Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 65
kringum sig þó að það sé stórhríð, þoka og hvaðeina.“ DREYMIR FYRIR SLÆMU VEDRI Tæknin er mikil og er mönnum til trausts og halds á siglingum og við veiðar. Aðurfengu menn vísbendingu í draumum og fyrirboðum. Hvernig var þessu háttað með þig? „Mig dreymir aðallega fyrir veðri. Það er sama með Hreiðar son minn. Afi hans, Sigmundur, kemur til hans en segir ekkert. Hann kemur bara í draumi í gömlu peysunni sinni brosandi og þá fer Hreiðar ekkert á sjó þó að það sé fínasta veður. Það var fyrir þremur eða fjórum árum að Sigmundur hafði birst honum í draumi, en Hreiðar fór niður á bryggju og hitti trillukarl sem var með línu- stampana á vagni á leið á sjó. Hreiðar sagði karlinum að Sigmundur hefði komið til sín í draumi og að hann ætlaði ekki á sjó. Karlinn sneri þá við og hætti við að fara á sjóinn. Sá þriðji var frammi á bryggju og var búinn að taka línuna um borð. Hreiðar sagði honum hvers kyns var, en karlinn sagði að það væri allt í lagi með sig og togarinn Kolbeinsey væri á sjó. Það var ekkert meira með það, nema þremur og hálfum tíma seinna voru menn komnir á bílum út í Breiðuvík. Þá var komið vestanrok og björgunarsveitin komin á staðinn. Hreiðar sagðist aldrei hafa talað um þetta við karlinn. Það haggast aldrei með svona drauma. Þó að Sigmundur segði ekkert í draumunum kom hann bara og gerði vart við sig. Nei, það bregst aldrei með svona drauma.“ SJÓSÓKNARLOK „Svo var það fyrir þremur árum að Hreiðar kom með bíl og krana niður á bryggju. Það var vinur okkar sem var búinn að taka þannig upp báta í fjölda- mörg ár. Þeir slógu bara á trilluna en ég forðaði mér upp og settist á bryggju- polla. Þeir fóru með hana. Ég var farinn að finna fyrir því að ég var enginn maður til að fara meira á sjóinn. Þá datt mér í hug þessi vitleysa: Ofi þó lífi á ólgusjó, aldan kasti fleyi. Hann sem œvibrautir bjó, bregðast mun þér eigi. Þetta orti ég þegar báturinn var tekinn í land og svo labbaði ég upp bryggjuna. Ég hefi ekki farið um borð síðan. En trillan mín, Hafdís, er núna í Safna- húsinu.“ SESTUR í HELGAN STEIN Nú ertu heilsuhraustur öldungur, búinn að vera farsæll sjómaður í 68 ár. Lumarðu ekki á skilaboðum til unga fólksins? I hverju er ham- ingjuríkt líffólgið? „Mér er afskaplega vel til unga fólksins. Lífshamingjan er fólgin í því að vera reglusamur og heiðvirður. Ég er alveg eyðilagður yfir því hvað fólk er gefið fyrir að taka ófrjálsri hendi. Mér er alveg ómögulegt að skilja að það skuli ekki vera hægt að lifa öðruvísi og vinna heiðarlega fyrir brauði sínu. En ég þekki margt af ungu fólki og það er alveg skín- andi gott fólk, þó að of margir afvega- leiðist. Það er ekki að gerast núna fyrst en það er eitrað meira fyrir það núna en verið hefúr. Miklu, miklu fleiri hafa því fallið í freistni. En flest af unga fólkinu er alveg skínandi góðir unglingar. Unga fólkið er kátt og skemmtilegt. Ef eitthvað hefur farið úrskeiðis á eldra fólkið alveg eins mikla sök á því.“ Jósteinn Finnbogason lést skömmu eftir að viðtalið var tekið. Gleðileg jól! Sjómannablaðið Víkingur HLJÓODEYFAR FYRIR VÖKVAKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI Við framleiðum hljóðdeyfa fyrir öll vökvakerfi. Hljóðdeyfarnir jafna út þrýstibylgjur frá háþrýstidælum við dæluna sjálfa og koma þannig í veg fyrir að hljóð berist með vökvanum um kerfið. Einfalt, árangursríkt og ódýrt LANDVEiAfíHF SMIÐJUVEGI 66 KÓPAVOGI - SÍMI 557 6600 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.