Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Side 6
I orvsliiíímn Auðlindin TT'yrir skömmu voru kynnt drög að nýju 1 frumvarpi að lögum um bœtta umgeng- ni um auðlindir sjávar. Megininntak frum- varpsins er að setja skýran lagaramma um hvað megi og hver viðurlög eru efítrekað verði sönnuð á menn misnotkun á þeim rétti. Hvernig skuli standa að fiskveiðum, viktun ogflutningi landaðs afla. Tafnframt er að nýju leyft að ákveðið hlut- fall aflans megi vera undirmálsfiskur og að því gefnu að sú regla sé ekki misnotuð geta 50% af undirmálsafla talist utan kvóta. Vlssulega er alltaf umdeilanlegt hvað eigi að setja í lög og reglur en meginkrafan er sú að allir sitji við sama borð og enginn hafi sjálftökurétt umfram annan til þess að komast framhjá þeim reglum sem í gildi eru s hverju sinni. Fulltrúar FFSI í nefndar- starfinu um auðlindir sjávar vöruðu við því að taka undirmálsregluna inn í kvótann eins og gert var og fullyrtu að það yrði til þess að umgengni versnaði ennfrekar, sérstak- lega með tilliti til oflítils heildarkvóta, aðeins 155 þúsund tonn afþorski eins og er. Oem beturfer urðu nefndarmenn sammála O um, við endurmat á staðreyndum máls- ins, að það vœri rétt að leyfa að nýju löndun á undirmálsafla utan kvóta og tryggja þan- nig að sem mest afdauðum smáfiski kæmi að landi. Það tel ég að hafi verið rétt ákvörðun og sjávarútvegsráðherra hefur þegar sett nýja reglugerð þar um. Víð höfum einnig haldið á lofti því sjón- armiði í nefndinni að leyfa œtti að landa fiski utan aflamarks eftilkynnt vœri um það fyrirfram og þá aðeins í mjög takmörkuðu magni á hvert skip en jafnframt væri það skilyrði að slíkur afli væri seldur áfisk- markaði. Aðeins hluti aflaverðmætis kœmi í hlut áhafnar og útgerðar en mestur hluti aflaverðmætis fœri í sjóð sem hefði það markmið að stuðla að auknum rannsóknum á lífríki sjávar. Jafnframt væri hlutverk slíks sjóðs að standa fyrir tilraunaveiðum á nýjum fiskimiðum og leita nýrra fiskistofna. Þetta höfum við talið að gæti bætt umgengni um auðlindina og komið í veg fyrir aðfiski sem skipfær í veiðarfæri og á ekki nægan kvótafyrir sé varpað fyrir borð, engum til gagns. T* essu sjónarmiði okkar var vœgast sagt 1 sýndur lítill skilningur í nefndinni og ekki tekið inn ífrumvarp um bætta um- gengni um auðlindina. Því er enn haldið fram afhálfu FFSI að mjög takmörkuð heimild að þessu leyti vœri til bóta. Við gerum okkur manna best grein fyrir því að þannig heimild er vandmeðfarin. Það væri hins vegar ekki hægt að bera því við að sjó- menn mættu ekki koma með aflann sem drepinn var að landi, efslíkt vœri heimilað að takmörkuðu leyti til þess að koma í veg fyrir að óvelkominn afli í veiðarfœrum fiskiskipa fœri aftur í sjóinn, engum til gagns. Aukin verðmœti og atvinna samfara slíkri takmarkaðri heimild væri betra en sú sóun sem nú á sér stað innan kvótakerfisins. Gleðileg jól! Guð|ón A. Kristjánsson VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.