Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 48
Utan úr hcimi 48 VÍKINGUR Nýr skráningarfáni Alltaf eru aö bætast nýir skráningarfánar í hóp þeirra sem kalla má þægindafána. Mauritania hefur opnaö nýjan þægindafána og er það gert í von um aukningu skipastóls þeirra og erlends gjaldeyris en þar í landi er feikinóg til af sjó- mönnum. Ekkieru alliránægöir með þennan telefaxfána þvt einungis þarf að senda telefax til að fá skip skráð og gerist það samdægurs. Einu kröfurskrán- ingarfánans eru að skipið sé í flokkunarfélagi og borgi fyrir- fram skoðunargjöldin. Heims- flotinn yrði eflaust best settur án þessa nýja fána. Annað heimsmet Heimsmet í nafnaskiptingum á örugglega norska skipið Jup- iter sem er í eigu Fred Olsen og Bergenske Dampskipssel- skap. Skipið var hreinlega skýrt tveimur nöfnum þegar það var sjósett hjá Liibecker Flender- Werke hinn 5. maí árið 1966. Yfir sumarmánuðina sigldi skipíð undir nafninu Jupiter á vegum Bergenske á leiðinni milli Bergen og Newcastle en yfir vetrarmánuðina á vegum Fred Olsens á leiðinni London - Kanaríeyjar og þá undir nafn- inu Black Watch. Og nú er að reikna út hversu oft skipið hefur skipt um nafn á þessu 25 ára tímabili en nýlega var það selt til Grikklands og gefið nafnið Crown M. Sjóslys (febrúarbyrjun fórst tæplega 4000 tonna tankskip, Aless- andro Primo, á um 110 metra dýpi, 16 sjómílur undan suð- austurströnd Ítalíu. Enginn fórst en um borð í skipinu voru um 2500 rúmmetrar af mjög hættulegum eiturefnum, sér- staklega hættuleg öllu sjávar- lífi. Mikill ótti greip um sig í ferðamannaiðnaðinum eftir að skipið fórst því ef efnin taka að leka úr flakinu gæti það haft al- varlegar afleiðingar í för með sér. En nú hafa færustu björg- unarsérfræðingar heimsins fengið það verkefni að ná farm- inum úr flakinu. Aðgerðir hafa gengið að óskum, að vísu hefur veður tafið aðgerðir en hluta farmsins hefur tekist að dæla um borð I tvö tankskip. Ný drottning Þær fréttir hafa lekið út að Cunard skipafélagið sé farið að undirbúa skipti á flaggskipi breska flotans Queen Eliza- beth 2. Verkefnið hefur verið unnið með mikilli leynd en þegar skipt var um vélar í skip- inu árið 1987 voru áætlanir um endurnýjun þess dregnar í land þar sem kostnaður við smíði skips var þá óheyrilega dýr. En nú er komið annað hljóð í strokkinn og menn eru spenntir að vita hvort hið nýja skip, ef að því verður, fáist smíðað í Bret- landi. Og hvað ætli risinn verði nefndur? Hvað um Queen Di- ana? III vist Sjómannaprestar í Hong Kong fengu stjórnvöld til að kyrrsetja flutningaskipið Herm- anos Carcamo sem er í eigu ríkisskipafélags Perú. Ástæður kyrrsetningarinnar voru meðal annars þær að áhöfnin hafði ekki fengið greidd laun í fjóra mánuði og svo bágborið var ástandið um borð, en í áhöfn eru 43 menn, að olía á vélar var spöruð og þær ekki keyrðar nema í klukkustund á degi hverjum og notaðist áhöfnin við kertaljós þess á milli. Auknar kröfur Nú hefur bandaríska strand- gæslan kynnt nýjar aðgerðir gagnvart skoðunum á skipum erlendra ríkja sem koma til hafna þar I landi. „Við ætlum að skoöa meira en öryggisbúnað Útgerðarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.