Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1997, Page 11
indum. Klukkustund eftir óhappið sáum við hvar TF-LÍF settist á bjargbrúnina. Það vara mikill léttir. Að því kom að önnur anker- isfestingin slitnaði. Þá var ákveðið að þyrlan næði í hluta okkar, en sex menn voru hífðir um borð í hana. Við vorum fjórir eftir, ég, stýrimaðurinn og báðir vélstjórarnir. Skömmu síðar slitnaði hin ankerisfer- stingin og þá tók þátinn að reka flatt og valt hann þá mik- ið. Þyrlan kom aftur og sótti tvo menn til viðbótar, ég og annar vélstjóri urðum eftir um borð, en þá áttum við aðeins 0.4 mílur í land og dýpið var ekki nema 18 faðmar. Freyr nálgaðist okkur og ég beið þess að þeir kæmu í tæka tíð, en Ijóst var að við vorum að niissa frá okkur öll tækifæri á að bjarga bátnum. Ég gekk um bátinn gjörsamlega ráðþrota." TeK EKKl ÁHÆTTU MEÐ ANN- ARRA LÍF „Þegar hér var komið var ijóst að ekki yrði hægt að bjar- ga bátnum, eða það var alla vega fátt sem benti til þess. Annars vélstjóri var hífður um borð í TF-LÍF, ég get ekki tekið ÁHFÖFNIN Á TF-LIF AÐ HÍFA MENN FRÁ BORÐI Á ÞORSTEINI GK. 10. MARS SÍÐSTLIÐINN, EN EINS OG ALLIR VITA TÓKST AÐ BJARGA ÖLLUM MÖNNUNUM. áhættu með annarra líf, bara mitt eigið. Ég vildi freista þess að vera eins lengi um borð og hugsanlega var hægt, því hefði Freyr komið tímanlega hefðu þeir fengið í mesta lagi eitt tækifæri til að koma taug yfir til okkar, það hefði getað dugað. Því miður gekk það ekki og ég varð að taka erfiðustu ákvörð- un sem ég hef tekið, að yfir- gefa skip mitt, gera það mann- laust vitandi þess að eyðilegg- ing biði þess. Það er eitthvað það erfiðasta sem skipstjóri getur þurft að gera. Það er erfitt að lýsa hvað fór um huga minn þennan tíma, ég veit það varla, það gekk á það mörgu. Síðustu mínúturn- ar um borð voru erfiðara, velt- ingurinnn var mikill og öll von um björgun bátsins fór þverr- andi. Ég verð að segja, úr því þetta þurfti að henda okkur, að þá fór þetta vel. Það varð ekki mannsskaði, mannslíf bætum við ekki, en öðru gegnir um veraldlega hluti, svo sem báta.“ Ásgeir segir, þó nokkrar vik- ur séu frá óhappinu, líði varla þORSTElNN GK 16, BÁTURINN SEM VAR KEYPTUR FRÁ STYKKISHÓLMI. röfltfe '.L,. .... ^ SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.