Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Page 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Page 62
Gámur skrifar 62 VÍKINGUR „ÉG SKIPTI -spjallað í talstööina Mikil átök hafa verið í gangi vegna fiskverðs- ákvörðunar, en nýtt fiskverð átti að liggja fyrir 1. febrúar, en það náðist ekki. Menn í verðlagsráði sjávarútvegsins hafa verið að ræða um að -mark- aðstengja- fiskverð með einum eða öðrum hætti. Svo virðist sem það muni ekki takast og ef ákvörðun um nýtt fiskverð verður vísað til yfir- nefndar Verðlagsráð, munu fulltrúar sjómanna ekki taka þátt í því. Þar með væri Verðlagsráð sjávarútvegsins búið að vera. Til þess má ríkis- stjórnin hugsa, vegna þess að ríkisstjórnir liðinna ára og áratuga hafa notað yfirnefnd Verðlagsráðs og ákveðið fiskverð eftir eigin höfði í gegnum oddamann í yfirnefndinni sem ríkisstjórnin skipar. Það yrði því söguleg stund ef fulltrúar sjómanna segja sig úr Verðlagsráði og það legðist af. Það varð enginn smá hvellur þegar Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna-og fiski- mannasambandsins lýsti því yfir í DV á dögunum að hann myndi ekki skrifa undir drögin að kvóta- frumvarpinu og jafnvel að hann segði sig úr ráð- gjafanefndinni, sem haföi frumvarpsdrögin til meðferðar. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra hringdi þegar í stað til Guðjóns og var reiður. Það var víst ekkert barnahjal sem þeim fór á milli. Daginn eftir boðaði Halldór Ásgrímsson fulltrúa Farmannasambandsins til fundar við sig í ráðu- neytinu. Þeim þótti það skrýtið Farmannasam- bandsmönnum að um leið og þeir komu í biðstof- una að skrifstofu sjávarútvegsráðherra, gekk Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ út af skrif- stofu Halldórs. Það er víst ekki of sögum sagt af því að þær eru ekki margar ákvarðanirnar sem Halldór Ásgrimsson tekur án þess að bera þær fyrst undir Kristján Ragnarsson. Einu sinni á þingi Landssambands íslenskra út- vegsmanna þegar Halldór Ásgrímsson var nýbúinn að flytja ræðu, vék sér maður að Kristjáni Ragnarssyni og sagði: „Þér hefurtekist betur upp með ræðuna fyrir hann núna en í fyrra.“ Öllu gamni fylgir nokkur alvara. í yfirlýsingu Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra, til aðila vinnumarkaðarins þegar skrifað var undir nýja kjarasamninga á dögunum, stendur að komið skuli upp aflamiðlun í landinu. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta mál hefur dregist. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra nefndi þetta fyrst haustið 1988. Síöan hefur ekkert gerst. Þar kemur bæði til að LÍÚ vill ekki þessa aflamiðlun og Jón Baldvin Hannibalsson, vill ekki missa úthlutunarleyfi á gámafiski úr sínu ráðuneyti. Halldóri hefur ekkert gengið að koma aflamiðluninni á. Ef til vill gengur það betur þegar Steingrímur leggst á sveif með honum. Sú ákvörðun Óskars Vigfússonar, formanns Sjómannasambandsins, að fylgja ekki Guðjóni A. Kristjánssyni og neita að skrifa undir kvótafrum- varpsdrögin, fór í taugarnar á mörgum forystu- mönnum sjómannafélaga útum land. Elías Björnsson, formaður Jötuns í Vestmannaeyjum, var hreint útsagt æfur. Hann lýsti yfir furðu sinni á þessari ákvörðun Óskars í fjölmiðlum. Og þeir voru fleiri sem voru óánægðir með þessa ákvörð- un Óskars. Talið er víst að nokkra breytingar verði gerðar á kvótafrumvarpinu þegar það kemurtil meðferðar á Alþingi. Nær víst má telja að kvóti verði tengdur byggðarlagi með einum eða öðrum hætti, svo miklu fylgi á sú hugmynd að fagna meðal alþing- ismanna. Patreksfjarðarvandræðin kenndu mönnum ákveðna lexíu. Þá er vitað að lagt verður til að banna kvótasölu. Það verður ekki eins létt að koma því fram, vegna þess að ef kvótasala verður bönnuð er kvótakerfið hreinlega hrunið. Það hangir saman á verslun með óveiddan fisk. Forystumenn sjómanna í Vestmannaeyjum fullyrða að erlendir fiskkaupendur hafi í fjöl mörg- um tilfellum keypt kvóta fyrir báta í Eyjum seinni hluta ársins 1989. Eina skilyrðið var að þeir fengju fiskinn á föstu verði fram hjá fiskmarkaði. Þetta er sagt færast mjög í vöxt, ekki bara í Vestmanna- eyjum heldur um allt land. Það er greinilegt að ótti margra um að útlendingar ráði yfir aflakvótanum eftir nokkur ár, viröist ekki út í hött. Þá hafa menn ekki síður áhyggjur af bátakaup- um stærstu togsaraútgerðarfyrirtækjanna, til þess eins að fá af þeim botnfiskkvótann. Þannig hafa þeir Samherjamenn, Skagstrendingar og eigendur aflatogarans Guðbjargar ÍS verið stór- tækir í bátakaupum. Útgerð Guðbjargar ÍS keypti á einu ári 6 báta og stóð þá uppi með sama kvótamagn og hún hafði þegar kvótakerfið var sett á. Svo mikinn kvóta hafði Guðbjörgin misst eins og aðrir Vestfjarðartogarar. Menn óttast að innan skamms tíma verði útgerð á íslandi aðeins í höndum fárra en mjög stórra útgerðarfyrirtækja. Ekki tókst að frysta nema 600 lestir uppí þær 3.700 lestir af demantssíld sem Japanar voru tilbúnir til að kaupa á síðustu vertíð. Ástæðan fyrir þessu er sú að stórsíldin gekk mjög seint á miðin, alveg eins og loðnan. Það var ekki fyrr en seinni- partinn í janúar sem demantssíldin lét sjá sig að einhverju ráði. En kerfið hafði ákveðið að veiðun- um skyldi hætt 20. janúar. Það skipti engu máli þótt einhver ruglingur í náttúrunni tefði síldar og loðnugöngurnar. Kerfið blífur hvað sem náttúran segir.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.