Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 14
FYRIR MER ER AFLAMARKIÐ Ég hef ekki ástæöu til að ætla annaö en aö tillögur Hafrann- sóknastofnunar á þessu sviði séu trúverðugar og þaö hefur ekki verið sýnt fram á annaö. 14 VÍKINGUR stuðst þegar við mótum nýjar tillögur. En það er enginn vafi á að þarna eigum við eftir að afla okkur meiri þekkingar, sem væntanlega fæst með fjöl- stofnarannsóknum." Hefur ekki verið sýnt fram á annað — Gerðar hafa verið nokkr- ar rannsóknir á fæðusamsetn- ingu þorsks á íslandsmiðum. Þessar rannsóknir eru að vísu ekki mjög ítarlegar, en þar hef- ur þó komið fram ábending um að þorskurinn sæki mismikið í rækju eftir þvi hvað hann hefur mikið af öðru æti. Mismunurinn getur verið allt upp undir 40 þúsund tonn á mánuði og þá er eingöngu rætt um át þorsksins á rækju, því lítið eða ekkert er vitað um ásókn annarra fiska í rækjuna. í versta falli getur því munað yfir 400 þúsund tonnum af rækju á milli ára á áti þorsks- ins eingöngu. Á sama tíma og þessar ábendingar koma fram og æ síðan hefur Hafrann- sóknastofnun verið að velta fyrir sér hvar á bilinu 28.000 til 35.000 tonna af rækju hún eigi að mæla með að leyft verði að veiða. Finnst þér þetta vera trú- verðug ráðgjöf? „Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að tillögur Haf- rannsóknastofnunar á þessu sviði séu trúverðugar og það hefur ekki verið sýnt fram á annað." — Hvalur, selur og ekki síst fugl eru harðir keppinautar okk- ar um fiskinn í sjónum. Þessir keppinautar okkar hafa ekkert mat á seiðaeldi og smáfiska- drápi. Telur þú að við eigum að mæta þessari samkeppni og þá hvernig? „Það eru engin ný sannindi að það er orsakasamhengi í líf- keðju náttúrunnar. Við íslend- ingar höfum haft þá afstööu að það væri nauðsynlegt að nýta lifríki sjávarins, þar á meðal hvalina, til að viðhalda eölilegu jafnvægi. Barátta okkar fyrir hvalveiðum hefur ekki hvað síst byggst á því grundvallar- sjónarmiði. í þessu ráðuneyti höfum við ekki, enn sem komið er, beint athygli okkar að fuglin- um, en ugglaust hefur hann einhver áhrif í þessu sam- hengi.“ Aðallinn og kvótakaup — Kvótinnerafleiðingþess- arar fiskræktunarstefnu sem við höfum tekið upp. í leiðara í Sjómannablaðinu Víkingi var því spáð, þegar kvótafrum- varpið var f undirbúningi á síð- asta ári, að ef það yrði að lög- um gæti fyrr en varði .„. . allur fiskiskipastóll landsmanna verið kominn á hendur 10 til 15 manna, sem þá„ eiga“ líka allan fiskinn í sjónum umhverfis ís- land. Þá er upprisinn hinn nýi aðall á íslandi, aðall sem ákveður hvar sjómenn og fisk- verkafólk á að búa, hvað það á að bera úr býtum og hvaða mannréttinda það á að njóta“. Núna, níu mánuðum eftir að lögin tóku gildi, er miklu meira af þessari vondu spá komið fram en höfundur leiðarans ótt- aðist að gæti gerst á svo stutt- um tíma. Það nýjasta á þeim vettvangi er að útgerðarmenn í Vestmannaeyjum þvinga sjó- menn til að kaupa kvóta með sér, að viðlögðum atvinnu- missi. Hvert er þitt mat á þess- um þætti kvótalaganna? „Ég lít svo á að kaup á kvóta séu hluti af útgerðarkostnaði. Það er eðlilegt að mínu mati að útgerðarmenn og sjómenn semji um það sín á milli hvort sjómenn eigi að taka þátt í kostnaði viö útgerðina. Hafi þeir í sínum samningum, eins og mér skilst að sé í a.m.k. mörgum samningum, ákvæði um aö sjómennirnir taki ekki þátt f útgerðarkostnaði, þá er þetta fullkomlega óeðlilegt. Al- mennt er ég þeirrar skoðunar að sjómenn eigi ekki að taka þátt í útgerðarkostnaðinum. Megin markmið allra er það að veiðarnar séu stundaðar með sem hagkvæmustum hætti. Þegar fiskiskipaflotinn og sóknargeta hans er meiri en afrakstursgeta fiskstofnanna, komast menn ekki hjá því að vinna að því að flotinn minnki. Menn getur greint á um hvort heppilegra sé að gera það eftir einni leið eða annarri, en þetta markmið hafa menn sett sér og um það hefur ekki verið deilt. Það er óhjákvæmilegt, burt séð frá hvaða kerfi við notum, að fiskiskipunum fækki. Ég hef hins vegar verið þeirrar skoð- unar að það sé eðlilegt að út- gerðarfélög, sem ráða yfir kvóta yfir einhverju ákveðnu marki sem menn koma sér saman um, starfi sem opin hlutafélög. Þetta er eitt þeirra atriða sem ég tel að eigi að koma til mjög gaumgæfilegrar skoðunar við endurskoðun lag- anna.“ Nauðsynlegt að styrkja vaxtarsvæði á landsbyggðinni — Nýlegasáéghafteftirþér í fyrirsögn í blaði að þú teldír það vænlegustu leiðina til til- færslu aflaheimilda milli kjör- dæma og innan þeirra að stórir staðir eflist á kostnað hinna minni. Var þetta rétt eftir þér haft? „Þar var ég nú fyrst og fremst að vísa til þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað um byggða- mál að undanförnu. Menn í flestum stjórnmálaflokkum hafa við endurmat á byggða- stefnu verið þeirrar skoðunar að það væri nauðsynlegt að styrkja vaxtarsvæði á lands- byggðinni þannig að þar mynd- uðust sterkari heildir. Það væri eina leiðin til að mynda öflugt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.