Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Qupperneq 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Qupperneq 38
Verðið er algjört ævintýri en kvótinn er lítill Skipverjarnir á Guðmundi Jenssyni í Ólafsvík voru að gera sig klára til að leggja netin. Fannar Guðmundsson, Sölvi Þórðarson og Illugi Jens Jónasson skipstjóri eru ánægðir með fiskeríið og telja þorskverðið ævintýralegt. „Það hefur gengið svona upp og ofan á netaveiðunum í haust,“ segir Illugi Jens, skipstjóri á Guðmundi Jenssyni frá Ólafsvík. „Við fiskum bara meira en við megum og vantar því kvóta. Núna erum við búnir með fjórðung af kvótanum þegar ekki eru Iiðnir nema tveir mánuðir af kvótaárinu. Við róum að meðaltali tólf daga í mánuði til að spara kvótann. Þótt það sé ágætt að snúast í kringum konurnar eru tekjurnar of lágar.“ Þegar Illugi Jens er spurður um stærð bátsins segir hann stærð vera afstætt hug- tak. Báturinn var 9,9 tonn í upphafi og er núna 44 brúttótonn. Síðan er búið að lengja hann og breyta. „Við áttum stærri bát en seldum hann og settum kvótann yfir á Guðmund, sem hefur mestan þorskkvóta allra báta af sambærilegri stærð. Báturinn sem við seldum var 80 tonn og við einfaldlega minnkuðum við okkur til að aðlagast aðstæðum. A þessum bát erum við fjórir en vorum átta á hinum.“ AFLINN Á MARKAÐ OG I SALTFISK Í REYKJAVÍK Og er verðið sanngjarnt? Verðið er algjört ævintýri, því við erum bara að fiska stóran fisk og fáum gott mat,“ segir Illugi. Hann segir að meðalsiglingartíminn á miðin sé tuttugu mínútur til klukku- stund yfir veturinn en um sumarið séu þeir allt að þrjá tíma á miðin. En þrátt fyrir að Illugi Jens sé með stúdentspróf og sveinspróf í rafvirkjun vill hann heldur vera á sjó. „Ég er engan veginn dæmdur til að vera sjómaður, en ég get ekki séð mig í því að stimpla mig inn klukkan átta og út klukkan fimm.“ Jóhanna A.H. Jóhannsdóttir Strákarnir á Guðmundi Jenssyni voru að gera klárt. 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.