Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Qupperneq 12
VÍKINGUR Markmið kvótakerfisins hafa brugðist Þegar litið er til baka yfir tíu ára sögu kvótakerfísins, sem komið var á laggirnar árið 1984, má sjá að mark- mið þess hafa brugðist. Höfuð- markmið þessa kerfis voru að stuðla að betri verndun og nýtingu fiskstofna og minnka fiskiskipaflotann. Hvorugt markmiðið hefur náðst: Flotinn hefur stækkað og fiskstofnar minnkað þan- nig að nú er þorskstofninn sá minnsti sem sögur fara af. Fjárfesting í flotanum hefur stöðugt vaxið og jókst hún þannig um 119% milli áranna 1991 - '92 eða fór úr 2,8 milljörðum og í 5,9 milljarða. Tvö síðustu ár hefur fjárfestingin numið um 2,1 milljarði hvort árið. Og þrátt fyrir ákvæði þess efnis að fyrir hvert tonn sem keypt væri nýtt í skipum bæri að úrelda hið sama á móti hefur flotinn stöðugt stækkað á fyrrgreindum tíu árum og náði stærð hans hámarki 1992 í rúm- lega 120.000 brúttólestum. Mælt í vélarafli hefur aukningin orðið hlut- fallslega meiri og hefur þannig vaxið úr 490.000 ha árið 1984 og upp í tæplega 600.000 ha árið 1992. Fjöldi fiskiskipa samtals hefur vaxið á þessu árabili úr rúmlega 1.800 og í 2.560. Á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að fyrstu kvótalögin voru sett hefur ríkisvaldið stöðugt breytt þeim frá ári til árs. í upphafi voru lögin sett til eins árs og kvóti aðeins settur á botnfisktegundir eins og þorsk, ýsu, ufsa, karfa, skarkola, grálúðu og stein- bít. Kvóta fengu skip sem verið höfðu í flotanum fyrir árslok 1983 eða samið hafði verið um smíði á fyrir þann tíma. Og kvóti viðkomandi fór eftir aflareynslu síðustu þriggja ára á undan. Tvö kerfi í gangi I skýrslu þeirri sem Tvíhöfða- nefndin skilaði til sjávarútvegs- ráðherra í fyrra um mótun nýrrar sjá- varútvegsstefnu er farið lauslega yfir þær lagabreytingar sem gerðar hafa verið á kerfinu á undanförnum áratug. Raunar var það svo að árið 1984 voru tvö fiskveiðistjórnunarkerfi í gangi, því sóknarmarkskerfið var enn til staðar að hluta til. Strax fyrsta árið brást kerfið hvað varðar takmörkun á sókn, því þorskaflinn varð tæplega 40.000 tonn umfram heimildir. framhald ábls. 12 ÚTGERÐARMENN - SJÓMENN - AÐSTANDENDUR SJÓMANNA Nýtið ykkur þjónustu strandarstöðvanna Hringið og pantið samtal um eftirtaldar stöðvar: Reykjavík Radíó (Gufunes) sími: 91 -11030/16030 skip 91-672062 bifreiðar ísafjörður Radíó sími: 94-3065 Siglufjörður Radió sími: 96-71108 Nes Radíó sími: 97-71200 Hornafjörður Radíó sími: 97-81212 Vestmannaeyjar Radíó sími: 98-11021 Auk símtalaafgreiðslu, hlusta strandarstöðvarnar á kall- og neyðartíðnum skipa og bifreiða, rás 16, 2182 KHz og 2790 KHz, allan sólarhringinn, alla daga ársins, og annast fjarskipti við leit og björgun. SJÓMENN - Munið tilkynningaskylduna 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.