Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Side 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Side 61
niður sagði ég við Matt: „Þú verður að hjálpa mér þarna niðri við að hafa stjórn á vírnum þegar við hífum mennina upp.“ Blumentritt sat stífur við stýri þyrl- unnar og reyndi að ná viðmiðun fyrir framan þyrluna. Það var erfitt að finna fastan punkt í þessu kraumandi víti: „Ég lét nefið á þyrlunni snúa upp í vindinn og stillti þyrluna af. Goðinn var nú 25 metra fram undan og ég flaug vélinni áfram.“ „Ég fer hægt áfram, bara hægt, nú nálgast ég skipið. Nú er það komið undir vélina. Ég sé skipið ekki lengur,“ sagði ég í talkerfið. Nú tók Jeff spilmaður við. Hann horfði niður fyrir þyrluna og tal- aði stöðugt við mig og sagði mér til hvernig hann vildi að ég stillti þyrluna af fyrir ofan flakið. Ég var að missa jafn- vægisskynið því nú hafði ég enga viðmiðun. Það eina sem ég gat stuðst við var hæðarmælirinn inni í vélinni og ólgandi brimið fyrir framan hana. „Köstum blysi í sjóinn svo ég geti haft viðmiðun af því,“ sagði ég. Við flugum upp í vindinn og strákarn- ir aftur í köstuðu blysinu út. Ég sá að þetta stoðaði ekkert. Blysið fauk strax í burtu. Ég flaug aftur yfir flakið og lét vélina hanga á ný. Við flugmennirnir urðum nú að treysta á sjálfa okkur og tilsögnina aftur í. Spilmaðurinn taldi mig niður að réttum punkti og sagði mér stöðugt til. Þegar við komum yfir flakið og ég lét þyrluna hanga upp í vindinn voru hviðurnar svo sterkar að hraðamæl- arnir gáfu til kynna að við værum á fleygiferð. Við eðlilegar aðstæður hefð- um við verið á 100-120 kílómetra hraða miðað við það afl sem við notuðum en stormurinn, sem stóð frá hafinu, hélt á móti. Jeff sagði mér að hann væri að fara að láta Jesse síga.“ Jesse Goerz var að fara út úr þyrlunni: „Ólgandi sjórinn var nú fyrir neðan mig. Fæturnir voru lausir frá þyrlunni og ég hékk í vírnum. Jeff byrjaði að láta mig síga. Ég horfði niður fyrir mig og sjó- mennirnir horfðu upp til mín. „Ég er að fara niður í þennan ólgandi pott,“ hugsaði ég. Vindurinn var gífurlegur og hreif mig með sér. Ég einbeitti mér að loftnetunum og vírunum fyrir neðan. Jeff lét mig síga hratt. Aður en ég vissi af var ég kominn niður og greip í eitthvað fast og stóð nú skyndilega á þaki bátsins og batt mig fastan. Ég tók björgunar- lykkjuna af mér og ýtti henni frá til að Jeff gæti híft hana upp aftur. Nú gerði ég mér fyrst grein fyrir hve erfitt það yrði að koma mönnunum frá flakinu. Ég horfði í augu sjómannanna til að fá fyrstu viðbrögð þeirra og vís- bendingu um hvernig þeim liði. Ég reyndi að ná athygli þeirra. Mér fannst tveir þeirra ekki vilja eða geta horft á mig. Það var augljóst að þeir voru mjög hraktir. Maður, sem greinilega var skip- stjórinn, horfði fast á mig og beið átekta. Það var augljóst að við gætum ekki veitt mönnunum fyrstu hjálp þarna niðri og því var aðeins eitt að gera — fara með þá upp í fjöru. Ég var óöruggur enda var þetta mín fyrsta björgun. Einn maður var dáinn og ég óskaði þess heitast að eldcert kæmi fyrir skipbrotsmennina sem enn voru á lífi. Þyrlan var öskrandi fyrir ofan okkur, vindurinn hvein og öldurnar skullu á skipinu. Ég varð að öskra af öllum lífs og sálar kröftum til að reyna að gera mig skiljanlegan við íslendingana. „Er allt í lagi með ykkur?“ æpti ég og vonaðist til að mennirnir lyftu upp þumalfmgrinum eða svöruðu mér ein- hvern veginn. Skipstjórinn kinkaði kolli en ég var samt ekki alveg viss um að hann skildi mig. Mennirnir voru hljóðir. Ég sá að einn þeirra horfði alls ekki á mig. Hann virtist vera mjög illa á sig kominn. „Ég vil að við byrjum á að hífa upp þá tvo sem verst eru á sig komnir,“ æpti ég til skipverjanna. Mennirnir fóm að tala hver við annan. Nú var eitthvað að gerast. Skipstjórinn virtist með á nótunum. „Þeir hljóta að hafa skilið mig,“ hugsaði ég. Ég hafði verið mjög alvarlegur eftir að ég kom niður á flakið en nú kom Matt niður til okkar og sagði strax: „Strákar, langar einhvern að fá far?“ Matt sá að mér gekk ágætlega í mínu hlutverki og tók strax til við að reyna að halda uppi góðum anda og telja kjark í mennina til að reyna að láta þeim líða betur. Ég sá bregða fyrir brosi hjá Islendingunum og fannst það lofa góðu miðað við að þeir höfðu þurft að hafast við þarna í svo langan tíma.“ „Við gáfum nú Jeff merki um að senda niður björgunarstól með því að setja hnefa upp fyrir höfuðið á okkur. Nú kom í Ijós nauðsyn þess að hafa Matt þarna líka. Þakið var mjög sleipt og erfitt í veðurhamnum að koma köldum og stirðum mönnunum í stólinn. Þeir ýmist runnu til eða duttu á meðan við vorum að bjástra við þetta. Atgangurinn var svo mikill að við Matt áttum fullt í fangi með að standa þarna, heitir og frískir björgunarmennirnir. Annar okkar hélt vírnum réttum og hafði auga með ólög- unum á meðan hinn lét mennina setjast í björgunarstólinn og festi þá. „Það er að koma alda,“ æpti Matt meðan ég aðstoðaði mennina. Við beygðum oltkur undan, héldum okkur fast og reyndum að berjast upp í ölduna. Þegar hún var farin héldum við strax áfram. Svona gekk þetta um hríð. Ég hafði áhyggjur af því að mennirnir færu úr stólnum og ákvað að fara með þeim. Það voru sæti fyrir þrjá. Ég gaf merki um að við yrðum teknir upp og Jeff byrjaði að hífa. Skyndilega öskraði Matt: „Jesse, þú ert ennþá bundinn, þú ert fastur við bátinn.“ Lagt af stað til Hafnar í Hornafirði. 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.