Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 48
nyjuriGAR TÆKNI Mynd frá METE0SAT2 sem nær frá Sahara til norður Noregs. Þetta veðurtungl er kyrrstætt yfir míðbaug og tekur því allar myndir frá sama sjónarhorni. Útlín- ur landanna eru forrit- aðar inn I mynni tungls- ins og sjást því undir skýjabreiðunni. Það er erfitt að sjá útiínur ís- lands á þessari mynd, en ef vel er gáð má sjá landið undir tölunni 45. Jaðarsvæðin efst á myndinni þarf að með- höndla í tölvu til að sjá hvernig veðrið er. 48 VÍKINGUR spá til eins, tveggja eöa þriggja sólarhringa. Veöurspáin er ekki staðreynd svo að veðrið getur orðið öðruvísi en gert var ráð fyrir í spánni. Veðurspáin byggir líka á mörgum veður- þáttum sem hafa verið athug- aðir á mörgum stöðum samtím- is, bæði í landi og um borð í skipum. Á sumum hafsvæðum eru skipaferðir fátíðar og ann- arsstaðar eru of fá skip sem gera veðurathuganir. Þetta hefur í för með sér að veður- spáin byggir á ónógum upplýs- ingum og veðurfræöingar verða því að áætla legu þrýsti- lína og þar með staðsetningu hæða og lægða. Með tilkomu veðurtungla sem annaðhvort eru staðbundin yfir miðbaug (METEOSAT2) eða hringsóla umhverfis jörðina (NOAA) geta veðurfræðingarnir með allmik- illi nákvæmni staðsett hæðir og lægðir. Veðurtunglin senda til jarð- arinnar myndir sem annað- hvort eru venjulegar Ijósmyndir eða hitamyndir (myndavélin nemur hitageisla frá jörðinni). Fram að þessu hafa tækin sem notuð eru til að taka við myndum frá tunglunum verið nokkuð dýr og auk þess fyrir- ferðarmikil. En tækninni fleygir fram og nú eru þessi tæki á viðráðanlegu verði, auk þess sem þau eru fyrirferðarlítil, vega aðeins 6 kg. Vestur- þýska fyrirtækið KOEL ELEKT- RONIK GMBH sérhæfir sig í móttökubúnaði til viðtöku á myndum frá veðurtunglum og var tæki frá þessum framleið- anda sýnt af ísmar hf. á sýning- unni Betri brú. Tækiö sem nefnist MOBSAT getur geymt mest þrjár myndir sem teknar eru í röð yfir nokkurt tímabil. Þegar þær eru kallaðar fram verða þær eins og hreyfimyndir og sýna þá hreyfingu veður- kerfanna. Skipstjórinn getur þá fengið hugmyndir um hraða skila, hreyfingu þokubakka og skýja og séð hvort stormur er í aðsigi. Enga sérstaka stillingu þarf að gera á MOBSAT og loftnet þarf ekki að stilla eftir að það hefur verið sett upp. Þegar kveikt er á tækinu tekur það á móti myndum um leið og þær berast frá veðurtunglunum. Við ísland er best að nota myndir frá NOAA tunglunum, myndir frá METEOSAT2 tunglunum þarf að meðhöndla í tölvu til að þau verði læsileg þar sem ís- land er það norðarlega á hnett- inum. NOAA tunglin taka myndirn- ar á mismunandi tímum frá mismunandi sjónarhornum. MOBSAT býður upp á þann möguleika að geyma myndirn- ar í röð og þá er hægt að fá þær fram í röð og sjá þannig breyt- ingu sem hefur orðið yfir tiltekið tímabil. Út frá því má síðan áætla þær breytingar sem framundan eru. Myndir sem teknar eru í léttskýjuðu veðri sýna hvernig hafísjaðarinn liggur. Til að gera sér betur grein fyrir hvernig veðrið er þarf að bera saman hitamynd og Ijós- mynd. Það sem hvítt er á hita- myndinni er kalt þess vegna eru öll háský hvít, en lágský og þoka eru dekkri. Á Ijósmyndinni eru öll ský og þoka hvít og með samanburðinum má því sjá hvaða ský eru lágský og þá hugsanlega þokuský. Skjár MOBSAT er svart-hvítur, en hægt er að tengja litaskjá við tækið og greina hitamyndirnar betur með litnum. Umboð hér á landi fyrir KOEL ELEKTRONIK GMBH hefur ísmar hf., Síðu- múla 37, Reykjavík. Kringlunnl. Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta. Eigum ávallt tilbúin lyfjaskrín fyrir vinnustaði, bifreiðar og heimili. Almennur sími 689970. Beinar línur fyrir lækna 689935.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.