Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Page 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Page 67
Formannafundur Sjómannasambands íslands ÁLYKTUN UM STJÓRN FISKVEIDA Formannafundur Sjómannasambands Islands, haldinn á Akureyri 24. og 25. nóvember 1995, hafnar þeim hug- myndum að lagður verði auðlindaskattur eða veiðileyfa- gjald á sjávarútveginn. Jafnframt telur fundurinn ófært að útgerðum, sem ekki nota þær veiðiheimildir sem þeim er úthiutað, skuli vera heimilt að leggja auðlindaskatt á aðrar útgerðir og sjómenn með því að leigja eða selja þeim veiðiheimildir sínar óheft. Fundurinn telur að setja eigi lög sem skylda að allur afli sem seldur er til vinnslu innanlands skuli seldur um fiskmarkaði. ÁLYKTUN VEGNA VEIÐISTÝRINGAR Á FLÆMINGJAGRUNNI Formannafundur Sjómannasambands Islands, haldinn á Akureyri 24. og 25. nóvember 1995, telur að það veiði- stjórnunarfyrirkomulag, sem NAFO samþykkti vegna rækjuveiða á Flæmingjagrunni á næsta ári, sé ekki til þess fallið að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Fundurinn fer þess á leit að íslensk stjórnvöld mótmæli þeirri stjórn- unaraðferð. Fundurinn telur þó rétt, úr því sem komið er, að Island virði samþykkt NAFO vegna veiðanna á næsta ári. Fundurinn skorar á íslensk stjórnvöld að vinna ötullega að því að veiðistjórnunarfyrirkomulaginu verði breytt á þann veg að í framtíðinni verði veiðinni stjórnað með heild- arkvóta fyrir svæðið, sem skipt sé upp á þau ríki sem veiðarnar hafa stundað. í því sambandi fagnar fundurinn yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra ríkja við N-Atlantshaf, sem haldinn var í St. John’s á Nýfundnalandi nýlega, þess efnis að veiðum utan lögsögu ríkja skuli stjórnað með því að ákveða hámarksafla sem síðan verði skipt milli veiðiríkja. Ennfremur er ástæða til að fagna tilmælum fundar ráðherranna til NAFO um að nefndin endurskoði niðurstöðu síðasta fundar varðandi rækjuna á Flæmingjagrunni og ákveði hvort annað stjórnunarfyrirkomulag sé heppilegra til að mæta verndunarsjónarmiðum fyrir rækjuna. ÁLYKTUN VEGNA ÁKVÆÐA í FYRIRHUGUÐU FRUM- VARPI TIL LAGA UM SAMNINGSVEÐ Á 118. löggjafarþingi Alþingis var lagt fram frumvarp um samn- ingsveð. Fyrirhugað er að leggja fumvarpið fram óbreytt á yfir- standandi löggjafarþingi. í 3. tölulið 31. greinar frumvarpsins er gert ráð fyrir að útgerðir geti samið í veðbréfi um að veðrétturinn nái einnig til veiðiheimilda þegar skip er veðsett. VMA - ÚTVEGSSVIÐ Á DALVÍK Sendir sjómönnum og fiskvinnslufólki bestu jóla- og nýárskveðjur OAlX'tf' DALVÍK SKIPS TJÓRANAM: Kennt er til skipstjórnaprófs 1. og 2. stigs. FISKIÐNAÐARNÁM: Kennt er til fiskiðnaðarmannaprófs. ALMENNT FRAMHALDSNÁM: 1. bekkur framhaldsskóla. Góð heimavist á staðnum. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI___ ÚTVEGSSVIÐ Á DALVlK • Pósthólf 41 • Slmi 466 1083 • 620 Dalvik • Brófsfmi 466 3289 67

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.