Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 46
Hilmar
Snorrason
skólastjóri
Bikarhafinn Hoverspeed
Great Britain leggur frá
New York.
Gámi lyft af vagni í nýj-
um gámakranahermi.
46 VÍKINGUR
Utan úr hcimi
Blái borðinn
Alltaf er veriö aö slá ný met
eins og ég hef áður komið inn
á. Nú hefur 39 ára gömlu meti
farþegaskipsins United States
verið hnekkt. Hér var um að
ræða hinn fræga Bláa borða
sem ferjan Hoverspeed Great
Britain hreppti. Meðan stóru
farþegaskipin ristu Atlantshafið
með miklum Ijóma og glæsi-
leika var keppnin hörð um
þennan titil og að sjálfsögðu
þjónaði titillinn metnaðargirni
farþeganna. Margir lögðu allt
að veði til að hreppa bikarinn,
sumir unnu en aðrar ferðir end-
uðu þó með ósköpum eins og
ferð Titanic hér um árið. Það
varð því mikil gleði í Englandi
þegar titlinum var náð aftur af
Bandaríkjamönnum eftir svo
langan tíma. Þótt bikarinn sem
þessum titli fylgir sé kominn til
Englands verður þó heiðurinn
sem þessu fylgir enn tileinkað-
ur United States þar sem Hov-
erspeed Great Britain var og er
ekki í áætlunarsiglingum yfir
Atlantshafið heldur þjónar
ferjuleið á Ermasundi.
Skipasmíðar
Ekki hefur farið mikið fyrir
Ecuador í hugum okkar sem
sigiingaþjóð. Kaupskipaútgerð
þeirra er rekin af hernum og
einkafyrirtæki eiga þar erfitt
uppdráttar en þó er þar eitt slíkt
til, Naviera del Pacifico, í einka-
eign. Þetta skipafélag stendur
á traustum grunni en þeirra að-
alflutningur er bananar sem
jafnframt er aðalútflutningur
þeirra Ecuador-manna. En
þegar flutningur er fyrir hendi
þá þarf að eiga skip til að flytja
hann. Þá kemur að vandanum
hvernig eigi að fjármagna
skipakaup eða smíði. Þeir hjá
sem eflaust á eftir að verða
skipaeigendum hjálplegt til aö
stytta hafnartíma skipa.
Naviera eru ekki ráðalausir en
þeir eru aö láta smiða þrjú skip í
Júgóslavíu og borga einfald-
lega með banönum. Má því
fastlega gera ráð fyrir að ban-
anar verði standandi út úr
munnum Slava á næstunní.
Hvað ætli þessi skip verði svo
kölluð?
Þjálfunarhermar
Það eru fleiri en skipstjórnar-
og vélstjórnarmenn sem þjálf-
aðir eru í samlikjum því nú hef-
ur verið komið upp gámakrana-
hermi í Melbourne í Ástralíu.
Þar fer fram þjálfun stjórnenda
gámakrana. Viðkomutími skipa
í höfnum er skípafélögum dýr-
mætur og því var oröin full þörf
á að hleypa af stokkunum slík-
um hermi. í honum er líkt m.a.
eftir veðuráhrifum, föstum
gámaskóm og bilun i festingum
i gámaoki. Þrívíddarmynd er
það sem kranastjórnandinn sér
út um gluggana á stjórnklefan-
um þar sem vagnar koma með
gámana og síðan eru þeir lest-
aðir um borð í gámaskip. Plott-
er skráir allar aðgerðir stjórn-
andans og er því auðvelt fyrir
nemandann og kennarann að
sjá hvar skóinn kreppir að í híf-
ingum. Hér er því komið tæki