Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 71

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 71
Móðir Högna Brekasonar sótti nm starfskynninguna lijá Landhelgisgæslnnni eftir auglýsingu í blaði. Hún lét soninn ekki vita fyrr en jákvætt svar barst og kom honuni virkilega á óvart. Mamman sótti um i / • \ f nr7 r plassio a ly an vitundar sonarins „Þegar mamma sagði mér að ég væri að fara á sjóinn sagði ég bara já því þetta leit út fyrir að vera skemmtilegt tæki- færi,“ sagði Högni Brekason í samtali við Víkinginn. Hann var að vinna í bæjar- vinnunni þegar kallið kom og var ekki seinn á sér að grípa gæsina. „Við fórum suður fyrir land og hring- inn í kringum það. Við stoppuðum víða en ég man ekki nákvæmlega hvar án þess að líta í bókina mína,“ sagði Högni en minnist á Eskifjörð og Isafjörð. „Eg varð ekkert sjóveikur þótt ég sé ekki vanur á sjó nema í styttri ferðum,“ sagði Högni. Högni hafði mjög gaman af ferðinni með varðskipinu Tý en finnst sjó- mennskan ekki sérlega freistandi til framtíðar. „Eg væri alveg til í að fara sem háseti og hef sótt um vinnu hjá Landhelgis- gæslunni. En ég myndi ekki vilja fara í Stýrimannaskólann því þá þyrfti ég alltaf að vera á sjó þar sem atvinnumögu- leikarnir eru litlir í landi. Skárra væri að fara í Vélskólann og stunda sjóinn í nokkur ár og fara seinna í land.“ Pabbi Högna var vélstjóri á sjó á árum áður og man Högni þá daga. „Mér fannst oft leiðinlegt þegar pabbi þurfti að fara á sjóinn en það var líka gaman þegar hann kom í land.“ ROSALEGA GAMAN OG FÍNIR KALLAR Högni segir að þau hafi gengið til flestra verka um borð. Þau fengu að stýra eftir skipunum, þrífa þilfarið og skrapa málningu. „Það var ansi vinsælt að láta okkur skrapa málningu,“ sagði hann og hló. „Við fengum líka að fara út á gúmmíbát að skoða fuglabjörg og stukkum einu sinni í sjóinn í flotgöllum og vorum hífð upp með krana. Það var alveg rosalega gaman og fínir kallar um borð.“ Hann hrósaði matnum um borð og sagði hann mikinn lúxus. I frítímanum horfðu þau á sjónvarp eða myndband og tóku í spil. Högni fór í Vélskóiann í haust en hætti. Núna vinnur hann sem verkamaður hjá Sigurverki hf. „Ég myndi hætta í núverandi vinnu ef ég fengi vinnu hjá Gæslunni, engin spurning,“ sagði Högni. -JJ Högni Brekason fulldressaður við rattið. 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.