Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Qupperneq 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Qupperneq 40
Vi SJOMANNABLAÐIÐ IKINGUR p\ónos fusídu*' Umsjón: Olafur A. GuSmundsson Hafdís á Kam- tchatka Islenskar sjávarafurðir fesfu nýlega kaup á sjávarútvegs- kerfinu Hafdísi ásamt enskri þýðingu þess frá Tæknivali hf. og bókhaldskerfinu Con- corde XAL frá Hug hf. fyrir skrifstofur sínar í Petropavlosk á Kamtchatka, þar sem IS hafa tekist á hendur risaverk- efni í útgerð og vinnslu. Kerfin sem notuð verða á Kamtchatka munu halda utan um veiðar og vinnslu sextán togara og sex frystiskipa auk fjögurra 49 þúsund tonna móðurskipa. Aflinn er ful- lunninn um borð í frysti- og móðurskipunum, en um borð í hverju móðurskipi eru um 250 starfsmenn. Um borð í móðurskipunum og frystitogurunum er framleiðsl- an skráð og upplýsingar sendar með gervihnattasam- bandi (INMARSAT) til skrifsto- funnar á Kamtchatka. Þar er framleiðslan skráð í birgða- kerfi Hafdísar, sem hefur ávallt fullkomnar upplýsingar um heildarmagn afurða hvers og eins frystitogara eða móð- urskips og hvar hver og ein vara er stödd. Hafdís hefur einnig yfirlit um hversu mikið magn er um borð í flutningaskipunum sem flytja afurðirnar á markað. Birgðakerfið heldur utan um allar veðsetningar á unnum afurðum, afskipanir og af- reikninga. Eftir að afreikn- ingur hefur farið fram er salan sjálfvirkt skráð í fjár- hags- og viðskiptamannakerfi Concorde. Þá hafa IS á Is- Nú er verið að faka í notkun símsvara hjá Vita- og haf- namálastofnun, sem veitir upplýsingar frá tólf veður- stöðvum í vitum og höfnum og frá sex úthafsölduduflum. Mæld er ölduhæð á rúmsjó og í innsiglingum hafna, flóð- hæð og ýmsir veðurfars- og sjávarþættir. Upplýsingunum er ætlað að auka öryggi sjó- farenda og auðvelda sjó- sókn, þannig að sjómenn geti fengið upplýsingar um að- stæður til siglinga við landið á svipaðan hátt og stjórnend- ur flugvéla fá upplýsingar um veður og aðstæður til flugs. Þróun þessa búnaðar hefur tekið nokkur ár, en hvatinn var m.a. sá áhugi sem sjófar- endur og einkum sjómenn á minni bátum frá Höfn í Hornafirði sýndu upplýsing- um um ölduhæð utan Ossins. Tölvuskjá var komið fyrir í glugga á hafnarvoginni þan- nig að sjómenn gátu fylgst með ölduhæðinni og metið hvort hægt væri að fara á sjó. Til þess að geta einnig fengið veðurupplýsingar var sett upp veðurathugunarstöð i samvinnu við Veðurstofuna og mælir til að fylgjast með sjávarföllum. Þessar upplýsin- gar berast á hverri sekúndu og birtast á tölvuskjá á aðgengilegu formi. Sjómenn hafa lært að nota þessar landi ætíð nákvæmar upp- lýsingar um hve mikil verðmæti eru á Kamtchatka og viðeigandi skipum á hver- jum tíma þar sem framleiðslu- skeyti eru send sjálfvirkt úr Hafdísi á skrifstofunum í Petropavlosk til tölvukerfis IS í Sigtúni í Reykjavík. Ilpplýslngakerfi um veður og sjólag upplýsingar og fundið þau mörk er mismunandi skipastærðum eru sett um veður og ölduhæð þegar siglt er um Osinn. Reynslan frá Hornafirði sýnir að kerfið er einnig mikið not- að til að afla upplýsinga um hvort gefi á sjó. Kerfið býður upp á ýmsar upplýsingar, sem mæta þörfum sjófar- enda. Veðurstöðin gengur fyrir orku úr rafgeymum, sem hlaðnir eru með sólarorku og litlum vindrafli. Það er víðar en á Hornafirði, sem aðstæður eru erfiðar og þörf á upplýsingum fyrir sjó- farendur. Þegar skip nálgast land hafa sjólag, veður og flóðhæð afgerandi áhrif á hegðan þess. Skip hafa farið stækkandi og gera þarafleið- andi meiri kröfur til aðstæðna við ströndina, í innsiglingum og höfnum. Jafnframt eru þessi skip viðkvæmari fyrir vindi vegna meira vindfangs, þannig að ekki er hægt að sigla inn í höfn eða leggjast að kanti nema vindhraði sé innan ákveðinna marka. I byrjun verða eftirfaldar tólf veðurstöðvar tengdar símsvara Vita- og hafnamála- stofnunar: Grindavíkurhöfn, Garðskagaviti, Gufuskálar, Bjargtangaviti, Straumnesviti, Hornbjargsviti, Grímsey, Fontur, Dalatangi, Kambanes- viti, Hvanney og Skarðsfjöru- viti. Við fimm þessara stöðva er jafnframt öldudufl úti fyrir ströndinni, þannig að einnig fást upplýsingar um ölduhæð. Hér er um að ræða Grinda- vík, Garðskagavita, Straum- nesvita, Grímsey og Hvann- ey. Þrettánda stöðin gefur einungis upp ölduhæð frá duflinu við Vestmannaeyjar. Ölduduflin eru gular kúlur, 70 cm i þvermál, sem fljóta á yfirborðinu. Þau senda frá sér fimm gul leiftur á 25 sek- úndna fresti. Olduduflin eru viðkvæm og þola ekki ásigl- ingu eða að festast i veiðar- færum. Því er leifast við að leggja þeim við flök, festur og á bannsvæðum. Símatorg Pósts og síma verð- ur notað til að koma upplýs- ingum um veður og sjólag til sjófarenda. Verðið er krónur 13.35 á mínútu án virðis- aukaskatts. Simanúmer upp- lýsingaþjónustunnar er 902- 1000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.