Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 32
RADGJOFITRASSI . . .og þá var ekki búið að finna upp hugtakið „smáfiskadráp", hvað þá að það væri komið með merkingu svipaða og stórglæpur. Þessi tafla sýnir að þorskstofninn getur gef- ið miklu meira af sér heldur en hann gerir nú. 32 VÍKINGUR Uppbygging fiskveiðiflotans var hröð. Þorskafli íslendinga jókst úr 265 þúsund tonnum ár- ið 1975 í 461 þúsund tonn árið 1981. (slendingar komust í fremstu röð þjóða heimsins í þjóðartekjum og hagvexti. En þá fór að halla undan fæti. Eða eigum við ef til vill að segja að þá hafi farið að gæta ráðlegg- inga Hafrannsóknastofnunar? Núna er ástandið þannig að við eigum stóran og geysilega vel búinn fiskiskipaflota og fisk- veiðiheimildir fyrir 265 þúsund tonnum af þorski, sem er það sama og við veiddum árið 1975, og nær sama magn var einnig árleg meðalveiði íslend- inga á þorski frá árinu 1950, þegar veiði var komin í eðlilegt horf eftir stríðið, til ársins 1975 þegar leiðbeiningastarfið hófst. Aflinn sem við glötuðum til út- lendinga fyrr, um 170.000 tonn á ári, er okkur jafn glataður nú. Við skulum líta á þorskveiðar á íslandsmiðum á þessari öld til þess að hafa samanburð á því sem var og því sem er og til þess að geta gert okkur grein fyrir hvort okkur „miðar aftur- ábak ellegar nokkuð á leið“, svo að notuð séu fleyg orð skáldsins. Við skulum skipta öldinni í þrjú megin tímabil, afmörkuð af stórviðburðum sem höfðu veruleg áhrif á veiðina. Fyrsta tímabilið hófst árið 1922, þegar segja má að veiðiskapurinn sé kominn í eðlilegt horf eftir fyrra stríðið, og stóð til 1938, sem er síðasta heila fiskveiðiárið áður en seinna stríðið hófst, samtals 17 ár. Annað tímabilið er frá 1950 til 1975. Veiðin virðist hafa verið seinni að jafna sig eftir seinna stríðið heldur en það fyrra, hvort sem því er um að kenna að fiskveiðiþjóðirnar hafi verið lengur að byggja upp flota sinn eða að stofninn hafi verið lengur að jafna sig eftir of litla veiði. Öðru tímabilinu lauk með árinu 1975, eftir 26 ár, og það síðasta hófst þegar við höfðum að mestu hrakið útlendinga af höndum okkar til þess að sitja einir að auðnum og — til að bæta enn betur um fyrir okkur — höfðum falið Hafrannsókna- stofnun að ráða okkur heilt um hvernig viö skyldum umgang- ast þessa miklu auðlind til að hún nýttist okkur sem allra best. Fyrsta tímabil Hildarleiknum fyrri er lokið og fiskveiðiþjóðir Evrópu eru komnar aftur á miðin við ísland. íslendingar höfðu selt í stríðinu nær helming þeirra fáu togara sem þeir voru búnir að eignast en bættu sér það upp á næstu árum og áttu orðið um þrjátíu togara í upphafi tímabilsins. Að öðru leyti sækja þeir á opnum áraþátum og þilskipum. Helsta veiðitækið er lína, þannig að nær öll veiði landans er þá á grunnslóð. Meðal þorskveiði íslendinga á þessu tímabili er 171.919 tonn á ári. Útlendingar veiða að meðaltali 198.707 tonn á ári. Samtals er árleg þorskveiði á íslandsmiðum 370.626 tonn, og mest sótt „upp í kálgarða", eins og það var orðað. Þarf- laust er að taka fram að á þess- um árum var engin fiskveiði- stjórnun í neinu formi og þá var ekki búið að finna upp hugtakið „smáfiskadráp", hvað þá að það væri komið með merkingu svipaða og stórglæpur. Annað tímabil Eins og hið fyrsta hefst ann- að tímabilið nokkrum árum eftir að heimsstyrjöld lýkur. Fisk- veiðiflotinn stækkar og batnar og meðal ársafli á þorski þessi 26 ár er 428.352 tonn. Þar af veiddu íslendingar að jafnaði 259.478 tonn en útlendingar 168.874 tonn. Mest varð veiðin á einu ári 546.252 tonn en minnst 321.450 tonn. Á þessum árum var heldur ekki vísindaleg fiskveiðistjórn, haldið var áfram að veiða uppi í landsteinum með lítinn möskva í veiðarfærum, en jafnframt var farið að sækja meira á djúpmið. Ekki var gerður greinarmunur á því hvort verið var að veiða úr hrygningarstofni, veiðistofni eða smáfisk, enda held ég að fiskimenn þess tíma hafi lítil skil kunnað á slíkum hugtökum. Þeir voru bara að draga björg í bú og gengu út frá þeirri al- mennu skoðun að nógur fiskur væri í sjónum. Það reyndist líka Þorskveiði á íslandsmiðum á þessari öld (í tonnum) Fiskveiðitímabil 1922-1938 1950-1973 1976-1990' Islendingar 171.919 ' 259.478 351.967 Útlendingar 198.707 168.874 9.168 Samtals 370.626 428.352 361.135 Spádómar Hafrannsóknastofnunar um þorskveiði til aldamóta gera ráð fyrir 250.000 tonna veiði á ári. Fari það eftir verður meðalveiði áranna 1976-2000 (ráðgjafaárum stofnunarinnar) um 312.000 tonn. Svolítil söguskodun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.