Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 30
FRIVAKTIN
30 VÍKINGUR
Sú dökkbláa
Hann leit út fyrir að vera
um sjö ára gamall, pjakk-
urinn sem stóð á gang-
stéttinni og pissaði utan í
húsvegg. Frú Binna átti
leið um. Hún brosti hlýl-
ega og sagði:
— Jæja, kallinn minn,
þú ert með einn svona lít-
inn ...
Pjakkurinn leit fýlulega
á frúna:
— Maður þarf nú ekki
að draga út fleiri metra til
að míga!!
Þóra litla var send meö bréf á
pósthúsiö og haföi með sér
peninga fyrir frímerki. Þegar
hún kom heim skilaöi hún
pabba sínum peningunum.
Pabbi vildi vita hvernig hún
hefði farið aö.
— Ég beið bara þangað til
enginn var viö póstkassann og
stakk þá bréfinu í hann.
Óskar litli horfði mikið á
frænda sinn sem hafði fengið
gerviauga og spyr:
— Er það úr postulíni?
— Nei, sagði frændinn, það
er úr g/eri.
— Já, auðvitað. Annars
hefðir þú ekki getað séð í gegn-
um það.
— Feldu þig, öskraöi hún.
Maðurinn minn er að koma.
Ástmaðurinn hljóp inn i
klæðaskápinn. Þaðan heyrðist:
— Upptekið.
Yndislegur einkaritarl kom
inn til forstjórans og sagði:
— Ég hef fundið nýja stöðu.
— Fínt, vi'ð reynum hana
strax.
— Ef þú nauðgar mér,
hrópa ég.
— Það heyrir enginn til þín.
— Það veit ég vel.
Mamman kom inn í herbergi
dótturinnar á heldur óheppileg-
um tíma og hrópaði:
— Segðu honum að hætta
strax.
— Get það ekki, þú hefur
bannað mér að tala við ókunn-
uga.
Hann varáleið heim frá jarð-
arför konunnar sinnar. Þarsem
hann gekk sorgmæddur og
horfði til jarðar, sá hann ekki
blómapottinn sem datt út um
glugga á annari hæð, og fékk
hann í hausinn. Hann heyrðist
segja:
— Ég hélt ekki að þú yrðir
svona fljót upp, væna mín.
— Mamma, hvar varst þú
þegar ég fæddist?
— Ég var heima hjá ömmu,
barnið mitt.
— Og pabbi?
— Hann var í vinnunni?
— Það þýðir semsagt að
það var ekki sála heima þegar
ég kom í heiminn.
— Ég ætla að fá straujárn.
— Á það að vera gufustrau-
járn?
— Gufu, er það ekki gamal-
dags? Hafiði ekki disel?
— Ég hélt ekki að mínum
vinnustað stafaði nein hætta af
sjálfvirkninni, en nú heyri ég að
það eigi að fara að kaupa sjálf-
virka kaffikönnu.
Tveir bissnessmenn voru að
sþjalla saman.
— Ég lánaði Pétri hundrað-
þúsundkall en ég fæ hann ekki
aftur. Það versta er að ég er
búinn að týna kvittuninni, svo
ég er eiginlega ráðalaus.
— Ég gef þér gott ráð, sagði
hinn. Skrifaðu honum að þú
viljir fá tvöhundruðþúsund
krónurnar, sem hann skuldar
þér, strax borgaðar. Þá skrifar
hann til baka að það hafi
aðeins verið 100.000-,, og þar
hefur þú skuldaviðurkenning-
una.
Ferðamaðurinn stóð við
Löginn og horfði út yfir vatnið.
Þá kom hann auga á Palla
gamla, sem var að eigra þarna
um vatnsbakkann, og ávarpaði
hann:
— Heyrðu gamli minn, hef-
urðu séð Lagarfljótsorminn?
— Ojájá, svaraði Palli. En
það var nú reyndar áður en ég
I hætti að drekka.