Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 46
Tve^- kaílar úr æviminninum Jósafat s Hinrikssonar Ottalaus „Það hefur alltafverið mér í blóð borið að fara vel með hluti og til er skemmtileg saga frá árunum á Neptúnusi sem segir allt sem hægt er að segja um vandvirkni mína og góða meðferð á vélum. Eftir margra ára starf á Neptúnusi var ég eitt sinn staddur á fundi á skrifstofu Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns. Á þessum fundi sagði Tryggvi mér að eftir næsta túr ætti skipið að sigla til Aberdeen á Skotlandi til að fá nýja togvindu. Eg varð hvumsa við, togvinduna hugsaði ég um eins og mína eigin og vissi að ekkert var að henni. Ég spurði Tryggva því af hverju þyrfti að fá nýja. Tryggvi svaraði: „Þetta er orðin gömul vinda.“ „Þú ert nú líka orðinn gamall,“ sagði ég þá ákveðinn, „bæði þú og togvindan eru orðin gömul en standið ykkur þó vel, eruð í góðu lagi.“ „En er hún ekki orðin kostnaðarsöm?“ spurði Tryggvi þá. „Hefurðu fundið fyrir því?“ svaraði ég. „Hann Guðmundur skrifstofustjóri og bróðir þinn er þarna hinum megin við hurðina. Biddu hann að sýna þér viðgerðarreikninga fyrir togvindunni.“ Tryggvi fór inn til Guðmundar og talaði við hann. Hann kom svo aftur til mín án reikninga og viðurkenndi að það hefði enginn viðgerðarkostnaður verið á togvindunni í mörg ár. Ég vissi það nú reyndar fyrir. Ég hafði alltaf haft ánægju af því á löngum siglingum í góðu veðri að yfirfara alla togvinduna. Jæja, nú var komið annað hljóð í strokkinn. „Bjarni er svo mikill fiski- maður og hann vill einnig fara að fiska á meira dýpi,“ sagði Tryggvi þá. „Þetta gastu nú sagt strax,“ sagði ég þá. Mér fannst blóðugt að skipta ætti um togvinduna, sem ég hélt mikið upp á og hafði hugsað vel um, bara vegna þess að hún var gömul. Það var engin ástæða. Það varð úr að siglt var til Aberdeen til að fá nýja togvindu. Við fórum í skipa- smíðastöð Johns Lewis & sons, en þar hafði skipið verið smíðað á sínum tíma. Þar var gamla togvindan tekin úr og sú nýja sett niður í staðinn. Þar með var ég tekinn við henni. Fyrsta verk mitt var að smyrja nýju vinduna með olíuáburði sem ég blandaði sjálfur, en þennan sama olíuáburð hafði ég notað á þá gömlu, þá sérstaklega á stóru tannhjólin. Ég hafði mína eigin hentisemi í þessu verki, hitaði fyrst þessa seigu tannafeiti á ketilkoppi skipsins. Svo lét ég vinduna ganga í hægum gangi með feitinni á. Það small vel í feitinni á tannhjólunum fyrstu snúningana. Yfirmenn skipasmíðastövðarinnar stóðu á kajanum við skipshlið og horfðu á aðfarir mínar. Skotarnir ráku upp stór augu og spurðu mig hvað ég væri eigin- lega að gera. Ég sagði þeim að ég væri að undirbúa og smyrja þessi stóru tannhjól. Þeir gætu farið á verkstæðið og skoðað „gömlu togvinduna". Á henni væru tannhjólin og annað eins og nýtt. Þeir fóru og komu fljótt aftur og spurðu mig hvaða tannfeiti ég notaði. Ég sagðist blanda hana sjálfur og gaf þeim upp blöndunina. Þeir höfðu greinilega hrifist mjög af ástandi slitflatanna á gömlu togvindunni. Síðan fór togarinn á veiðar og þá kom í Ijós að nýja togvindan var engu kraftmeiri en sú gamla, aðeins stærri, tveimur til þremur tonnum þyn- gri en með sama hestaflakraft. „Nú hafið þið látið leika á ykkur,“ sagði ég við Bjarna og að beiðni Tryggva skrifaði ég þeim á Aberdeen nokkur vel valin orð. Þetta bréf bar þann árangur að fyrirtæk- ið gaf góðan afslátt af viðskiptunum. En alltaf sá ég eftir gömlu „togvindunni minni“ sem ekkert var að. Það sem var svo fyndnast við þetta allt saman var að „gamla“ togvindan okkar var sett niður í systurskipið Marz, sem var ári yngra en Neptúnus og reyndist þar alla tíð vel, enda átti ég ekki von á öðru.“ HEPPINN AÐ SLEPPA LIFANDI „Ég hafði það fyrir sið að fara eftirlits- ferðir ofandekks á hverri vakt og eitt sinn, það var eftir að kempan mikla, Bjarni Ingimarsson, og Hjalti Gíslason stýrimaður voru komnir yfir á nýja Júpiter (ex Gerpir), munaði litlu að illa færi. Ég var í eftirlitsferð. Var búinn að fara í „borurassgatið" fremst í skipinu, það er þetta ómerkilega kælivélarúm. Næst á dagskrá minni var að fara niður í fiskilestar til að líta eftir virkni kælispíralanna. Þetta tilheyrði starfi 1. Togarinn Neptúnus RE 361. 46

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.