Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 31
fiski, allt upp í tíu til tólf tonn á tuttugu bjóð. Það var skemmtileg stemmning á loð- nunni, maður var orðinn það gamall. Margir vinir mínir og kunningjar töldu mig óðan að ráða mig til sjós. Mig grunar að einhverjir hafi beðið eftir að ég gæfist upp. Þetta gekk vel og var gaman. Eg þoldi þetta vel, var aldrei sjóveikur og leið vel. Það var skemmtilegur andi um borð og margir þeirra sem voru á Höfr- ungi þetta sumar eru góðir kunningjar mínir í dag. Það er margt ólíkt með loðnuveiðum og að vera á línu. Það er sérstakt að hanga fyrir norðan 68 gráður, svamlandi upp í níu eða tíu vindstig að bíða eftir að lygni til að hægt sé að kasta, þá myndast sérstakt andrúmsloft. Því er ekki hægt að lýsa, þeir vita það einir sem reynt hafa hvað ég er að meina. Undir þannig kringumstæðum reynir á geð- prýði manna og alla framkomu. Loðnu- veiðarnar eru spennandi, sérstaklega þegar báturinn er fylltur í tveimur köst- um. Það er jafn spennandi og skemmti- legt og það er leiðinlegt að fá kannski bara fimmtíu tonn þegar kastað er lát- laust. Þá ná hendurnar niður á hæla að morgni. Annað sem var mjög skemmtilegt fyrir mig var að kynnast frænda mínum og nafna. Það var nokkur aldursmunur á okkur og ég hafði litið upp til hans þegar ég var gutti. Við áttum nokkuð sam- eiginlegt. Hann hafði líka verið í fótbolt- anum, spilaði með meistaraflokki IA, en hætti í boltanum og fór til sjós, en ég hætti á sjónum og fór í fótboltann." MARGT LÍKT MEÐ SJÓMENNSKU OG FÓTBOLTA - Ef þú hefðir verið lélegri í fót- bolta værirðu þá jafnvel skipstjóri í dag? „Það er ekki ólíklegt. Eg ætlaði mér að verða sjómaður. Annars er margt líkt með sjómennsku og fótbolta. Það þarf veiðieðli í hvoru tveggja og það á við hvort tveggja að þeir fiska sem róa. Ég held að ég búi að því að hafa verið til sjós í því starfi sem ég er núna í. Það er á hreinu að sjórinn gefur ekkert af sjálfu sér og sigrar vinnast heldur ekki af sjálfu / « ser. -sme Guðjón fagnar eftir að hafa gert KR að bikarmeisturum. „Þeir fiska sem róa,“ segir hann bæði um sjómennsku og fótbolta. Sjómenn! ********** Gerist áskrifendur að eina blaðinu sem sjómenn gefa út Sjómannablaðið Víkingur 562 99 33 og 562 62 33 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.