Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Síða 35
VÍKINGUR / Asgeir Baldursson á Sæljóninu RE 19: / Eg er alinn upp íFlóanum „Ég tók við þessum bát eftir hrygningarstoppið í apríl. Þetta hefur verið frekar lélegt, tvö til þrjú tonn á dag,“ sagði Ásgeir Baldursson, skipstjóri á Sæljóni RE 19, þegar rætt var við hann. Ásgeir var að veiðum á Hafnar- leirnum. Þeir eru á snurvoð. Ásgeir segir að sæmilegasta verð fáist fyrir kolann, eða 78 krónur fyrir rauðsprettuna en 45 krónur fyrir annan afla, nema sólkolann. „Það er gott verð fyrir hann. Það hæsta sem ég hef heyrt er 170 krónur. Það er bara það lítið af honum.“ Sæljónið hefur Flóaleyfi og Ásgeir segist bíða eftir að mega byrja þar. Flóinn verður opnaður 15. júlí. Ég hlakka til þess þar sem það hefur fengist ágætt þar, auk þess sem ég þekki mig vel þar, en ég er nánast alinn upp í Flóanum.“ Áður en Ásgeir tók við Sæljóninu var hann með Guðbjörgu RE. Sæljónið, sem og aðrir snurvoðarbátar sem leggja upp í Sandgerði, landa daglega. Það er farið á sjó um klukkan fimm á morgnana og komið í land uin eða eftir kvöldmat. „Við náum að kasta fimm til sex sinnum á dag, en við erum að fiska á djúpu vatni, 60 föðmum og jafnvel dýpra, þannig að við þurfum að slaka út um 1.200 föðmum.“ Sendum sjómönnum og fiskvinnslu- fólki bestu kveðjur á sjómanna daginn. ISHUSFELAG ISFIRÐINGA Eyrargata 2-4. • P.O.Box 18 Sími 94-3870 • Fax 94-4720 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.