Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 64
Mótorbáturinn Óðinn GK 22. með hádekki. Þar var dreki, einn af þes- sum fjögurra arma drekum, en hann var bundinn utan á rekkverkið. Ég var að fara um borð með 25 lítra olíubrúsa og ætlaði að stíga aftur fyrir mig í skoru sem var í bryggjunni. En það var klaki í þre- pinu og ég féll flatur aftur fyrir mig ofan á ankerið og eitt flaugið gekk bara í geg- num mig. Tengdasonur minn keyrði mig til Akureyrar til Gauta Arnþórssonar lækn- is. Hann var eina tólf tíma að brasa við mig og ég hefi náð mér sæmilega. Það vantar einhverja parta af líffærunum en það gerir ekkert til. Það vex bara eitthvað í staðinn einhvers staðar annars staðar. Ég spekúlera ekkert í því. Fyrir utan þetta áfall þarf ég ekkert að kvarta.“ Svo við snúum okkur aftur að hand- færaveiðunum. Hefur fiskur aldrei brugðist alveg hér við Norðurlandið? „Nei, aldrei alveg, en auðvitað var fiskiríið misjafnt. Svo þarf líka að huga að því að það er ekki alveg sama hvað maður setur á önglana. Það er eins og ég sagði þér með rækjuna. Þegar netin voru komin úr sjó tók þessi stóri fiskur ekki frosna loðnu en rækjuna gleypti hann. Ég fór stundum með nokkrar lúkur af rækju með mér og ég sá að hana gleypti fiskurinn alveg ofan í maga. Fiskurinn veit hvað rækja er.“ Þú talar um að það hafi verið vœnn fiskursem þiðfenguð á handfœrin. Eg minnist þess frá því áður fyrr á síld- veiðum að þegar tóm gafst var verið að renna fœri og það var oft milli- fiskur og smáfiskur semfékkst. „Við höfum fengið geysilega vænan fisk hérna. Eins og ég nefndi er það á parfir tt/enskra toQar Q Auto -Trawl Winch ''nni SYSTEM TOGVINDUKERFI r RAFBOÐI i 3* RAFUR j Skeiðarás 3 • 210 Garbabær Sími: 565 8080 • Fax: 565 2150 parti út af Nesinu að ef maður fór í gömlu miðin, sem maður lærði um af gömlu körlunum, þá fékk maður mjög vænan fisk. Miðin voru oft hundaþúfur sem eru kannski farnar að grána núna en voru grænar meðan hundar voru á Nesinu. Þeir sáu um að rækta þær. Svo þegar vel aflaðist og maður sá einhverja hóla til að miða við þá bjó maður til ein- hver ný mið. Ekki þó þannig að einhver kerling kæmi út af einhverjum bæ að miða við hana. Hún gat verið horfin þegar þú leist til baka. Eitthvert fast kennileiti varð maður að hafa.“ SKARFURINN SKAL HANN HEITA Segðu mér nánarfrá nafngiftinni. „Héðinn var á trillu eins og ég. Ég reri um nótt en það var komið fram í júlí, himneskt veður. Þá var maður ekki að sofa fram yfir hálftvö. Ég hafði svo mikinn gang á trillunni minni með Albin-vélinni. Héðinn fór hægar. Svo stoppaði ég út við Snásur þar sem vitinn stendur, en þar situr skarfur á syllu. Ég tók fram kíkinn og sá að hann var með marhnút í hálsinum sem stóð fjandalega í honum. Hann var að teygja sig til að reyna að koma honum niður. Þá kom Héðinn á trillu sinni og stoppaði þarna líka og spurði á hvað ég væri að góna. Ég sagði að ég væri að horfa á skarfinn en hann væri að reyna að ýta marhnútnum niður með því að nudda hálsinum við stein sem væri þarna. Og svo sá ég að hann hafði marhnútinn niður. Þá sagði Héðinn: - Það er best að þú sért sjálfur skarfur. Þetta nafn festist svo við mig. Ég hafði alltaf kamfóruglas með mér á trillunni og nokkra sykurmola í poka. Mér þótti oft gott að fá mér kamfóru í mola þegar það var kalt. Svo að í þetta sinn tók ég fram kam- fóruglasið, en ég var með stóra, kantaða sykurmola. Ég sagði því við Héðin: - Jæja, vinur, viltu kamfóru í mola upp á það? - Það má renna úr honum, sagði hann. Héðinn var mikil sjóhetja á meðan hann entist, en hann var tæplega níræður þegar hann dó. Hann var afburðastjór- nandi og haggaðist aldrei. Hitt er annað mál að það eru afbragðs sjómenn til ennþá og þeir hafa yfir svo mikilli tækni að ráða. Þeir sjá allt í 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.