Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 25
STORBÆTT AÐSTAÐA BJÖRGUNARSTÖDVAR SVFÍ Björgunarstjórnstöö Slysa- varnafélags Isíands hefur veriö flutt á efstu hæö Slysavarna- hússins en haföi áöur aösetur á fyrstu hæö. Nú starfar björgun- arstöðin í rúmgóðum sal ásamt Tilkynningaskyldunni og að- staöa er mun betri en áöur til aö sinna öllum þeim verkefnum sem þarna eru unnin. Gamla fundarsalnum sem var á efstu hæö Slysavarna- hússins hefur veriö breytt þannig aö innst er stjórnstööin og Skyldan í mjög rúmgóöum sal. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja því hvelfing hússins er látin njóta sín. Vinstra megin þegar gengiö er inn er funda- og kennslusalur sem rúmar 50- 60 manns meö góöu móti. Á móti eru svo þrjár skrifstofur starfsmanna björgunardeildar. Rýmiö viö stigann hefur veriö lokaö af og þar fyrir innan er rúmgóöur setkrókur og kaffiaö- staöa starfsfólks. Setkrókurinn er einnig ætlaður fyrir gesti og er fyrirhugað aö þar liggi frammi ýmis áhugaverð blöö og upplýsingar fyrir björgunar- sveitarmenn og annað slysa- varnafólk. Á efstu hæöinni er einnig skrifstofa framkvæmda- stjóra félagsins. Ný örbylgju miðunarstöð Tækjabúnaður stjórnstöðvar og Skyldu er að mestu sá sami og áður en komið var fyrir nýrri örbylgju miðunarstöö sem get- ur miðað á öllum tíönum skipa og flugvéla. Þetta er eina miö- unarstöðin í Reykjavík sem getur miðaö neyðartíðni skipa og flugvéla og er vöktuö allan sólarhringinn. Frá því miðunar- stööin var tekin í notkun hefur hún verið notuö meö góðum ár- angri viö þrjú neyðartilvik. Stjórnborð eru tvö, annað fyrir Tilkynningaskylduna en hitt vegna björgunaraðgerða. Fyrirkomulag vinnuboröa og tækja í þeim er miöaö viö samnot stjórnstöövar og Skyldu þegar á þarf aö halda. Tækin hafa verið felld hagan- lega í borðin meö vinnuhag- ræðingu í huga. Hefur í þessu efni verið stuöst viö fyrirkomu- lag breskra björgunarstjórn- stööva sem Slysavarnafélagiö hefur átt mikla samvinnu viö. Hjálparbeiðnir til björgunar- miðstöðvar Slysavarnafélags- ins voru 276 á síðasta ári og útköll björgunarsveita félags- ins uröu þá samtals 1.190. Til- kynningar til Tilkynningaskyld- unnar voru á síðasta ári sam- tals 390.033 en þá voru 3.079 bátar og skip á öllu landinu. Tilraunakerfi í þróun í stjórnstööinni var fyrir um einu ári komið fyrir tölvubúnaði sem kerfisverkfræðistofa Há- skólans hefur þróað og unnið og mun auðvelda alla leit og björgunaraögeröir ef eitthvað bjátar á. Nokkur skip suðvest- anlands eru búin tækjum fyrir þetta nýja kerfi, en útbreiðslu- net þess nær frá Snæfellsnesi og austur fyrir Dyrhólaey. Um er aö ræða tilraunakerfi sem hefur veriö í þróun síðan áriö 1985. Undanfarin ár hefur verið veitt fé af fjárlögum til þessa verkefnis. Kerfisverk- fræðistofan telur kerfið full- þróað en talsverð hugbúnaöar- vinna er þó eftir. Ljóst er af þeirri reynslu sem fengist hefur af þessari tilraun aö um stór- merkt öryggistæki er aö ræöa sem margar þjóðir og fyrirtæki hafa áhuga á. Nefna má aö Efnahagsbandalag Evrópu fyrirhugar sjálfvirkt kerfi á næstu árum fyrir fiskiskip aöild- arþjóöanna sem munu vera nær 30 þúsund talsins. íslensk stjórnvöld þurfa á næstunni aö taka afstööu til framhalds málsins. Sæmundur Guðvinsson blaðamaður Frá vinstri: Hannes Haf- stein, forstjóri SVFÍ, Þór Magnússon, Árni Sigur- björnsson, Ólafur Ár- sælsson, Hálfdán Henrysson og Örlygur Hálfdánarson forseti SVFÍ. Sitjandi er Haukur Bergmann. Tæringarvarnaefni fyrir sjótanka, díselvélar og gufukatla. KEMHYDRO - salan sími 91-12521 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.