Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 21
Skáta-
starfið
kom mér
í skipsrúm
Ólafur Sighvatsson í Stykkishólmi man upp á dag hvenœr hann byrjaði
að hafa sjómennsku sem atvinnu. Það var 13. janúar 1948, en þá var
Ólafur átján ára.
Þennan örlagaríka dag byrjaði hann
sem háseti á báti frá útgerð Sigurðar
Ágústssonar í Stykkishólmi. Ólafur er
fæddur og uppalinn í sveit, í Flóanum,
rétt utan við Stokkseyri.
„Það vantaði menn á bátinn, sem átti
að fara á vetrarsíld frá Hvalfirði. Þá hafði
ég að vísu farið einn róður töluvert áður.
Við vorum margir bræðurnir heima og
lítið að gera. Ég hringdi í kunningja
minn og spurðist fyrir um pláss á síldar-
bát, því ég vissi að tekjurnar voru í
síldinni. Hins vegar entist þessi Hval-
fjarðarsíld ekki lengi. Við lönduðum öllu
í flutningaskip sem lá úti á Hvalfirði og
fluttu síldina norður. Hvalfjörðurinn
iðaði allur af síld og inn í Kollafjörð að
Viðey. Það kom fyrir að við vorum tólf
tíma frá því lögðum frá bryggju í
Reykjavík og þar til við vorum búnir að
fylla. En það kom líka fyrir að við þyrft-
um að bíða í hálfan mánuð eftir löndun.
Síldin fór öll í bræðslu, enda var hún
bara grútur.“
Seinna komst Ólafur að því hvers
vegna honum veittist svona auðvelt að fá
pláss á tímum þegar margir voru um
bestu skipsrúmin. Ólafur hafði lengi
starfað með skátahreyfingunni og lært að
hnýta hnúta, splæsa og ofurlítið á kornp-
ás. Þetta vissi skipstjórinn og var því að
ráða mann sem hafði grunnþekkingu.
Ólafur kom því sem skáti til sjós og „eitt
sinn skáti, ávallt skáti“.
GRÚTURINN VAR FARINN AÐ
SEYTLA Á MILLI ÞIUA
„Þetta var nýlegt skip, ekki nema
tveggja ára. Ég svaf í þverkoju við lúkars-
þilið og þegar síldin var búin að liggja í
tvær vikur upp við þilið hinum megin
var grúturinn farinn að seytla inn á milli
þilja. Sængin mín límdist föst í grútnum
og ég varð að rífa hana frá,“ segir Ólafur
og leikur með tilþrifum. „Við hættum að
geyma fötin okkar um borð því grút-
arpestin var rosaleg. Stelpurnar sögðu
líka að það væri grútarpest af okkur
þegar við dönsuðum við þær.“
/
Olafur Sighvatsson í
Stykkishólmi er
fyrrverandi skip-
stjóri. Hann er hætt-
ur eiginlegri sjó-
mennsku en starfar
mi við ferðaþjón-
ustu. Hann siglir
með ferðamenn og
fiskar handa þeim
kúskeljar sem oftast
eru borðaðar ný-
veiddar.
Mótorvindingar
og aðrar rafvélaviðgerðir
á vel búnu verkstæði
Raflagnaþjónusta
i skipum, verksmiðjum
og hjá einstaklingum
Vatnagörðum 10 • Reykjavík
0 568-5854 / 568-5855 • Fax: 568-9974
50
ÁK
ÞJÓNUSTA
ÍÞÍNAÞÁGU
1945-1995
VlKINGUR
21