Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Side 18
kaupa nýjan bát, kvótalausan, og gerði
hann út á sóknarmarki. Astæða þess að
hann var að selja bátinn til Eyja er að
hann ætlar að minnka við sig eftir að
stálliðirnir verða settir í hann. Marteinn
er sem sagt ekki bara að endurnýja báta-
kostinn heldur líka sjálfan sig. Lappa-
meinin gefa tilefni til að álykta að Mart-
einn hafi verið á sjó frá blautu barnsbeini
en það er öðru nær.
„Eg byrjaði fimmtugur - þegar aðrir
voru að fara í land. Ég var í vöruflutn-
ingum í sextán ár og átti grillskálann hér
í nokkur ár. Ég hélt að útgerðin væri það
björgulegasta sem hægt væri að gera en
ég er kominn á aðra skoðun núna.“
Frá Ólafsvík eru gerðir út nærri
fimmtíu krókabátar en síðastliðið sumar
voru 130 bátar í útgerð frá Ólafsvík um
lengri eða skemmri tíma.
Jóhann er líka í krókabátaútgerð. „Ég
ætlaði að gera þetta þannig að ég yrði
átta mánuði á sjó. En eftir breytingarnar
á krókalögunum verð ég að að söðla um
þar sem ég hef nú kvóta upp á 50 tonn.
Mér dugir áreiðanlega sumarið til að
klára hann miðað við afla tveggja síðustu
sumra. Samt dugar það ekki til að ég geti
legið í sól og sjó hina mánuðina.“
Jóhann er „flökkudýr“ eins og Sigurð-
ur segir. Hann flakkar á milli báta, tekur
þá á leigu eða stýrir.
ÞINGMENN TREYSTA EKKI ÞVÍ
SEM ÞEIR GERA SJÁLFIR
En hvernig er að vinna undir svona
fyrirkomulagi þegar alltafer verið að
breyta forsendunum ?
„Það er bara óþolandi," segja þeir og
eru loksins sammála um eitthvað.
„Það er aldrei hægt að vita hvað er
framundan,“ bætir Sigurður við. „Það
eru aldrei sett lög nema til nokkurra
mánaða í senn, því menn búast við að
þau verði svo vitlaus að aldrei verði hægt
að framkvæma þau almennilega. Það er
svolítið afkáralegt hjá þingmönnunum
að þeir skuli aldrei treysta því sem þeir
gera sjálfir."
Marteinn segir að aldrei sé tekið á
vandamálunum til frambúðar heldur sé
þeim velt áfram í það óendanlega.
Jóhann talar um félaga þeirra sem fékk
úthlutað 56 tonna kvóta en fiskaði tvö-
falt það magn áður. Sá er það gamall í
hettunni að hann sækir jafnstíft og áður.
Marteinn Karlsson endurnýjar sjálfan sig um leið og bátana.
togarajaxl sem gerir út Kötluna. Hann er
einn á, enda segir hann hlæjandi að
báturinn beri varla meira en hann.
„Fiskurinn er ekki orðinn til skiptanna,“
segir hann, en hinir benda á að sem tog-
araskipstjóri hafi hann fiskað allt í þrot
og því verði hann að sitja einn að því litla
sem eftir sé. Sigurður segist hafa verið á
sjó frá því hann var púki en margt hafi
breyst.
ÉG ER AÐ GEFAST UPP Á ÞESSU
STREÐI
„Það er ekki hægt að lifa af þessu
helvíti eins og hlutum er ráðstafað í dag,“
segir hann og Marteinn segir að búið sé
að dæma þá til dauða, aðeins aftakan sé
eftir. Marteinn var að selja bát til Vest-
mannaeyja. „Ég er að gefast upp á þessu
streði, enda orðinn lappalaus,“ segir
hann.
En Jóhann kann aðrar skýringar á út-
gerðarsögu Marteins, sem þykir lýsandi
dæmi um útgerð í dag.
Marteinn átti 10 tonna krókabát í tvö
ár en seldi hann um áramót 1989 og ‘90
Tveimur mánuðum síðar var settur á
hann 80 tonna kvóti að verðmæti 12
milljónir. Þá var Marteinn búinn að
Jóhann Steinsson er svokallað flökkudýr.