Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 21
Skáta- starfið kom mér í skipsrúm Ólafur Sighvatsson í Stykkishólmi man upp á dag hvenœr hann byrjaði að hafa sjómennsku sem atvinnu. Það var 13. janúar 1948, en þá var Ólafur átján ára. Þennan örlagaríka dag byrjaði hann sem háseti á báti frá útgerð Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi. Ólafur er fæddur og uppalinn í sveit, í Flóanum, rétt utan við Stokkseyri. „Það vantaði menn á bátinn, sem átti að fara á vetrarsíld frá Hvalfirði. Þá hafði ég að vísu farið einn róður töluvert áður. Við vorum margir bræðurnir heima og lítið að gera. Ég hringdi í kunningja minn og spurðist fyrir um pláss á síldar- bát, því ég vissi að tekjurnar voru í síldinni. Hins vegar entist þessi Hval- fjarðarsíld ekki lengi. Við lönduðum öllu í flutningaskip sem lá úti á Hvalfirði og fluttu síldina norður. Hvalfjörðurinn iðaði allur af síld og inn í Kollafjörð að Viðey. Það kom fyrir að við vorum tólf tíma frá því lögðum frá bryggju í Reykjavík og þar til við vorum búnir að fylla. En það kom líka fyrir að við þyrft- um að bíða í hálfan mánuð eftir löndun. Síldin fór öll í bræðslu, enda var hún bara grútur.“ Seinna komst Ólafur að því hvers vegna honum veittist svona auðvelt að fá pláss á tímum þegar margir voru um bestu skipsrúmin. Ólafur hafði lengi starfað með skátahreyfingunni og lært að hnýta hnúta, splæsa og ofurlítið á kornp- ás. Þetta vissi skipstjórinn og var því að ráða mann sem hafði grunnþekkingu. Ólafur kom því sem skáti til sjós og „eitt sinn skáti, ávallt skáti“. GRÚTURINN VAR FARINN AÐ SEYTLA Á MILLI ÞIUA „Þetta var nýlegt skip, ekki nema tveggja ára. Ég svaf í þverkoju við lúkars- þilið og þegar síldin var búin að liggja í tvær vikur upp við þilið hinum megin var grúturinn farinn að seytla inn á milli þilja. Sængin mín límdist föst í grútnum og ég varð að rífa hana frá,“ segir Ólafur og leikur með tilþrifum. „Við hættum að geyma fötin okkar um borð því grút- arpestin var rosaleg. Stelpurnar sögðu líka að það væri grútarpest af okkur þegar við dönsuðum við þær.“ / Olafur Sighvatsson í Stykkishólmi er fyrrverandi skip- stjóri. Hann er hætt- ur eiginlegri sjó- mennsku en starfar mi við ferðaþjón- ustu. Hann siglir með ferðamenn og fiskar handa þeim kúskeljar sem oftast eru borðaðar ný- veiddar. Mótorvindingar og aðrar rafvélaviðgerðir á vel búnu verkstæði Raflagnaþjónusta i skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum Vatnagörðum 10 • Reykjavík 0 568-5854 / 568-5855 • Fax: 568-9974 50 ÁK ÞJÓNUSTA ÍÞÍNAÞÁGU 1945-1995 VlKINGUR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.