Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 5
RITSTJÓRNARGREIN Úrdráttur úr ræðu fluttri í tilefni af 100 ára afmæli Stýrimannaskólans í Reykjavík. Við erum nú að lifa tímamót í sögu Stýrimannaskólans í Reykjavík. Þau tímamót eru ánægjuleg og við gleðjumst á góðri stund. Við viljum skólanum okkar allt hið besta, en við erum einnig hægt og sígandi að lifa önnur tímamót, sem ekki eru eins án- ægjuleg og sú þróun vægast sagt neik- væð fyrir skólann okkar, framtíð hans og framtíð íslenskra farmanna. Atvinnutækifærum íslendinga fækk- ar jafnt og þétt við flutninga að og frá landinu og erlendir menn yfirtaka störf íslenskra sjómanna. Kaugskipum skráðum undir íslenskum fána fækkar stöðugt. Þessari þróun verður að snúa við. Islensk atvinnustefna verður að hafa að meginmarkmiði það sjónarmið að fjölga atvinnutækifærum okkar eigin þegna en fækka þeim ekki. Það getur ekki verið að við ætlum að sætta okkur við að atvinnutækifærum fækki almennt í þessu landi. Þjóðinni fjölgar þó ennþá sem betur fer og varla verður sú stefna framkvæmd með vilja stjórnvalda að flytja fjölgunina úr landi. Ég vil aldrei þurfa að trúa því að ísland geti ekki gefið af sér störf fyrir íslendinga, eða hafa menn þá skoðun að framtíðin bjóði ekki upp á störf fyrir þjóð sem telur fleiri en 260 þúsund manns? Mér hrýs hugur við þeirri þróun og þeim skoðunum sem æ oftar heyrast að nauðsynlegt sé að fækka í ákveðnum stéttum, t.d. landbúnaði, siglingum, fiskveióum og fiskvinnslu. Hvar á að vera vöxturí íslenskum atvinnutækifær- um? Nýsköpun íatvinnulífinu hefur tek- ist illa. Loðdýrið dó og undan laxinum flaut. Hvalur og selur synda í sjó og lifa góðu lífi á því að éta frá okkur auðlindina og við þorum varla að nýta okkur þá kjöt- vöru sem þar syndir, vegna umhverfis- verndarsinna sem algjörlega hafa misst sjónar á því markmiði sínu að halda jafnvægi í lífríki sjávarins, sem fyrir löngu er orðið háð því að maðurinn nýti það rétt, ekki bara eina tegund úr lífrík- inu heldur allarsvojafnvægi haldist. Við eigum samleið með þessum umhverfis- sinnum að því er varðar varnir gegn mengun lofts og lagar og höfnum alfarið þeirri ruslahaugastefnu sem iðnríkin framkvæma við losun úrgangsefna í hafið. Við munum um ókomna framtíð vera háð því í þessu landi að nýta nátt- úruauðlindir okkar og flytja til okkar þau aðföng sem við höfum ekki sjálf. Það er orðið meira en tímabært að íslensk stjórnvöld og Alþingi leggist á eitt við að standa vörð um íslensk at- vinnutækifæri. Auðvitað komumst við ekki hjá pví að veita erlendu fólki hér vinnu ef Islendingar fást ekki ístörfin, en það hefur hingað til verið nægt framboð af íslenskum farmönnum. Aðrar þjóðir hafa staðið frammi fyrir því að útflögg- unarstefna þeirra á kaupskipum og er- lend mönnun þeirra hefur leitt til þess að engir nýliðar af eigin þjóð hafa hlotið starfsþjálfun á kaupskipum. Það þýðir einfaldlega að á skömmum tíma eru engir til sem vilja fara til náms í yfir- mannastörfin og skólar skipstjórnar- og vélstjórnarfræðslu líða hægt undir lok og þar með er einni atvinnustétt færra í landinu. Þetta er að vísu svartsýnt tal hér á hátíðarstundu, en afar nauðsyn- leg varnaðarorð samt. Við skulum vera þess minnug að ís- lendingar töpuðu sjálfstæði sínu fyrr á öldum þegar ekki voru lengur íslensk skip í förum. í þessu efni á sagan að kenna. Við fáum ekki betri leiðsögn. Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ Enga út- flöggun VÍKINGUR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.