Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 56
Fiskikassarnir frá Dyno
eru ekki nema hluti af sögunni,
en þeir eru sennilega
nauðsynlegasti hluti hennar!
Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 91-62 67 33, fax 91-62 36 96
asiaco
fyrirtæki sem sjómenn treysta
rú veist vel hvaða sögu við eigum við.
Söguna um velgengni íslenskra sjómanna.
Söguna um aflaklærnar, sem sigldu
drekkhlöðnum skipum að landi, seldu
ferskan fiskinn á besta verði, báru mest úr
býtum og voru góðir með sig, þá sjaldan sem
þeir voru í landi !
Nákvæmlega þessa sögu má segja á annan
máta. Þú veist líka hvaða útgáfu sögunnar við
eigum við. Við, þú og ég, vitum að
aflaklærnar eru vel gefnir menn.
Þetta eru karlar sem vita að ferskleiki aflans
ræður verðinu. Þeir vita að réttir kassar frá
Dyno taka hæfilegt magn af fiski. Karlarnir
velja því Dyno kassa frekar en stærri ílát, til
þess að forðast aflaskemmdir sem skapast af
álagi og þrýstingi í stærri kerjum. Þeir hafa
lært það af reynslunni að Dyno kassarnir
staflast örugglega í traustar stæður, hreinsast
vel og eru mikilvægur hluti af sögunni um
fiskflutninga, ísun um borð og gæðavörslu.
Þess vegna eru fiskikassarnir frá Dyno hluti af
sögunni og hafa verið það í allmörg ár til sjós
og lands. Meira að segja kerlingarnar nota
þá undir blóm. En það er nú önnur saga !
Við hjá Asiaco völdum Dyno.
Hvað velur þú ?
COTTFÓLK/SlA