Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Side 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Side 54
Utan úp hdmi Þótt erfiðleikar væru i skipasmíðaiðnaðinum jókst skipastóll heims- ins um 7 milljón tonn. Þrjúhundruð fermetrar horfnir í hafið. framkvæmdastjóra sem hefur að því er best verður séð, fjölg- að um helming á áratugnum á sama tíma og skipaútgerðir um allan heim eru að leita allra hugsanlegra leiða til að gera hlutina ódýrari en þeir eru í dag. Fækkun þeirra á kannski og vonandi eftir að verða verkefni næsta áratugar þegar ekki verður lengur unnt að fækka í áhöfnum skipanna. Kyrrsetning Stórflutningaskipið Evryalos (60.136 DTW), skráð á Kýpur, var kyrrsett í New Orleans í október síðastliðnum eftir að áhöfn skipsins hafði borið fram kvartanir til ITF. Sautján af nít- ján Filippseyingum í áhöfn skipsins kærðu á þeim for- sendum að þeir fengju lægri laun heldur en kýpverskir samningar þeirra sögðu til um og aðbúnaður þeirra um borð væri slæmur. Við athugun kom í Ijós að salerni þau sem undir- mönnum var boðið upp á voru ekki vatnssalerni og að drykkj- ar- og baðvatn þeirra kom beint frá Mississippi. Áhöfnin átti inni verulegar yfirvinnugreiðslur og kom í Ijós að þeir höfðu orðið að skrifa undir samning um að þeir fengju ekki yfirvinnugreiðslur fyrr en eftir 48 stunda sam- fellda vinnu. Krafa þessara sautján manna hljóðaði upp á samtals um 70.000 dollara. Kaupskip heimsins Á síðasta ári stækkaði kaup- skipastóll heimsins um hvorki meira né minna en 7,1 milljón brúttótonn (grt) og er það í fyrsta sinn síðan árið 1982 að aukning verður á honum. Er kaupskipaflotinn nú í 410,5 mill- jón tonnum. Líbería á enn stærsta kaupskipaflotann, meö 47,9 milljón tonn og hálfri mill- jón tonnum neðar kemur Pan- ama þar sem skipastóllinn hef- ur á síðustu tíu árum tvöfaldast aö tonnatölu. Ekki hafa þó öll ríki aukið við sig en Japanir sem eru í þriðja sæti máttu þola minnkun á flota sínum um fjórar milljónir tonna. Mesta aukning varð þó á norska kaupskipa- flotanum og jókst hann um 6,2 milljónir tonna og er það að sjálfsögðu vegna skráningar- fána þeirra NIS. Lélegir skipsskrokkar Þegar horft er um öxl og íhuguð öll þau slys og óhöpp sem orðið hafa í sambandi viö risaolíuskip þá er ekki að undra þóttvátryggjendurséu uggandi yfir ástandi þessara skipa. Hið 14 ára gamla olíuskip Pacificos sem er 270.000 dwt og skráð á Kýpur varð fyrir því sérkenni- lega óhappi I október síðast- liðnum að 300 fermetrar féllu úr síðu skipsins. Pacificos var á siglingu undan suðaustur- strönd S-Afríku þegar óhappiö varð og kom gatið á kjölfestu- tank í bakborðssíðu skipsins. Farmi skipsins var dælt yfir í annað tankskip á hafi úti. Við skoðun á skipinu, þegar til hafnar kom, kom í Ijós að ekki var ástand stjórnborðssíðu skipsins betra því að horfa mátti í gegnum tæringargöt á henni. Hvað skyldu mörg ol- íuskip i slíku ástandi vera á sigl- ingu á heimshöfunum? 54 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.