Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 12
VÍKINGUR Markmið kvótakerfisins hafa brugðist Þegar litið er til baka yfir tíu ára sögu kvótakerfísins, sem komið var á laggirnar árið 1984, má sjá að mark- mið þess hafa brugðist. Höfuð- markmið þessa kerfis voru að stuðla að betri verndun og nýtingu fiskstofna og minnka fiskiskipaflotann. Hvorugt markmiðið hefur náðst: Flotinn hefur stækkað og fiskstofnar minnkað þan- nig að nú er þorskstofninn sá minnsti sem sögur fara af. Fjárfesting í flotanum hefur stöðugt vaxið og jókst hún þannig um 119% milli áranna 1991 - '92 eða fór úr 2,8 milljörðum og í 5,9 milljarða. Tvö síðustu ár hefur fjárfestingin numið um 2,1 milljarði hvort árið. Og þrátt fyrir ákvæði þess efnis að fyrir hvert tonn sem keypt væri nýtt í skipum bæri að úrelda hið sama á móti hefur flotinn stöðugt stækkað á fyrrgreindum tíu árum og náði stærð hans hámarki 1992 í rúm- lega 120.000 brúttólestum. Mælt í vélarafli hefur aukningin orðið hlut- fallslega meiri og hefur þannig vaxið úr 490.000 ha árið 1984 og upp í tæplega 600.000 ha árið 1992. Fjöldi fiskiskipa samtals hefur vaxið á þessu árabili úr rúmlega 1.800 og í 2.560. Á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að fyrstu kvótalögin voru sett hefur ríkisvaldið stöðugt breytt þeim frá ári til árs. í upphafi voru lögin sett til eins árs og kvóti aðeins settur á botnfisktegundir eins og þorsk, ýsu, ufsa, karfa, skarkola, grálúðu og stein- bít. Kvóta fengu skip sem verið höfðu í flotanum fyrir árslok 1983 eða samið hafði verið um smíði á fyrir þann tíma. Og kvóti viðkomandi fór eftir aflareynslu síðustu þriggja ára á undan. Tvö kerfi í gangi I skýrslu þeirri sem Tvíhöfða- nefndin skilaði til sjávarútvegs- ráðherra í fyrra um mótun nýrrar sjá- varútvegsstefnu er farið lauslega yfir þær lagabreytingar sem gerðar hafa verið á kerfinu á undanförnum áratug. Raunar var það svo að árið 1984 voru tvö fiskveiðistjórnunarkerfi í gangi, því sóknarmarkskerfið var enn til staðar að hluta til. Strax fyrsta árið brást kerfið hvað varðar takmörkun á sókn, því þorskaflinn varð tæplega 40.000 tonn umfram heimildir. framhald ábls. 12 ÚTGERÐARMENN - SJÓMENN - AÐSTANDENDUR SJÓMANNA Nýtið ykkur þjónustu strandarstöðvanna Hringið og pantið samtal um eftirtaldar stöðvar: Reykjavík Radíó (Gufunes) sími: 91 -11030/16030 skip 91-672062 bifreiðar ísafjörður Radíó sími: 94-3065 Siglufjörður Radió sími: 96-71108 Nes Radíó sími: 97-71200 Hornafjörður Radíó sími: 97-81212 Vestmannaeyjar Radíó sími: 98-11021 Auk símtalaafgreiðslu, hlusta strandarstöðvarnar á kall- og neyðartíðnum skipa og bifreiða, rás 16, 2182 KHz og 2790 KHz, allan sólarhringinn, alla daga ársins, og annast fjarskipti við leit og björgun. SJÓMENN - Munið tilkynningaskylduna 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.