Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 32
Alltaf Fáar innsiglingar eru eins varasamar og erfiðar og innsiglingin í Hornajjarðarós. Aðkomubátum er alltaf beint inn með aðstoð Björns lóðs, en það er heitið á lóðsbátþeirra Hornfirðinga. Báturinn er nefhd- ur í höfuðið á gömlum hafhsögumanni á Hornafirði. gott veður á Hornafirði Á lóðsbátnum eru fjórir skipstjórar sem skipta þremur störfum á milli sín. Hver þeirra er eina viku skipstjóri, aðra vikuna hafnsögumaður og þriðju vikuna á hafnarvigtinni. Fjórða vikan er frívika. Þegar tíðindamaður Víkingsins var á Hornafirði hitti hann tvo skipverja á lóðsbátnum, þá Vigni Guðmundsson, sem var hafnsögumaður þá vikuna, og skipstjórann á sömu vakt, Torfa Frið- fmnsson. „í þetta starf þarf hæfileikamenn,“ sagði Torfi í gríni og leit sposkur á Vigni. Ymsar nýjungar hafa verið teknar í gag- nið hjá Hornafjarðarhöfn. Nýjasti „starf- smaður“ hafnarinnar er Sólbjört, en hún svarar í símann allan sólarhringinn og gefur upp veður- og ölduhæð. Torfi og Vignir láta vel af starfi sínu um borð í lóðsbátnum, „enda alltaf gott veður á Hornafirði“. Torfi og Vignir við Björn lóðs. SKIPSTJÓRINN RÆÐUR ÖLLU Þegar aðkomubátur kemur inn á Hornafjarðarós hefur skipstjórnar- maðurinn samband við Björn lóðs. Þeir fara tveir saman út, á þessari vakt er Torfi skipstjórinn en Vignir hafnsögumað- urinn. Skipstjórinn ræður öllu um borð í lóðsbátnum þar til hafnsögumaðurinn er kominn um borð í aðkomubátinn. Þá 32

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.