Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 15
Viötal
mótvægi við þéttbýlissvæðin
hér við Faxaflóa. Ef sú þróun
verður ekki er líklegast að
áframhaldandi röskun verði á
byggð í landinu, á kostnað
landsbyggðarinnar. Ég benti
svo á að þróunin í kvótatilflutn-
ingi hefur verið mjög í samræmi
við þessi sjónarmið, kvótinn
hefurflustfráFaxaflóasvæðinu
til landsbyggðarinnar, en innan
einstakra landsbyggðarkjör-
dæma hefur kvótinn leitað til
sterkustu útgerðarstaðanna.
Það var þetta sem ég var að
vekja athygli á.“
— Hvað þá um eignir
manna á þessum minni stöð-
um þar sem atvinna minnkar
verulega eða leggst jafnvel af
og þeir neyðast til að flytja og
skilja afrakstur lifsstarfs síns
verðlausan eftir?
„Nú er það engan veginn svo
að það liggi í augum uppi að
þorpin muni leggjast af. í mörg-
um tilvikum ná menn upp hag-
ræðingu með samvinnu á milli
staða og milli húsa. Undan því
verður held ég ekki vikist að í
byggðamálum verði menn að
horfa á þessa þróun og yfirvöld
byggðamála verða að móta að-
gerðir af sinni hálfu til þess að
styrkja atvinnulífið á lands-
byggðinni. Byggðastofnun hef-
ur að undanförnu sýnt metnað
af sinni hálfu til þess að hafa
með hendi skynsamlega for-
ystu um slíka endurskipulagn-
ingu. Ég tel mikilvægt að styðja
hana til slíkra verka. Viö erum
að ganga í gegnum breytingar
og ég er á þeirri skoðun að þær
eigi að verða til að styrkja
landsbyggðina, en við getum
ekki stöövað nauðsynlega þró-
un, því það skiptir mestu máli
að sjávarútvegurinn geti þróast
á þann veg að hann skili sem
mestum arði á hverjum tíma. Ef
við ætlum að stöðva slíka þró-
un verður ekki aöeins lands-
byggðin fyrir áföllum, heldur
þjóðarbúið í heild."
Hættulegt að girða
fyrir skipti á
afiaheimildum
— Nýjasta afkvæmi kvóta-
kerfisins, sem rætt er um að
koma á fót, er kvótamarkaður.
Er það eðlileg þróun að upp
komi markaður til að versla
með óveiddan fisk og stenst sú
hugmynd lög?
„Kvóti felur aðeins í sér rétt til
að nýta auðlind upp að
ákveðnu marki, hann felur ekki
í sér eignarrétt á fiskimiðunum.
Eigi þetta kerfi að virka og eigi
ekki að hneppa útveginn í fjötra
miðstýringar verða að vera
rúmar heimildir til þess að færa
kvóta á milli skipa og aö kvóti
geti verið framseljanlegur,
þannig að útgerðin sjálf takist á
við úreldingarverkefnin á sinn
eigin kostnað en ekki kostnað
skattborgaranna. Skip sem
hafa kvóta í mörgum tegundum
verða að geta átt kost á virkri
miðlun, til þess að þurfa ekki að
henda tegund sem veiðist en
kvóti var uppurinn á. Þess
vegna hef ég lagt á það áherslu
að innan útvegsins myndaðist
eðlilegur skiptimarkaður af
þessu tagi. Það er einn þáttur-
inn í að stuðla að betri nýtingu.
Það er þörf fyrir slíkan markað,
en ég tel heppilegast að hann
sé innan útvegsins sjálfs. Það
væri hættulegt ef menn ætluöu
að girða fyrir slik skipti á afla-
heimildum, því þá yrði kerfið
alltof stirt og við mundum ekki
ná þeim markmiðum sem við
höfum sett okkur með því. Upp-
boð af því tagi sem auglýst var
að fara ætti fram í Hótel Sögu
er á hinn bóginn ekki í sam-
ræmi við íslensk lög.“
Kerfið er ekki
aðalatriði
— Sóknarstýring virðist
eiga mestu fylgi að fagna með-
al sjómanna af þeim aðferðum
til fiskveiðistjórnar sem nefndar
hafa verið, en einnig hefur
verið nefnt að takmarka flota-
stærðina en leyfa að öðru leyti
óheftar veiðar. Kemur til
greina, að þínu mati, að leggja
kvótakerfið af og taka upp aðra
aðferð við stjórn fiskveiða?
„Ég legg á það áherslu að
sjávarútvegurinn geti búið við
festu og starfsskilyrði sem
hann geturtreyst á til einhverr-
ar frambúðar. Við náum aldrei
markmiöum okkar varðandi
nýtingu og hagkvæmni ef við
erum að hlaupa á fárra ára
fresti úr einu kerfi í annað. Þá
værum við einfaldlega að taka
ákvörðun um að hafa sjávar-
útveginn i upplausn. Við erum
hins vegar að fara í viðamikið
endurskoðunarstarf á þessari
stjórnunarlöggjöf, þar sem allir
kostir verða bornir saman.
Fram til þessa hafa menn ekki
sýnt fram á að annað kerfi væri
líklegra til þess að skila okkur
árangri.
Kerfið sjálft er ekki aðalatriði
[ mínum huga, það eru mark-
miðin sem skipta máli. Við ætl-
um að vernda auðlindina og
koma í veg fyrir að viö göngum
of nærri fiskstofnunum. Við
ætlum að stuðla að því að út-
gerð sé stunduð af sem mestri
hagkvæmni, þannig að þjóðin
öll njóti sem mests arðs af auð-
lindinni. Það eru þessi tvö höf-
uð markmið sem við þurfum að
horfa á og við verðum að finna
okkur stjórnunarleiðir til þess
að ná þeim. Fyrir mér er afla-
markið ekkert heilagur hlutur.
Ég er hins vegar þeirrar skoð-
unar að það sé langsamlega
líklegasta leiðin til þess að ná
þessum markmiöum. Ef menn
finna upp kerfi sem er betra en
aflamarkiö skal ég verða fyrst-
ur manna til að hlaupa inn á
það,“ sagði Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráöherra og þau
orð höfum við fyrir þau síðustu í
þessu rabbi.
Nú er það engan
veginn svo að
það liggi í augum
uppi að þorpin
muni leggjast af.
VÍKINGUR 15