Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 35
Hcr oá nú i^W / AL VÖRU TALAÐ A: Ja, fiskifræðingarnir vita ekkert um þetta og við vitum ekkert um þetta og það þýðir ekkert að vera að tala um þetta. Þannig var gert út um málið, það er tilgangslaust að vera að tala um mál sem maður kann ekki skil á. En það er áhugavert að velta fyrir sér hvernig í ósköpunum stendur á því að íslenskir fiskimenn eru svo heilaþvegnir að þeir telja sér ekki fært að rökræða um fiskirí, ef farið er út fyrir kennisetning- arnar sem okkur eru innrættar. Á hrygningarslóð botnfiska gildir ósköp svipað lögmál og mennirnir tveir voru að tala um. Því stærri sem hrygningar- stofninn er, þeim mun meiri samkeppni er um ætið. Of stór hrygningarstofn afétur ungvið- ið og fyrr en varir er ungviðið komið í stórhættu, ekki ein- göngu vegna fæðuskorts held- ur einnig vegna fæðuþarfar fullorðna fisksins, sem hikar ekki við að éta afkvæmin ef því er að skipta. Þessvegna er rétt að veiða á hrygningarslóðinni, enda hefur reynsla af fiskveið- um þessarar aldar kennt okkur þáð. Eða hvaða augum mund- um við líta bónda sem yfirfyllti beitarhólf á sauðburði, þannig að beitin rétt dygði til að halda tórunni í rollunum en lömbin væru í svelti og bóndinn stæöi fast á því að halda öllu fénu þarna inni sem lengst til þess að fá af því sem mestan arð. Við mundum álíta hann æði ruglaðan og ráða yfir litlum búhyggindum. Ungfiskur bráð hinna eldri í handbók Rickers 1975, sem er um aðferðafræði og túlkanir í fiskifræði og fiskifræðingar nota mikið, má lesa m.a. í laus- legri þýðingu: „Með hliðsjón af að fiskur breytir um fæðu og venjur eftir því sem hann vex, getur fiskur á ákveðnum aldri, í mismiklum mæli, verið í samkeppni við aðra aldurshópa sömu tegund- ar eða orðið bráð þeirra. Þar af leiðandi ættu áreiðanlegar lýs- ingar á áhrifum þéttleika stofns á nýliðun að vera byggðar á mælingum á þéttleika hvers aldurshóps fyrir sig í heildar- stofninum, ásamt stuðli um virkni hvers þeirra. Slík grein- ing krefst þó upplýsinga í mun meiri mæli en enn eru í sjón- máli.“ Þetta segir mér að fiskifræð- ingar okkar hafi ákaflega lítið fyrir sér þegar þeir ákveða að það sé lykilatriði að friða smá- fisk. Enn rekumst við á reynsl- una og búhyggindin. Reynsla aldarinnar segir okkur að með- an smáfiskur var veiddur til jafns við stærri fisk, hélst stofn- inn í þokkalegu jafnvægi, en eftir að við hófum sérstaka vemdun smáfisks hefur sigið á ógæfuhliðina. Og ef við berum okkur enn saman við búhygg- inn bónda verðum við að spyrja hvað hann geti lengi sett öll lömbin sín á fóður, án þess að lenda í meiriháttar vandræð- um. Ónákvæm vinnubrögð Nýlega leit Fjölrit nr. 23 frá Líffræðistofnun Háskólans dagsins Ijós. Það ber nafnið „Rýnt í skýrslur Hafrannsókna- stofnunar" og höfundur þess er Einar Árnason. Tilgangur þessa rits er greinilega að sýna fram á mjög ónákvæm og tilvilj- anakennd vinnubrögð Haf- rannsóknastofnunar. Um leið og ég hvet alla, sem áhuga hafa á fiskveiðistefnu þjóðar- innar og þar með afkomu henn- ar, til að lesa þetta rit, tek ég mér það bessaleyfi að grípa niður í ritið á örfáum stöðum, rétt til að kynna lesendum hve höfundi er mikið niðri fyrir. Úr inngangi:,, Ég sá um leið að gögnin eru afar villandi;ég get fullyrt að ekki liggja neinar mælingar að baki sumum tölunum sem gefnar eru upp í töflunum. Þær tölur eru „tilbúningur" einn.“ Úr kafla um grálúðu: „Það er eins og á einu ári, sem líður á milli útgáfu þessara tveggja skýrslna, hlaupi mikil náttúra í löngu dauðan fisk!“ „Hvernig má skilja þetta hringl sem hér hefur verið lýst með kynþroska grálúðunnar? Það er eins og höfundur skýrsl- unnar geti ekki gert upp við sig hvort mælingar á kynþroska hafi verið gerðar á misgömlum fiski á ákveðnu ári eða á ákveðnum árgangi á mismun- andi árum. Eða eru ef til vill engar raunverulegar mælingar að baki þessum tölum — er þetta allt saman tilbúningur?" Reynsla annarra þjóða í grein sem Jón Kristjánsson fiskifræðingur skrifaði Í5-.6. tbl. Víkingsins 1990, undir nafninu; Er röng fiskveiðistjórnun að rústa þorskstofna í Norður-Atl- antshafi? sýnir hann fram á reynslu þjóðanna af núverandi fiskveiðistefnu. Þar kemur sú sorglega staðreynd fram að þorskveiði hafi stórum minnk- að á öllum slóðum þar sem vísindalegrar ráðgjafar, svip- aðrar og okkar, hefur notið við. Ömurlegasta dæmið er um Barentshafið, þar sem hrun varð í stofnunum, sem forstjóri norsku Hafró skýrði að mestu sem át þorsksins á öllu kviku, þar með talin afkvæmi, og síð- an svelti. Dæmi um hið gagnstæða er Norðursjórinn, þar sem ekkert samkomulag náðist um fisk- veiðistjórnun á milli þjóðanna sem þar eiga hlut að máli. Það var þó verulega reynt til að ná slíku samkomulagi og á árun- um um og eftir 1960 var uppi Reynsla aldarinnar segir okkur að meðan smáfiskur var veiddur til jafns við stærri fisk, hélst stofninn í þokkalegu jafnvægi, en eftir að við hófum sérstaka verndun smáfisksins hefur sigið á ógæfuhliðina. VÍKINGUR 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.