Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 21
Viðtal Eigendurnir taka á móti nýju skipi. Frá vinstri: Jóhann Simonarson, Ingimar Halldórsson, Jóhann I. Ásgeirsson, Helga Gunnarsdóttir, Barði Ingibjartsson og fulltrúi skipasmíðast- öðvarinnar Quinn Refsl- and. austur eins og hinir. Skipin voru aö fá þetta frá einu og upp í sex tonn í holi. Ég var afskaplega ósáttur viö aö fara þetta og ég tók ekki nema eitt einasta hol þarna og keyrði svo rakleitt til baka, bölvandi og ragnandi enda fóru í þetta 12 tímar. En viti menn, um leið og kom út úr hólfinu þá er allt svart þar af lóði. Viö tókum þrjú hol og feng- um 100 tonn í þeim sem nægðu til aö fylla skipið. Viö sögðum svo frá þessu á þriöja holi og þá komu skipin og þarna varö svo óhemju veiði. Þeir héldu að ég væri að Ijúga Ég man líka eitt dæmi frá því ég var á síldinni. Við vorum að koma norðan að, það var öll síld búin þar. Það var laugar- dagur að morgni og við vorum á keyrslu suðureftir. Það spáði alveg rosalega illa og engin skip á sjó og ég segi svona við strákana: Nú sláum við þessu bara upp í kæruleysi og skell- um okkur á ball í Neskaupstað annað kvöld. Þegar ég átti eftir 70 eða 80 mílur í Dalatanga koma í mig bakþankar; það sé nú líklegt svæði þarna, mjög gott síldarsvæði. Veðrið að batna hjá okkur og þótt allur flotinn sé í landi sé nú allt í lagi að kíkja á þetta, svo ég segi við strákinn sem var á vakt að ég ætli að láta reka þarna fram á morgun og bið hann að ræsa mig klukkan sex. Það voru allir fúlir og vitlausir yfir því hvern andskotann ég væri að gera þarna, svo ég segi við þá að ef ég finni ekkert þarna þá verði ég kominn inn fyrir ball. Svo líð- ur og bíður og klukkan sex er komið ágætis veður en helvítis undiralda. Ég keyri þarna út og þegar viö vorum komnir um 100 mílur út af Dalatanga hitti ég á torfu og hún var virkilega stór. Við köstuðum á hana og þarna háfuðum við okkur sneisafulla. Það liðu þrír tímar frá því kastað var og þangað til við vorum komnir á landleið. Þegar við er- um að enda við að háfa þá heyri ég að radíóin á Dalatanga og Neskaupstað eru að ræða saman. Þá segir Neskaupstað- ur að það sé nú meira andskot- ans veðrið sem hafi gengið yfir um nóttina, það hafi fokið járn- plötur og bátarnir í helvítis lát- um þarna í höfninni. Hinn segir að það sé sama sagan hjá sér og það sé næsta víst að það sé enginn bátur á sjó. Þá kalla ég í hann og segi að viö séum að Ijúka við að háfa hérna í fullt skipið úr einu kasti og hér sé ágætis veður. Það varð gjör- samlega sprenging í loftinu. Þeir sem lágu í landi hlustuðu auðvitað grannt eftir öllu á bylgjunum og það var kallað og kallað því þeir héldu að ég væri aö Ijúga. Á landleiðinni mætt- um við svo öllum flotanum á útleið og við náðum á ballið. Svona hlutir gerast hjá öllum skipstjórum, þetta bara skeður þegar síst varir og maður á ekki von á neinu.“ VÍKINGUR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.