Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 15
á undanförnum árum. Ég skai taka dæmi sem skýrir málið. Þegar spurt er í dag hversu mikið af fiski sé á miðum norðan Islands fást engin svör. Svörin fást ekki vegna þess að enginn hefur lengur möguleika á að stunda veiðar á svæðum þar sem ekki veiðist blandaður afli annarra fisktegunda en þorsks. Þetta sést fljótt þegar skoðuð er sókn t.d. tog- ara á norðurmið, hún er nánast engin. Rannsóknir eru líka nánast engar utan togararalls. Enginn getur því lengur sagt til um hversu mikið er um þorsk á norðurmiðum, né hvernig samanburður er þar við fyrri ár eða áratugi. Saman- burðarmusterið er ónýtt að þessu leyti og togararall eitt sér dugar ekki á uppeldis- slóð með jafnbreytilegum hitafars- og náttúruskilyrðum sjávar. ÞESSU SVÖRUÐU SJÓMENN SJÁLFIR Kvótabraskið, eins og við sjómenn köllum það, er einn angi þessa stjórn- kerfis fiskveiðanna. Að stærstum hluta snerist það verkfall, sem fiskimenn boð- uðu til, um að finna aðferð til að koma í veg fyrir að sjómenn tækju beint eða óbeint þátt í kvótakaupum útgerðar- manna. Jafnframt var ástæða verkfallsins sú að kjarasamningar fiskimanna höfðu verið lausir í tvö ár og gera þurfti nýja samninga um fjölmargar veiðigreinar og vinnsluaðferðir sem teknar hafa verið upp á fiskiskipaflotanum ásamt veiðum á fjarlægjum miðum síðastliðin 3-4 ár. Því var haldið fram af útvegsmönnum í áróðursskyni að þetta væri verkfall sjó- mannaforystunnar en sjómenn vildu óbreytt ástand. Þessu svöruðu sjómenn sjálfir á mjög skýran og viðeigandi hátt þegar reynt var að Ijúka aðgerðum með því að bera miðlunartillögu ríkissátta- semjara undir atkvæði. Hún var kolfelld og jafnvel forystumenn útgerðarmanna áttuðu sig á því að gera yrði samninga við sjómenn ef ljúka ætti deilunni. Að- eins fimm dögum eftir að miðlunar- tillagan var felld var gerður nýr kjara- samningur, sem sjómenn samþykktu með 80% atkvæða. Ég verð að segja það hreint út að verkföll eru algjört neyðarúrræði og afar leitt að forysta LÍÚ skuli aldrei fást að raunverulegu samn- ingaborði án þess að þjóðfélagið beri af því verulegan skaða vegna verkfalls. I þessu tilfelli voru þeir fjölmörgu út- gerðarmenn, sem alltaf hafa staðið rétt að málum, alltofvægir í gagnrýni sinni á þá félaga sína sem héldu uppi kvóta- braski með þátttöku sjómanna. Ef sam- tök útgerðarmanna hefðu beitt sér gegn þátttöku sjómanna í kvótakaupum, en ekki varið þau óheillavinnubrögð, hefðu þeir heiðarlegu ekki orðið af þeim tekjum sem raun ber vitni. Það er engan veginn nóg að fá stuðningsyfirlýsingar við löglega boðað verkfall en síðanfá skipin alla þá þjónnstu sem þau þurfafrá verkalýðsfélögum við lönd- un aflans. ÞÓTT RÁÐHERRA SEGI AÐ UM LÖGBROT SÉ AÐ RÆÐA Ég ætla rétt að vona að næstu kjara- samninga fyrir fiskimenn megi gera án verkfalla. Þær fáu útgerðir, sem með ólögmætum hætti komu sér undan þát- ttöku í þessum aðgerðum, sýndu okkur samt sem áður að samstaða verkalýðsins í landinu er ekki til staðar þegar á reynir. Það er engan veginn nóg að fá stuðn- ingsyfirlýsingar við löglega boðað verk- fall en síðan fá skipin alla þá þjónustu sem þau þurfa frá verkalýðsfélögum við löndun aflans. Vinnulöggjöfm virðist vera þannig úr garði gerð að refsiréttur hennar við brotum og sektarákvæði hræða ekki og stjórnvöld gera ekkert þótt ráðherra segi að um lögbrot sé að ræða. KÖTTUR í KRINGUM HEITAN GRAUT Með hverju árinu sem líður án þess að við hefjum hvalveiðar fjölgar þessum sjávarspendýrum á fiskimiðum við ís- land. Að mínu viti hafa íslensk stjórn- völd verið eins og villuráfandi sauðir í afstöðunni til hvalveiða undanfarin ár. Stundum hefur átt að setja fram stefnu um veiðar en ávallt, þegar átt hefur að knýja á um afgerandi stefnumörkun til að hefja veiðar, hefur verið farið með málið líkt og köttur í kringum heitan graut. Þessi vingulsháttur er gjörsamlega óþolandi. Ef svo heldur fram sem horfir næstu ár og áratugi gæti framtíðin orðið sú að við gætum lítið veitt vegna afáts friðlýstra dýra á fiskimiðum. Ég legg til að þegar næsta vor hefjist að nýju hvalveiðar hér við land. ALGJÖRT TÓMLÆTI AF HÁLFU STJÓRNVALDA Við höfum talið að sú stefnumörkun, að reyna að efla útgerð farskipa hérlendis með bættum samkeppnisskilyrðum út- gerða og sjómanna í vöruflutningum, væri til góðs og höfum beint því til ráða- manna að gera breytingar á lögum í þessa veru eftir að úttekt á stöðu og sam- keppnisskilyrðum kaupskipaútgerða hefur farið fram, en eftir því höfum við óskað við stjórnvöld. Eins og við upplif- um raunveruleikann í dag við þessum hugmyndum FFSI þá ríkir algjört tóm- læti af hálfu stjórnvalda um þennan hluta atvinnusköpunar Islendinga. Hugsanlega vegna þess að Jórna þyrfti einhverjum núgildandi skattaprósent- um sem síðar gætu komið til baka í meiri umsvifum og fjölgun starfa. ÞÁ LYPPAST RÁÐAMENN NIÐUR Það er mikið talað um að efla hér atvinnu og reisa eitt stykki álver, en þegar bent er á atvinnu sem fyrir er í landinu, og mætti auka ef vel væri að samkeppni búið, þá lyppast ráðamenn niður. Hugsanlega vegna þess að fórna þyrfti einhverjum núgildandi skattaprósentum sem síðar gætu komið til baka í meiri umsvifum og fjölgun starfa. En þurfi að slá af tekjum til íslands vegna sölu á orku, sem þegar er fjármögnuð af ís- lenskum heimilum og atvinnulífi, má vinna út frá langtímasjónarmiðum um aukna atvinnu og tekjur síðar. Ég stóð í þeirri meiningu, þegar ég greiddi atkvæði með aðild að EES-samningn- um, að það þyrfti að gera íslenskt at- vinnulíf samkeppnisfært á öllum sviðum ef vel ætti að búa að íslenskri framtíð. Mér finnst verulega skorta á að svo sé, þegar farmenn og atvinna þeirra er rædd við ráðamenn Islands. VIKINGUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.