Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 10
FYRIR MER ER AFLAMARKID
Ég hef beitt mér
fyrir meiri
samvinnu og
samráði á milli
þeirra sem vinna í
greininni og
vísindamannanna.
10 VÍKINGUR
um og fleira sem á aö miða aö
meiri viðgangi stofnanna og
bættri nýtingu þeirra. Spyrill vill
fræðast um viðhorf sjávarút-
vegsráðherrans til þessa, bein-
ir viðtalinu inn á þá braut og
spyr:
— Hvað telur þú að muni
valda þessum gífurlega sam-
drætti í þorskstofninum sem við
stöndum núna andspænis og
höfum aldrei séð neinn líkan
fyrr?
„Það eru ugglaust margar
skýringar á því. Ein er sú að við
höfum veitt raunverulega
meira heldur en óhætt var, við
höfum ekki treyst okkur til að
fylgja nægjanlega eftir tillögum
fiskifræðinga á undanförnum
árum. Önnur skýring kann að
vera að skilyrðin í sjónum hafi
breyst með þeim hætti og haft
þessi áhrif sem við ráðum ekki
við. Hér á kunna líka að vera
margar fleiri skýringar. Aðal-
atriðið í þessu er aö við verðum
að byggja okkar ákvarðanir um
varðveislu og nýtingu þessarar
auðlindar á grundvelli bestu
þekkingar sem kostur er á.
Vitaskuld eru hafrannsóknir og
rannsóknir á nytjafiskum okkar
ekki þau nákvæmnisvísindi að
hægt sé að fuliyrða að niður-
stöður sem fengnar eru á þeim
vettvangi séu óyggjandi og
óhrekjandi. En þetta er besta
vitneskja sem við höfum.
Ég hef talið æskilegt að vís-
indamenn okkar fengju að-
stöðu til að svara miklu fleiri
spurningum en þeir hafa getað
svarað til þessa. Þess vegna
hef ég beitt mérfyrir því að stór-
efla Hafrannsóknastofnun og
hef tryggt að hún getur nú ráð-
ist í mjög umfangsmikið rann-
sóknaverkefni, fimm ára verk-
efni tíl fjölstofnarannsókna sem
á að leiða til meiri vitneskju á
heildarsamhenginu í sjónum.
Ég hef líka beitt mér fyrir meiri
samvinnu og samráði á milli
þeirra sem vinna í greininni og
vísíndamannanna."
Þekking tii eigin
nota og útfiutnings
— Hvemig er það tryggt að
Hafrannsóknastofnun geti ráð-
ist í þetta mikla verkefni?
„Það er búið að útvega fé.“
— Hvaðan kemur það?
„Ég tók þá ákvörðun að
leggja til að byggðaverkefni
hagræðingasjóðs yrðu lögð
niður og þeim aflaheimildum
sem búið var að úthluta hag-
ræðingasjóði yrði varið til haf-
rannsókna. Ég mat það ein-
faldlega svo að þar væru meiri
og brýnni verkefni sem við
þyrftum að takast á við. Með
þessu móti tókst mér einnig að
afla viðbótarfjármagns til
þessa verkefnis, til þess að
hægt væri að fara af stað með
þessa viðamiklu rannsókna-
áætlun."
— Vitað er að lítil eða engin
aðsókn hefur verið að námi í
fiskifræðum á liðnum árum og
flestir fiskifræðingar þjóðarinn-
ar eru þegar í starfi hjá Haf-
rannsóknastofnun. Er við þær
aðstæður hægt að tryggja
mannafla til þessara viðbótar-
rannsókna?
Já, stofnunin telur að hún
geti gert það. Það verður meðal
annars gert með auknu sam-
starfi við Háskóla íslands, sem
á þátt í þessari rannsóknaáætl-
un. Ég tel að við þurfum að
hyggja miklu meira að mennt-
un í sjávarútvegsfræðum, fiski-
fræði og haffræði heldur en við
höfum gert og ég fagna aukn-
um áhuga háskólayfirvalda,
sem hefur komið fram nýlega,
á þessu sviði. Ég held að það
sé líka nauðsynlegt að huga að
þessu annarsstaðar í skóla-
kerfinu. Við búum yfir mikilli
þekkingu og ég tel að við ætt-
um að leiða hugann að því að
við gætum haft af því atvinnu
að miðla öðrum þjóðum af
þeirri þekkingu, ef við tækjum
fræðslumálin föstum tökum og
settum okkur háleit markmið í
þeim efnum."
Ákaflega margt
breytt
— Þú nefndir ofveiði sem
eina aðaiástæðu þess hversu
illa er komið fyrir þorskstofnin-
um. Þegar litið er yfir þorsk-
veiðar okkar á þessari öld kem-
ur í Ijós að þær hafa lengst af
verið stundaðar uppi á grunn-
slóð á bátum og togurum i mikl-
um mæli. M.ö.o. var mikill hluti
þorsksins veiddur á hrygning-
ar- og uppeldisstöðvum allt
fram að þeim tíma að við rákum
útlendinga af miðunum. Þrátt
fyrir þessa veiði — sumir segja
vegna þessarar veiði — hélst
stofninn í þokkalegu jafnvægi
áratugum saman. Að vfsu voru
sveiflur í veiðinni, stundum
langt upp fyrir það sem orðið
hefur síðan en aldrei nærri jafn-
langt niður og við erum að
kynnast nú. Eigum við ekkert
tillit að taka til þessarar reynslu
þegar við ákveðum fiskveiði-
stefnu?
„Þarna verða menn vitaskuld
að hafa í huga að það hefur
ákaflega margt breyst á þess-
um langa tíma, sem er nútíma
sjávarútvegssaga þessarar
þjóðar. Á þessum tíma sem þú
gerir að umtalsefni, breytast
m.a. skilyrðin í hafinu mjög
verulega. Framhjá slíkum
grundvallarbreytingum er ekki
hægt að horfa.
í annan stað verðum við að
horfa á að veiðarnar hafa
breyst að því leyti að við höfum
verið að nýta stofna sem við
gerðum ekki áður, loðnuna og
rækjuna. Þegar litið er á allan
tímann í samhengi sést að það
er ekki mikil breyting á heild-
arafrakstri miðanna. Við meg-
um ekki horfa á einstaka af-