Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 26
— Ég er alveg rosalega
hrædd um að verða ólétt.
— Nú, af hverju? Er ekki
búið að taka manninn þinn úr
sambandi?
— Jú, einmitt þess vegna.
•
Skrifstofumadur kom inn til
stjórans og bað um kauphækk-
un.
— Eftir að hafa unnið hér í
tvo mánuði, sagði stjórinn.
— Ég hef haft svo mikið að
gera að ég hef ekki mátt vera
að því fyrr.
messaði hann yfir þeim penna-
glaða, áttu að skrifa um stað-
reyndir, punktum og basta.
Ekkert umframkjaftæði.
Það verður að segja að ungi
maðurinn tók áréttingar yfir-
boðara síns til greina þegar
hann skrifaði næstu frétt, sem
hér fer á eftir:
Óhuggulegur atburður á
Kleppsveginum í nótt. Eftir
veislu kvaddi Baldur forstjóri,
tók hatt sinn og frakka, ekkert
tillit til mótmæla gestgjafans,
bíl, skammbyssu upp úr vasan-
um og líf sitt.
•
— Það er hræðilegt að
heyra hvernig maðurinn þinn
blótar og ragnar frú Hanna.
— Já, enþaðereinaánægj-
an hans síðan læknirinn bann-
aði honum aö reykja og drekka.
Presturinn var að tala á milli
hjóna, sem vildu skilja, og
reyndi að fá þau til samkomu-
lags. Það gekk ekki. Að lokum
sagði hann.
— En kæru vinir, ekki hafið
þið altaf verið svona grimm
hvort við annað, þið eigið tíu
börn saman.
Maðurinn: Éggetnú sagtþér
það prestur minn, að þau urðu
til í djöfulsins illsku.
VÍKINGUR
Ekki eitt einasta Ijótt orð um
íslenska blaðamennsku, sem
með örfáum undantekningum
heldur sig innan ramma
siðprýðinnar. Samt sem áður
getur hún orðið óþarflega orð-
mörg og um það sjáum við
stundum æpandi dæmí. Rit-
stjórinn á einu blaða höfuð-
borgarinnar kallaði fyrir sig
einn blaðamanna sinna og
sakaði hann um óþarfa orð-
skrúð í skrifum sínum.
— Þegar þú segir frá atburði,
Vandræðalegt vandamál
Frétt frá London:
Brian Richards læknir var kallaður að óvenjulegu
umferðarslysi. Ungt par hafði notið ásta í fram-
sætinu á Austin Healy í grennd við Regent Park.
í hita leiksins hafði maðurinn fengið svo slæmt
þursabit að hann gat alls ekki hreyft sig.
Konan lá fast klemmd undir honum en eftir
stutta stund gat hún losað um annan fótinn og
náði með honum til bílflautunnar.
Innan skamms var bíllinn umkringdur lögreglu,
sjúkraliðum og forvitnum áhorfendum.
— Þegar við gátum opnað bílinn blasti við okk-
ur afturendinn á manninum og undir honum grillt-
um við í nakta konu.
Björgunarmennirnir urðu að skera bílinn í
sundur til að ná parinu. Þegar búið var að sveipa
skeflda konun í kápu brast hún í grát.
— Richards læknir reyndi að hughreysta hana
með að maðurinn mundi fljótlega ná sér aftur.
— Fjandinn hirði hann. Hvernig á ég að út-
skýra fyrir manninum mínum hvernig bíllinn er
farinn. . .? snökkti hún.