Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 41
ÞYRLUMÁL
erum með eina þyrlu og oft er
hún óflughæf, til dæmis vegna
viðhalds eða bilana. Það er
komið að því að þyrlan er óflug-
hæf lengur og lengur á hverju
ári. Það hreinlega gengur ekki.
Óskabjörgunar-
sveitin
— Það hefur verið talað
um að staðsetja
björgunarþyrlur í hverjum
landsfjórðungi, koma upp
einskonar björgunarneti.
Hvað finnst ykkur um það?
Hver er ykkar
óskabjörgunarsveit?
Páll: Ég hef nú ekki velt
þessu svona fyrir mér, heldur
hef ég reynt að sjá einhverja
eðlilega þróun í þessum mál-
um. Mín ósk í dag er sú, að við
fengjum aðra þyrlu eins og TF
Sif. Og þá er ég að tala um að
fá hana strax. Hún yrði staðsett
meira og minna úti á landi, ekki
á neinum föstum stað, heldur
þar sem þörfin er í það og það
skiptið. En draumauppsetn-
ingu er ég ekki með núna. Jú,
við getum sagt eina stóra þyrlu
í hverju kjördæmi!
En ef við erum að tala um
svona björgunarnet, þá er
þetta alveg gífurlegt kerfi. Að
staðsetja þyrlu með áhöfn og
viðhaldsaðstöðu í hverjum
fjórðungi er náttúrlega meiri
háttar mál.
Þessar hugmyndir eru auð-
vitað ekkert nema rabb stjórn-
málamanna. Þessar hugmynd-
ir sem hafa komið upp ættu þá
eftir að fara í gegnum þingið,
velkjast þar í nokkur ár. Þess
vegna er ég að tala um þessa
þróun. Við þurfum að eignast
þyrlu eins og TF Sif. Eiga tvö
systurskip, tvær nýjar þyrlur,
þannig að önnur vær alltaf flug-
hæf og hin flughæf 50% af tím-
anum. Og þegar því takmarki
er náð, þá getum við farið að
hugsa fyrir stóru þyrlunni.
Föst staða læknis
nauðsynleg
Arnaldur: Ég á náttúrlega
einhvern draum líka, en sem
fyrsta skref, þá vildi ég hafa
tvær þyrlur og staðsetja aðra
þeirra á Norðausturlandi, en
hina á suðvesturhorninu. TF
Sif getur í raun ekki þjónað
nema Suður- og Vesturland-
inu, ekki til að bjarga mannslíf-
um. Þetta yrði auðvitað mjög
dýrt, að hafa tvær þyrlur með
tveimur áhöfnum, og ég sé ekki
að það yrði auðvelt að manna
þær báðar læknum. Ég myndi
líka vilja að í framtíðinni yrði föst
staða læknis við þyrluna, því
hingað til hafa menn staðið
þyrluvaktirnar af áhuga og í
aukastarfi og þyrlustarfið
kannski liðið fyrir það.
Undirstöðurnar fara
að hrynja
Sigurður Steinar: Minn
draumar er sá, að hér yrði ein
öflug björgunarsveit og hún
myndi náttúrlega yfirtaka björg-
unarsveit Varnarliðsins. Þær
þjóðir sem eru í NATO myndu
taka þátt í þessari björgunar-
sveit, ásamt Alþjóða flugmál-
astofnuninni og Alþjóða sigl-
ingamálastofnuninni vegna
þess að þessar stofnanir eru
settar af Sameinuðu þjóðunum
og hafa vissum skyldum að
gegna. Hér er geysilega mikil
flugumferð og þaö má ekki
gleyma henni þegar talað er
um björgunarþáttinn og síðan
eru miklar siglingar hér um
norður Atlantshaf.
Ég tel að það þyrftu að vera
minnst 3-4 öflugar björgunar-
þyrlur í þessari sveit, þyrlur
með afísingarbúnaði. Aðal-
stöðin yrði annaðhvort í
Reykjavík eða í Keflavík, en
síðan hefðu þessar vélar að-
stöðu á ísafirði, Akureyri og
Neskaupstað þar sem yrði flug-
skýli, aðstaða fyrir áhafnir og
minni háttar viðgerðir. Það
skiptir mjög miklu máli að þyrlur
séu staðsettar úti á landi, því
þær þurfa helst að vera í nám-
unda við skipaflotann.
Við hjá Landhelgisgæslunni
höfum bakkað mjög mikið með
okkar kröfur. Við vorum alltaf
að tala um að kaupa eina stóra
og öfluga björgunarþyrlu með
afísingarbúnaði, en það virðist
hreinlega ekki vera grundvöllur
fyrir þeirri hugmynd. Menn
hlusta ekki á þetta og það er
alltaf verið að tala um einhverja
aura og það viröast ekki neinir
peningar mega fara í þetta, en
hins vegar þarf að byggja Þjóð-
arbókhlöðu, Listasafn eða eitt-
hvað annað. Þá eru alltaf til
peningar.
Hins vegar eins og staðan er
í dag, þá þurfum við þyrlu eins
og TF Sif ekki seinna en á
miðju þessu ári. Þæryrðu gerð-
ar út frá t.d. Reykjavík, en við
hefðum svo aðstöðu úti um
land. Mér finnst alveg út í hött
að tala um að staðsetja þyrlur
úti á landi, því menn eru að tala
um mikla peninga í sambandi
við þessa þyrlu sem við viljum
fá, en það eru helmingi hærri
upphæðir sem þyrfti til að setja
þyrlur út á land.
Ég tel að ef ekkert verður að
gert núna, þá fari þessar undir-
stöður sem við höfum verið að
byggja undir okkur að molna.
Og þær geta hrunið nokkuð
hratt. Ef menn þykjast ekki hafa
efni á að kaupa þyrlu sem kost-
ar kannski á bilinu 280-340
milljónir króna, þá er þessi þjóð
illa stödd.
Aö staðsetja þyrlu
með áhöfn og
viðhaldsaðstöðu í
hverjum fjórðungi
er náttúrlega meiri
háttar mál.
VÍKINGUR 41