Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 58
Hér birtist hluti úr kafla úr bókinni „Útkall - íslenska neyðarlínaiú sem Óttar Sveinsson skráði. I þessum kafla er rifjað upp björgunarafrek þyrlusveitar ystu mörk- um við bj örgun „Veðrið versnaði stöðugt hjá okkur. Hraðamælarnir gáfu til kynna að þyr- lurnar væru á 260 kílómetra hraða en mótvindurinn gerði hins vegar að verk- um að raunverulegur hraði var helmingi minni, aðeins 130 kílómetrar á klukkus- tund. Vindhraðinn var 11-12 vindstig á móti okkur. Þrátt fyrir þetta höfðum við nægilegt eldsneyti til að komast alla leið til Vöðlavíkur en við urðum að taka með í reikninginn að við björgun yrðum við að láta vélarnar hanga í að minnsta kosti eina klukkustund yfir slysstað og komast svo í burtu. Ef okkur tækist að bjarga áhöfn bátsins var heppilegast að fljúga með mennina til Reykjavíkur. Eg sá að við urðum að endurskipuleggja flug- áætlunina. Mér fannst líkurnar á að við næðum að flytja mennina til höfuðborg- arinnar nánast engar. Við urðum að kaupa eldsneyti einhvers staðar á leið- inni. Ég bað Copsey um að hafa sam- band við Keflavíkurflugvöll og biðja stjórnstöðina að kanna hvar hægt væri að fylla tankana á leiðinni. Skömmu síðar var okkur tilkynnt að við gætum tekið eldsneyti á Höfn í Hornafirði án þess að þurfa að borga á staðnum með tilheyr- andi pappírsvinnu sem myndi tefja okkur. Ég ákvað að við flygjum til Hafn- ar. Þegar við komum austur fyrir Vík og settum stefnuna til norðausturs á Höfn versnaði veðrið. Suður af Vatnajökli fór ástandið enn versnandi. Við köstuðumst til og frá og skyggnið var aðeins um hálf míla. Þetta hélst alla leið til Hafnar. Ég hafði áður tekið eldsneyti á Höfn og var kunnugur aðstæðum þar. Eftir lendingu kom í ljós að á flugvellinum var aðeins ein eldsneytisdæla — en vélarnar voru tvær - þetta átti eftir að tefja okkur. Ég ræddi þetta við Blumentritt. Við töldum bátinn í Vöðlavík enn vera á reki og milda hættu á strandi og því lá mikið á að komast á áfangastað.“ Nú var afdrifarík ákvörðun tekin. Blumentritt lagði fram tillögu við Sills: „Ég er með tvo sigmenn í minni vél en þú aðeins einn og því er betra að ég komist fyrstur á slysstað. Sigmennirnir mínir geta byrjað að bjarga skipbrots- mönnunum og síðan getur læknirinn þinn tekið við þeim þegar þú kemur á vettvang. Leyfðu mér að taka eldsneyti fyrst,“ sagði Blumentritt. Blumentritt var með allan hugann við að komast á slysstað. Hann sá fyrir sér skipbrotsmennina á Goðanum berjast fyrir Iífi sínu og ekki var langt í myrkur: „Mér fannst taka óratíma að dæla elds- neyti á vélina. Eftir að við höfðum beðið í um 15 mínútur var búið að dæla það miklu að dygði til að fljúga til Vöðla- víkur, láta vélina hanga þar í talsverðan tíma og halda síðan aftur til Hafnar. Mér fannst að nú væri komið nóg, ákvað að halda af stað og fljúga yfir Almanna- skarð.“ Þegar Blumentritt flaug af stað hafði um 800 lítrum verið dælt á vél hans. Sills taldi hins vegar að 1100 lítrum hefði þegar verið dælt á vél hans. Honum fannst erfitt að sjá á eftir þyrlunni. En hin vélin varð að fara á undan, það var enginn tími til stefnu. Blumentritt lagði á ráðin með flugmanni sínum og leit yfir landakortin: „Ég bað Henderson um að fljúga þyr- lunni eftir að við fórum frá Höfn. Þegar Goðinn hálfsokkinn í brimrótinu í Vöðlavík. Sex skipbrotsmenn hafast við í ágjöfinni uppi á brúarþakinu. Ljósm.: Gísli Guðjónsson 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.