Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 53
„ÉG SKIPTI" -splallaö í talstöðina Enn einu sinni er kominn upp ágreiningur milli skipstjórnarmanna loönuveiðiskipa sem fylgja rannsóknaskipunum og fiskifræöinga. Skipstjór- arnir segja að mikið sé af veiðanlegri loðnu á hefðbundinni veiðislóð en fiskifræðingarnir segja mælinguna ekki marktæka. Allt er því enn í óvissu um hvort og þá hvenær loðnuveiðar verða leyfð- ar. Þeir sem gerst þekkja til segja mjög erfitt fyrir Hafrannsóknastofnun að viðurkenna svona einn tveir og þrír, að nóg sé af loðnu eftir átökin og deilurnar sem urðu um þetta mál í fyrra. Þeir muni því seint og treglega mæla með því að leyft verði að veiða tiltölulega lítið magn. Miklar umræður eru komnar af stað um að setja reglugerð um að allur fiskur af íslandsmiðum skuli seldur á mörkuðum hér heima. Nokkrir al- þingismenn Alþýðuflokksins hyggjast taka málið upp á Alþingi. Þar fara fyrir þeir Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs - og sjómannafé- lags Keflavíkur og Össur Skarphéðinsson, for- maður þingflokks Alþýðuflokksins. Gegn þeim stendur hinsvegar formaður flokksins og utanrík- isráðherra Jón Baldvin Hannibalsson. Jón Baldvin hefur látið hafa eftir sér opinberlega að ekki komi til greina að ákveöa að selja allan fisk hér heima fyrr en séð verður hver lendingin verður í viðræðum EFTA og EB um evrópst efna- hagssvæði. Karl Steinar stendur hinsvegar sem formaður verkalýðsfélags frammi fyrir vaxandi at- vinnuleysi fiskvinnslufólks á Suðurnesjum. Búist er við að um málið verði harðar deilur innan Al- þýðuflokksins á næstunni. Varðandi sölu á ísfiski í gámum til Englands og Þýskalands í sumar og haust, á sama tíma sem engan fisk hefur verið að fá á fiskmörkuðum hér heima hafa sprottið upp ásakanir á hendur ýms- um útgerðarmönnum að þeir séu skuldbundnir fiskkaupendum erlendis sem hafi veitt þeim pen- ingalán eða aðrafyrirgreiðslu. Þessi ásökun er ekki ný en í fyrsta sinn hafa útgerðarmenn nú viðurkennt að hafa fengið smávægilega fyrir- greiðslu ytra. Þeir segjast þó ekkert vera skuld- bundnirfiskkaupendum þar. Þráttfyrirþessajátn- ingu hefur engin rannsókn enn farið fram í þessu máli. Það vekur æ meiri furðu að Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra skuli ekki fá sér aðstoðar- mann með staðgóða þekkingu á sjávarútvegs- málum. Það hefur nefnilega komið í Ijós í viðtölum sem fjölmiðlar hafa átt við Þorstein um sjávar- útvegsmál að þekking hans á þvi sviði er afar lítil og ristir grunnt. Nú er sagður steðja meiri vandi að útgerð og fiskvinnslu en nokkru sinni fyrr og því veiti Þorsteini ekki af góðum aðstoðarmanni. Það hefur líka komið fram að Þorsteinn Pálsson fetar algerlega í fótspor Halldórs Ásgrímssonar hvað varðar fiskveiðistefnuna. Gárungar segja að það sé vegna þess að Halldór hafi verið búinn að sanka að sér algerum já-mönnum í sjávarút- vegsráðuneytið. Þeir kunna ekkert annað en það sem Halldór vildi og nú verður Þorsteinn að fara í einu og öllu eftir þeirra ráðum þar sem þekking hans sjálfs á sjávarútvegsmálum sé svo takmörk- uð. Það vekur athygli að í kaflanum í hvítu bók ríkis- stjórnarinnar, sem út kom á dögunum, er hvergi staf að finna um að tekið skuli upp veiðileyfagjald eða opinber sala á kvóta. Þarna er um mikið deilumál að ræða innan Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra stendur í forystu þess arms sem vill ekki taka um veiði- leyfagjald og svo virðist sem hann hafi haft sitt fram innan ríkisstjórnarinnar. Veiðileyfagjald er eitt af óskabörnum Jóns Baldvins og Alþýðu- flokksmanna sem og arms Davíðs Oddssonar í Sjálfstæðisflokknum. Einn af toppunum í Sjálfstæðisflokknum sagði vini sínum i trúnaði á dögunum að sjávarútvegs- málin klyfu nú Sjálfstæðisflokkinn alveg í tvær fylkingar. Hann sagði að svo harðar væru þessar deilur orðnar að venjulegt flokksstarf bæri skaða af. Hann sagði líka að ekki væri í sjónmáli nokkur möguleiki á að samræma sjónarmið armanna innan flokksins og sagðist hann kvíða framtíðinni. Það vakti athygli á hátíðarfundi í tilefni 100 ára afmælis Stýrimannaskóla íslands á dögunum að skólastjóri Vélskólans lýsti því yfir í ræðu að skólastjórar þessara tveggja skóla hefðu ákveðið að taka upp mun nánara samstarf en verið hefði til þessa. Þetta kom svona eins og þvert á stefnu Vélstjórafélags íslands sem á dögunum sagði sig úr Farmanna- og fiskimannasambandinu og sleit þar með öllu félagslegu samstarfi við félaga sína á sjónum. Ekkert hefur enn bólað á stofnun Vélstjórasam- bands íslands. Ástæðan er sögð sú að nokkur vélstjórafélög eru í öðrum félagasamtökum; ASÍ, ASV og FFSÍ og þau munu ekkert vera hrifin af því aö segja sig úr þessum samtökum og stökkva út í óvissuna með Vélstjórafélagi Islands. Gámur skrifar VÍKINGUR 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.