Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 43
SKIPSTJORNARMANNA hvort alþjóöleg skráning gæti verið lausn á þeirra vanda í málefnum kaupskipaútgeröar- innar. Aö sjálfsögöu var gerö grein fyrir atvinnumálum íslenskra farmanna og sagt frá því að í febrúar s.l. hafi 75,8% far- manna á skipum Sambands ís- lenskra kaupskipaeigenda veriö íslendingar og fækkaö um 5,7% á s.l. ári (og fækkar enn). Það var einnig sagt frá hinni lélegu aðsókn aö námi í 3. stigi Stýrimannaskólans nú og á undanförnum árum og hvaöa afleiðingar þetta hlýtur aö hafa í framtíðinni. Þótt hér að framan hafi ein- göngu verið raktar þær upplýs- ingar, sem fram komu og tengj- ast atvinnumálum farmanna- stéttarinnar, komu fram margvíslegar aðrar upplýsing- ar stéttarlegs eðlis svo sem skipulagsmál. Á því sviöi má helst nefna aö í Danmörku er einungis eftir aö fullnægja for- msatriðum til aö sameining þriggja félaga skipstjórnar- manna, þ.e. tveggja félaga skipstjóra og eins stýrimanna- félags, komist í höfn. Þessi fé- lög hafa ákveðið að hefja út- gáfu sameiginlegs félagsblaðs um næstu áramót og að félögin sameinist í eitt félag 1. okt. 1992. í Noregi er svipaða sögu að segja þótt málið sé ekki komið jafnlangt áleiðis og hjá Dönum. Af okkar hálfu var greint frá því að Vélstjórafélag íslands hefði gengið úr Farmanna- og fiskimannasambandi islands. í framhaldi af fundi skip- stjórnarmanna var að venju haldinn sameiginlegur fundur skipstjórnarmanna og vél- stjórnarmanna á Norðurlönd- um þann 16. ágúst 1991. Af umræðum á þessum fundi má helst geta um dagskrárlið- inn „Samræming á skattaregl- um norrænna sjómanna." Um- ræður undir þessum dagskrár- lið leiddu til þess að samþykkt var ályktun um þetta efni, sem birt er með þessum greinarstúf. Yfirlýsing til ríkisstjórna Norðurianda. Stjómir Norræna vélstjórasambandsins og Samtaka norrænna skipstjórnarmanna, en í þeim eru allir yfirmenn á kaupskipum Norð- urlanda, ræddu skattlagningu farmanna á sameiginlegum fundi á Akureyri 16. ágúst 1991. Fundurinn sló því föstu að stjórnir Norðurlanda hefðu frá lokum sjötta áratugarins verið á sömu skoðun varðandi skattlagningu far- manna á norrænum kaupskipum. Fundurinn vill benda á að stór hluti kaupskipaflota heimsins siglir undir fánum sem heimila undanþágu frá tekjuskatti og sama gildir um launatengd gjöld til fánalandsins. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á samkeppnisstöðuna. Fundurinn vill vekja athygli ríkisstjórna Norðurlanda á því, að framkvæmdastjórn EB hefur í tillögu (s.k. poitive measures) um aðgerðir í siglingamálum lýst sig fylgjandi aðgerðum, sem gera efnahagsleg skilyrði siglinga í EB-ríkjum jöfn þeim sem gilda í sam- keppnislöndunum, þar með töldum þægindafánalöndunum. Meðal þeirra aðgerða sem framkvæmdastjórnin leggur til og getur stutt er lækkun skatta á skipaútgerðir, skattaundanþága áhafna, styrkur vegna eða undanþága frá launatengdum gjöldum áhafna og aðrar stuðningsaðgerðir. Yfirmenn á norrænum kaupskipum leggja því eindregið til að bæði tekjuskattskerfi og launatengd gjöld áhafna verði notuð sem tæki til þess að styrkja samkeppnishæfni norrænna siglinga á heimsmark- aði. Slíkar aðgerðir mega ekki hafa í för með sér að borgaraleg, félagsleg eða fjárhagsleg réttindi einstaklinga glatist eða versni. Fundurinn vill sem dæmi benda sórstaklega á, að komið hefur verið á nettólaunakerfi fyrir áhafnir skipa, sem skráð eru samkvæmt alþjóðaskipaskránni í EB-ríkinu Danmörku, svo og kerfi sem hefur lækkað launatengdan kostnað, án þess að það hafi í för með sér skert réttindi einstakra áhafnarmeðiima. Fundurinn vill leggja áherslu á, að þær aðgerðir sem lagðar eru til komi til framkvæmda hið fyrsta. Samkeppnisstaða norrænna skipa með norrænum áhöfnum versnar mjög hröðum skrefum vegna að- gerða annarra þjóða í siglingamálum. Hætt er við að dráttur á aðgerðum hafi í för með sér að norræn farmannastétt heyri brátt sögunni til. Hluti fundarmanna. VÍKINGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.