar útgerðarmanna
Farangurstryggingar skipshafna
Endurtryggingar fiskiskipa
undir 100 rúmlestum
Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftirtaldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsyn-
legar upplýsingar varðandi tryggingar þessar og taka á móti tryggingarbeiðnum.
Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta, Reykjavík Bátatrygging Breiðafjarðar, Stykkishólmi
Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga, ísafirði Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri
Skipatrygging Austfjarða, Höfn, Hornafirði Vélbátatrygging Reykjkaness, Keflavík