Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 59
Vél Blumentritts flýgur að flakinu. Bergvík VE 505 er í forgrunni. Ljósm.: Gísli Guðjónsson við komum á móts við Skeggtinda yfir Lónsvík hófst tryllingsleg ókyrrð. Þyrlan varð hreinlega stjórnlaus. Mér leist ekkert á þetta. Vélin féll í átt til jarðar og missti stöðugt hæð. Það var líkt og við flugmennirnir sætum í stólum uppi á hárri byggingu og létum okkur falla saman fram af og gripum í stólarmana hvor hjá öðrum á leiðinni niður og hris- tumst duglega. Þetta var hrikalegt. Henderson togaði og togaði í aflarminn og reyndi að gefa þyrlunni eins mikið inn og hægt var um leið og hann hægði ferðina á vélinni. Mér fannst engin ástæða til að taka við því Henderson gerði allt sem í hans valdi stóð til að halda stjórn á vélinni. Hann gerði allt rétt. En þyrlan hélt áfram að missa hæð. „Þetta verður að taka enda, annars lendum við í vatninu þarna fyrir neðan,“ hugsaði ég. Þetta tók ofboðslega á taugarnar. Við áttum ekki eftir nema 30 metra niður á jörð þegar vélin hætti loks að missa hæð. Ég hafði aldrei lent í neinu þessu líku þótt ég væri búinn að fljúga þyrlum í tíu ár. Meðan á þessu stóð hafði ég ekki náð að verða hræddur enda hefði örvænting ekki komið að neinu gagni. Æfmgar okkar hafa allar miðast við það að hafa hugann við að leysa þann vanda sem upp kemur hverju sinni — ekkert annað. Við vorum nú komnir með um 15 mínútna forskot á Sills og félaga hans. Ég kallaði í hann í talstöðinni og lét vita af erfiðleik- um okkar. Hann var að ljúka við að taka eldsneyti á Höfn. „Ekki fljúga yfir þennan fjallgarð eins og við gerðum. Þá lendir þú í djöful- legum veðurofsa. Fljúgðu frekar með ströndinni,“ sagði ég. Ég reyndi að slá á létta strengi eftir allan þennan taugatitr- ing og sagði við hann: „Borgaðu nú örugglega líka fyrir okkar eldsneyti því ég fór frá Höfn án þess að gera upp minn reikning." Það var eins og þetta létti á spennunni hjá okkur Henderson því við fórum að huga að öðru en því sem á undan hafði gengið." Sills og menn hans voru að ljúka við að taka eldsneyti á Höfn: „Við héldum af stað. Ég var í nær stöðugu sambandi við Blumentritt. Hann sagðist nánast eklcert sjá í éljunum og ókyrrðinni. Þeir voru komnir niður í 35-40 metra hæð. Utlitið var ekki gott. Stuttu eftir flugtak á Höfn, á móts við radarstöðina á Stokksnesi, lentum við skyndilega í gífurlegu éli. Við vorum í 50 metra hæð. Ókyrrðin varð nú svo mikil að ég missti nánast alla stjórn á vélinni. Hún fauk næstum alveg yfir á aðra hliði- na. Nú sá ég alls ekkert fram fyrir okkur. Ég notaði allt afl vélarinnar en hún lækkaði sig samt og stefndi til jarðar. Ég sagði við áhöfnina: „Ég nota allt það afl sem ég get og sé ekkert, ókyrrðin er svo mikil. Við stefn- um til jarðar." Ég var að undirbúa áhöfnina fyrir nauðlendingu. Mér fannst engrar und- ankomu auðið. Ég hafði enga stjórn á vélinni. Það eina sem ég gat gert var að gefa henni eins mikið afl og hægt var. Mér fannst eins og Guð ýtti vélinni niður með höndunum. Þetta var yfir- þyrmandi tilfinning. Ég hafði þó reynt svipað áður í Bandaríkjunum - í einni flugferð nauðlenti ég á Iandi en í annarri ferð hætti vélin að falla í 20 metra hæð yfir sjó. Það eina sem ég gat gert núna var að reyna að halda eins mikilli stjórn á þyrlunni og hægt var — ég mátti alls ekki örvænta. Það var bara að vona að við hættum að falla. Ókyrrðin gat vissulega farið með okkur alla leið niður á jörð - en við færum þó ekki lengra. Loks virtist vélin vera hætt að falla. Ég gaf henni allt það afl sem til var. Við eðlilegar aðstæður hefði hún klifrað um 1500 metra á mínútu en þarna vorum við enn að missa hæð. Þyrlan kastaðist til hliðanna og hristist upp og niður. Ég náði loks að beina þyrlunefinu upp þegar vélin var komin niður í 15-20 metra hæð. Ég ákvað að taka aðra stefnu og beygja til suðurs í átt til sjávar. Eftir fimm mínútna flug í mjög lítilli hæð sáum við sjóinn fyrir neðan okkur og ókyrrðin minnkaði. Ég beygði þá til norðausturs meðfram ströndinni. Við áttum nú eftir um 100 kílómetra að slysstað.” Gísli og félagar hans voru nú að fá fyrstu óyggjandi fréttirnar af þyrlunum tveimur: „Um klukkan tvö var okkur sagt að varnarliðsþyrlurnar hefðu lent á Höfn í Hornafirði og önnur þeirra væri lögð af stað þaðan. Nú lifnaði aðeins yfir okkur. Við urðum að reyna með einhverju móti að koma þessum upplýsingum til skip- brotsmannanna. Við ákváðum að líkja eftir þyrluspöð- um með því að rétta út hendurnar og snúa okkur í hringi. Þegar við gerðum þetta sáum við að það lifnaði heldur betur yfir sjómönnunum úti á víkinni. Miðað við þann dapurleika sem virtist hafa ríkt í hópnum færðist nú mikið líf í mennina uppi á brúnni. Það lifnaði líka yfir okkur því nú voru að myndast mjög jákvæð tengsl milli okkar og skipbrots- mannanna. Nú var bara að vona að vélarnar kæmust - það eina sem skipti rnáli voru þyrlur.“ Kristbjörn áttaði sig fljótlega á hvað var að gerast í fjörunni: „Dagsbirtan var farin að dvxna þegar ég sá björgunarmennina á sandinum komna á óvenjumilda hreyfingu. I fyrstu fannst mér þetta benda til að þeir vildu að við hreyfðum okkur meira til að halda 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.